Vikan


Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 24

Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 24
fyrir mér að hér stóö ég andspænis keppinauti lífs míns. Allar þessar hugsanir þutu í gegnum höfuð mitt á broti úr sek- úndu. Samtímis tísti lítil rödd, sem ég reyndi að útiloka, að ég væri bjáni að falla flöt fyrir ókunn- um manni. Kynningunni var hesp- að af og frændurnir tveir býsn- uðust stööugt yfir því hversu ólík- ar við frænkurnar værum. Því meir sem Marie-Claire reyndi að draga alla athygli karlpeningsins að sér þeim mun þögulli og hlé- drægari varð ég. Áður en við varð litið höf ðum við borist út í eitt horn stofunnar. Marie-Claire þrýsti sér upp að Francois en ég sat aðeins afsíðis. Frænka mín leit á mig með fyr- irlitningu. „Jæja, hvernig geng- ur?” spurði hún án þess að hafa fyrir því að hreyfa varirnar. „Eg er alltaf einkaritari og. . .” „Einmitt, þú hefur ekki snefil af metnaði,” hreytti hún hæðnislega út úr sér. Svo sneri hún sér að karlmönnunum. „Ég er nýkomin eftir nokkurra ára dvöl í New York og ég er þegar farin að finna þefinn af þröngsýninni og smásál- arhættinum í þessari vesölu, litlu Evrópu.” Ég gat ekki á mér setið að hlæja. Eg gat ekki hugsað mér að láta Marie-Claire halda sína vana- legu sýningu óáreitt í kvöld, þessa sýningu sem ég þekkti svo mæta- vel og var eingöngu til þess ætluð að sýna mér og öðrum yfirburði hennar sjálfrar yfir mig. „Að hverju ertu að hlæja?” hvæsti hún með reiðisvip. „Að því hvernig þú talar með lít- ilsvirðingu um þessa „aumu Evrópu” þegar þér meiri og merkari telja hana hreint ekki svo litla og vesæla.” Frænka mín leit á mig fjand- samlegu augnaráði. Hvernig dirfðist ég að andmæla henni? Hæðast að henni! Eg endurgalt augnatillit Francois Nollier. Glettnin dansaði í augum hans. Við höfðum ekki skipst á auka- teknu orði en samhygðin á milli okkar var greinileg. Viö skildum hvort annað fullkomlega og það yljaði mér um hjartaræturnar. „Hvað hefurðu fyrir stafni í New York, Marie-Claire?” spurði Alexandre kurteislega. Rödd hins fullkomna kvenna- bósa, hugsaði ég og kímdi. Ég virti föðurbróöur Francois fyrir mér á meðan hann spjallaöi við frænku mína um fræg veitingahús í bandarísku stórborginni. Hann var sannur Don Juan. Og þrátt fyrir aldurinn gekk honum býsna vel! Skyldi hann vera giftur? hugsaði ég með mér. Og ef svo væri, hvar var þá konan hans? Ég sneri mér að Francois og ætlaði aö forvitnast hjá honum en hann leit ekki við mér. Eins og Alexandre gat hann ekki haft augun af vörum Marie-Claire. Eins og alltaf þegar þessi frænka mín birtist varð ég ósýnileg. Þá flaug mér annað í hug. Skyldi Francois vera giftur? Hann var um þrítugt og ógiftir þrí- tugir menn voru ekki á hverju strái. Skyndilega langaði mig mest til að fara að hágráta. Og mig langaði að láta mig dreyma um Francois á hverri nóttu. Fyrir klukkustund hafði ég aldrei litiö þessa menn, ekki einu sinni heyrt á þá minnst. Og núna fannst mér allt í einu allt byggjast á þeim tveimur — eða réttara sagt: á Francois! Þegar ég leit á hann sá ég að hann hrukkaði ennið enn meir en áöur. „Ég verð að fara að drífa mig. ” „Bíddu nú við,” kvakaði Marie- Claire. „Þú ætlar þó ekki að segja mér að þú sért á svona mikilli hraðferð?” „Ojú, það ætla ég nú einmitt.” „Er beðið eftir þér?” nauðaði hún. „Já, reyndar er beðið eftir mér,” svaraði hann þurrlega. Andlit frænku minnar dökknaði. „Gott og vel. Farðu þá. Enginn helduríþig hér!” Þessi skyndilegi ofsi kom Fran- cois greinilega á óvart. Hann svaraði þessu engu. Alexandre yppti öxlum gremjulega. „Vertu ekki svona fljótfær, Marie- Claire,” tuldraði hann. „Francois erekki. . .” „Ég bið þig,” greip Francois fram í. „Það er alger óþarfi aö fara að tala um mig og mín mál- efni. Þessar ungu stúlkur eru að skemmta sér. Þær hafa engan áhuga á sorglegum sögum. ” Mig myndi samt langa til að vita hvers vegna þú ert svona þungbú- inn og hvers vegna þú ert meö þessar áhyggjuhrukkur á enninu og hvers vegna augu þín eru svona raunamædd. Þetta langaði mig til að segja en ég sagði þaö ekki. Feimni hélt aftur af mér. Marie- Claire sagði hins vegar léttilega: „Onei, ég ætla bara að biðja þig! Engar sorgarsögur, takk! Ekki vera að draga mig niður! ” Francois stóð upp til að kveöja en frændi hans stöðvaði hann meö handsveiflu. „Mér dettur nokkuð í hug: Hvernig væri að við færum öll út að borða í vikunni?” „Upplagt,” svaraði Francois og augu hans hvörfluðu frá Marie- Claire til mín. Hjartslátturinn margfaldaðist. „Upplagt,” endur- tók hann. „Bráðsnjöll hugmynd,” sagði Marie-Claire um leið og hún kveikti sér í sígarettu. Alexandre sneri sér að mér. Hann hafði sagt „öll”, en samt hafði ég þaö á til- finningunni að mér væri ofaukið. „Og þú, Brigitte, hvaö segirðu um það?” „Mér þætti það mjög gaman,” svaraði ég og leit út undan mér á Francois. En hann starði bara fullur aðdáunar á Marie-Claire. Ég var orðin smástelpa í annað sinn, ekki eins hrífandi og frænka mín, ekki eins fjörug, ekki eins fal- leg. . . Var Marie-Claire alltaf skrefi á undan? 1 þetta sinn ákvað ég aö berjast. Á einhvern undar- legan hátt var Francois mér mjög mikilvægur. Við ákváðum að hitt- ast næstkomandi föstudagskvöld. Marie-Claire sendi Alexandre geislandi bros. „Sjáumst fljót- lega,” sagði hún. Svo lagði hún höndina mjúklega á handlegg Francois. „Ætlarðu að fylgja mér heim?” „Já,en. . .meðánægju.” Ég barðist við tárin sem þrengdu sér fram og horfði á þau fjarlægjast. Marie-Claire hékk stöðugtíhandleggFrancois. . . Alexandre fylgdist líka með þeim. „Fallegt par,” sagði hann í viðurkenningartón. „En ekki sam- an.” Ég lyfti brúnum. „Hvers vegna segirðu það?” „Af því að mér finnst þessi stúlka allt of yfirborösleg og sjálfsánægð til að vera sú rétta fyrirFrancois.” „Þau. . . þau eru ánægö,” stam- aði ég með kökk í hálsinum. „Francois hefur enga þörf fyrir skrautdúkku heldur raunverulega hlýja konu.” Hann andvarpaði og hristi höfuöið. „Hann hefur verið ekkjumaður í þrjú ár. Eg segi honum æ ofan í æ að gifta sig aftur en hann tekur ekkert mark á því. ” „Er hann ekkjumaöur? Það er þá þess vegna sem hann er eitt- hvað svo hnugginn? ’ ’ „Þvert á móti. Þetta hjónaband var mistök frá upphafi. Þegar kona Francois fórst í bílslysi var hjónabandið komiö í rúst. Eina ástæðan fyrir því að þau voru ekki löngu skilin var börnin.” „Hamingjan sanna,” stundi ég og mig verkjaði í hjartaö. „Er hann þá einn með börnin?” „Tvær sex ára telpur, Amélie og Irmande. . . þærerutvíburar.” Hann brosti ljúflega og allt í einu fannst mér hann ekki vera neinn Don Juan. Þetta var mesti öðlingur! „Og þær eru dýrðleg- ar,” tautaði hann. Hann leit snöggt á mig. „Mér finnst ein- hvern veginn að þér lítist vel á bróðurson minn, Brigitte?” „Ég. . . mér finnst hann mjög aðlaðandi,” viðurkenndi ég og horfði í gaupnir mér og roðnaði. Hann horfði einbeittur á mig 24 Víkan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.