Vikan - 27.10.1983, Page 46
„Æ, jæja. . . ég er að minnsta
kostiálífi.”
Honum leið andstyggilega er
hann kannaði tognaðan úlnliðinn,
batt svo um hann með blettóttum
vasaklút.
„Við skulum koma okkur héðan,
Joyce. Það hlýtur einhver að hafa
komið auga á okkur.”
En þegar hann horföi upp eftir
brattri hlíðinni, sem þau höfðu
hrapað niöur, varð hann undrandi
á að sjá að enginn bíll hafði stað-
næmst á veginum uppi yfir þeim,
þrátt fyrir gínandi gapið í brotna
öryggisgrindina.
„Kevin!” Joyce riöaði þegar
þau skjögruöu upp hlíöina. „Þessi
maöur, heldurðu. . .”
„Hann ýtti okkur af ásettu ráði
út af veginum,” svaraði hann,
munnsvipurinn ljótur. „Þetta var
maðurinn í ljósbláu fötunum. En
hafðu engar áhyggjur, ég næ hon-
um.”
Hún stansaði, másaði, leit kvíð-
in á hann. „Kevin, ég vil ekki að
þú gerir neitt kjánalegt. ’ ’
„Joyce. Hann reyndi að drepa
okkur! Auk þess hlýtur hann að
vera einhvern veginn í sambandi
viðLaurel.”
„Þú veist þaðekki.”
Brjóst hans gekk upp og niöur af
áreynslunni. Hann strauk rakt
enniö með skyrtuerminni, álykt-
aði. „Hann var með Margo Card-
enas.”
„En hún var ekki í bílnum. . .
ekki þegar hann ók fram á okk-
ur.”
„N-nei,” gaf hann eftir, ringlað-
ur. „Þaövarhún ekki.”
Síðan útilokuðu áhyggjur hans
af Joyce allar aðrar hugsanir.
Á ENDANUM komust þau á veg-
inn og biðu eftir að bíll nálgaðist.
Joyce hallaði sér upp að grindinni
en Kevin steig fram á veginn og
veifaði næsta bíl. Hann ók fram-
hjá honum án þess að hægja á sér.
Hann bölvaði aftur.
Joyce minnti hann máttvana á:
„Þetta er hraðbraut, Kevin,”
sagði Joyce, „fólk vill síður
stansa. Ef til vill er það ástæðan
fyrir því að enginn hefur tekið eft-
ir eldinum þarna niðri.”
„Kannski,” urraði hann. Núna
hafði reykurinn úr svartri bíl-
grindinni aukist. í því að næsti bíll
nálgaðist stóð Kevin á miðjum
veginum og veifaði báðum hand-
leggjum. Ökumaðurinn bremsaði,
það ískraði í dekkjum. Hann virt-
ist reiður þegar hann steig út, að-
eins fáein skref frá Kevin. Svo tók
hann af sér sólgleraugun, kom
auga á Joyce og sá eftir öllu sam-
an.
, ,Hvað kom fyrir konuna ? ’ ’
Kevin teygði sig eftir hendi
Joyce. „Við —hm, runnum útaf.”
Þegar bílstjórinn haföi skoðað
rjúkandi flakið fyrir neðan þau
hjálpaði hann Joyce umhyggju-
samur í aftursæti bílsins, gerði at-
hugasemd: „Þið ættuð aðtilkynna
vegalögreglunni um þetta óhapp. ”
„Ég geri það,” sagði Kevin og
settist hjá Joyce. „Ef þú ert á leið-
inni til borgarinnar yrðum við feg-
infari.”
„Auðvitað, en ertu viss um að
þú viljir ekki heldur að ég fari með
ykkur á sjúkrahús? Mér virðist
konan nokkuð lasleg. ”
„Ég vil heldur fara heim,”
sagði Joyce ákveðin. „Ég hringi í
lækninn minn. Hann kemur mér í
samtlag.”
„Eins og þér þóknast. Ég er
hvort eð er að fara til New York.”
Þremur stundarfjórðungum síð-
ar hleypti maðurinn þeim út fyrir
utan húsið sem Joyce bjó í. Hún
bauð honum inn. Kevin bauö hon-
um borgun. Hann hristi höfuðið
tvívegis, sagöi svo: „Það er orðið
langt síðan ég hef getað leikið
miskunnsama Samverjann. Auk
þess hefur verið ánægjulegt að
tala við ykkur. Farið nú varlega.”
Þau horföu á hann aka burt,
fóru svo inn.
JOYCE VAR meira brugðið en
hún viöurkenndi. Kevin bar hana
inn í stofu og lagði hana á sófann.
„Jakkinn þinn, Kevin. Þakka
þérfyrir.”
„Ég tapaði honum að minnsta
kosti ekki,” sagði hann feginn.
„Ég er alltaf með passann minn á
mér þegar ég er ekki heima.”
Hann lagði jakkann sinn á stól-
bak, eyddi svo næstu tuttugu mín-
útum í að stjana við Joyce.
„Kevin, elsku leyfðu mér að
blanda handa þér í glas,” sagði
hún áköf þegar hann hafði lokið
við aö setja tognuöu höndina í
fatla.
„Þaö eina sem þú ætlar að gera
núna er að koma sjálfri þér í lag,”
þrætti hann, krafðist þess að hún
færi í rúmið.
„Þú getur þá að minnsta kosti
fengið þér sjálfur,” bað hún. „Þú
viröist alveg uppgefinn! ”
„Mér líöur prýðilega, Joyce. Ég
skrámaðist ekki einu sinni þegar
bíllinn valt.”
Hún leyfði honum ófús að hjálpa
sér í rúmið eftir að hún hafði farið
í snögga sturtu.
„Mér finnst ég svo andstyggileg
að láta þig sjá um þig sjálfan,
Kevin.”
Hann brosti, skoðaði glóöaraug-
að og plásturinn á enninu.
„Þú lítur út fyrir að hafa verið í
hnefaleikakeppni og barist í röng-
um þyngdarflokki! ”
„Mér líður,” hún kæfði geispa,
„eins og vörubíll hefði ekið á
mig.”
„Soföu þá. Á morgun líöur þér
betur, Joyce.”
Hann sat á rúmstokknum og hún
teygði sig eftir hendi hans.
„Kevin. Hvað ætlarðu að gera
núna?”
„Þú veist þaö. Þú sagöir mér að
ég gæti fengið mér í glas.”
Fingur hennar hertu takið.
„Eftir það, Kevin. Ég er hrædd
um að þú leggir af stað til að gera
eitthvað ógætilegt.”
Hann lagöi hönd sína ofan á
hönd hennar, fannst hann standa
henni ákaflega nærri. Hann tók
eftir ferðatöskunni sem hafði stað-
ið í anddyrinu þegar hann kom
þangað fyrst en var nú komin upp
að fataskápnum. Hún fann á sér
hvað hann var að hugsa.
„Ég hafði ekki tíma til að taka
uppúr henni.”
„Þú hefðir átt að fara með flug-
vélinni, Joyce. Þetta hafa veriö
eintómir erfiðleikar fyrir þig eftir
að ég kom til New York. ’ ’
„Við,” sagði hún með áherslu,
„höfum átt í erfiðleikum. Auk
þess er ég ekki alveg frábitin fé-
lagsskap þínum, Kevin Driscoll.”
Hann brosti, strauk hönd
hennar, svo mundi hún nokkuð.
„Viö ættum að tilkynna lögregl-
unni um slysið, Kevin.”
„Getur það ekki beðið? Til
morguns?”
„Allt í lagi. Strax í fyrramálið
fer ég á fund McBain. Ég þekki
hann allvel. Hann veit áreiðanlega
hvernig á aö fara með ökumenn
sem aka á og flýja svo.”
„Joyce, ég vildi heldur að við
nefndum það ekki. Ef þaö skyldi
setja Laurel í meiri hættu.”
„Fyrirgefðu, Kevin. Ég hugsaði
ekki rökrétt.” Hún þagnaði.
„Heldurðu að þessi maður standi í
sambandi við vandamál Laurel? ”
„Hvað annað get ég haldið?
Hann var með Margo. Hún virðist
vera miðdepill alls.”
„En af hverju skyldi hann vilja
drepa okkur, Kevin?”
„Ég er alltaf að spyrja sjálfan
mig að því. Ég ætla að vita hvort
ég get fengiö nafnið á honum gefið
upp á mánudagsmorguninn. Ég
held að ég viti hvar hann keypti
ljósbláu fötin. Eitt er víst. Margo
Cardenas er í vafasömum félags-
skap.”
„Heldurðu að hún hafi vitað um
slysið, Kevin? Hún var ekki í
grænu límúsínunni þegar hún ók á
okkur. Hvar var hún? ”
Hann hristi höfuöið. Hann varö
æ ráðvilltari og ákvaö að heim-
sækja Vincent Cabarelli.
„Ég vildi óska að ég mætti
koma með þér, Kevin.”
„Þú átt að hvíla þig núna,
Joyce. Þú hefur orðið fyrir slæmu
áfalli.”
„Þaðhefur þú líka.”
Hann rumdi. „Ég hef lent í
verra en þessu í amerískum fót-
bolta á laugardögum. Núna ætla
ég að fá mér í glas ef þér er
sama. ’ ’ Hann skenkti sér drjúgt af
viskíi sem var í skápnum hennar,
drakk það með áfergju, snyrti sig
svo í baðherberginu.
ÞAÐ VAR allt annað andrúms-
loft í þessari íbúð, fannst honum,
minntist heimsóknarinnar í íbúð
Margo. Hann fór aftur inn í svefn-
herbergi Joyce, rétti bindið og
sagði: „Veistu, ég hefði ekki trúað
aöþaðværihægten..
Hann gleymdi hvað hann hafði
veriö í þann veginn að segja.
Joyce var steinsofandi, hár
hennar breitt yfir koddann,
meiddi handleggurinn ofan á
ábreiðunni. I svefni virtist hún
kyrrlát og falleg, þrátt fyrir eld-
raunina sem hún hafði þolað.
Kevin laut hljóðlega niöur að
henni og kyssti hana laust á vang-
ann. Honum var illa við að skilja
hana eftir eina. Þetta var meira
en það að hann vildi vemda hana,
sagði hann við sjálfan sig um leiö
og hann fór út um útidyrnar og hó-
aði í leigubíl sem átti leið framhjá.
Laurel fyllti aftur huga hans.
Þaö var enginn fyrir utan verts-
hús Cabarellis, en veitingasalur-
inn var fullur af fólki og dansgólfið
Týnd i stórborg
46 Vikan 43. tbl.