Vikan


Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 44

Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 44
„Joyce!” rumdi hann, sneri sér til að ná í hana. „Þetta er í lagi, Kevin. . .” Hún var andstutt, gretti sig meöan hún reyndi að losa sig. Feginleikinn gaf honum aukið afl til að kippa upp hurðinni farþegamegin. Hún var föst, veitti honum ekki nægilegt rúm til að komast út. Hann sparkaöi óþyrmi- lega í fasta hurðina og hún skall ískrandi frá og hann gat sloppið. Rammur reykurinn kom honum til að hósta um leið og hann velti sér út úr bílnum. Föl og skelfd var Joyce að eiga við hurðarhúninn sín megin í því aö hann komst yfir að hennar hlið. Honum leið illa af hræðslu þegar hann kippti í hún- inn. Dyrnar flugu upp á gátt en Joyce virtist treg að hreyfa sig. „Joyce, ástin mín, þú verður að koma út!” Hún varð stjörf af sársauka þegar hann byrjaði varlega en ákveöinn aö mjaka henni út úr bíl- flakinu. „Joyce!” hrópaði hann og leit- aði örvæntingarfullur að öruggum staö. Það uxu tré neðst í grunna dalnum sem þau höfðu endasenst niðurí. „Komdu!” Hún reikaði þegar hann reyndi að fá hana til að hlaupa burt frá bílnum. Hann greip um hana, renndi handleggnum um mitti hennar og í sameiningu skjögruðu þau í átt aö næsta tré. „Kevin! Ekki. . .ég get ekki. . Hann dró hana hranalega niður á jörðina og hafði þykkan bol furutrés á milli þeirra og bílsins. Þá sprakk bíllinn. Kevin hélt fast um hana, laut niður, fann ofsahitann frá logandi bílnum jafnvel þó trén væru til verndar. Það fór hrollur um hana og hún sagði hrelld: „Guð minn góður!” Áköf löngun hans til aö vernda hana nærðist á ofboðslegri reiði við manninn sem hafði af ásettu ráði ætlað aö bana henni. Hann píröi augun við æðandi logunum í nágrenninu, strauk Joyce um hár- ið, hélt fast um hana, róaði hana þegar húntitraði. „Þetta er allt í lagi, Joyce. Við komumst út. Nú erum viö örugg.” Hún lyfti andlitinu, vangar hennar og varir voru rök af tárum og hún horföi á bílflakið með hryll- ingi. Blóð vætlaði niður vanga hennar úr skurði á gagnauganu. Vinstra augað var illa bólgið og var að lokast. Hún hristi höfuðið í sífellu vantrúuö þegar logarnir huldu bílskrokkinn. Kevin lyfti henni gætilega upp og bar hana lengra inn á milli trjánna, fann enn fyrir hitanum á baki sínu. Síöan lagði hann hana varlega á breiðu af furunálum og hugaði kvíðinn að meiðslum henn- ar. Hún kenndi til í rifbeinum, hægri höndin hékk máttvana niður og úlnliðurinn var illa tognaður. Núna hafði augað lokast alveg, var þegar tekið aö blána. Blóð hafði runnið niður hálsinn á henni og litað kragann. Hún var búin að tapa öðrum skónum og buxurnar voru rifnar. Kevin blótaði illilega. „Ég skal drepaþennan. . Henni tókst að lyfta handleggn- um sem ekki var meiddur og þrýsta fingrunum á varir hans. „Kevin? Eralltílagi með þig?” spurði hún ringluð. „Það er allt í lagi með mig, elsk- an. Það verður enn meira í lagi þegar ég næ þessum. . Fingur hennar lokuðu aftur vör- um hans. Hann horfði á hana í þögulli kvöl, reiöin þyrlaöist eins og rauð þoka fyrir augum hans. Svo tókst honum með erfiöismun- um að hafa hemil á sér. „Joyce, ég verð að koma þér á sjúkrahús.” „Nei, Kevin. Ég þarf ekkert sjúkrahús. Ég þarf bara að kom- ast heim.” Hún gretti sig þegar hún reyndi aö setjast upp. Hann fór úr jakk- anum og ætlaði að hylja axlir hennar. „Hafðu ekki áhyggjur, Kevin. Ertu viss um að það sé allt í lagi meö þig?” HITARINN SEM LEYSIR VANDAMÁLIÐ í BÍLNUM OG BÁTN UM Fáanlegir í öllum stærð- um. Bensín/dísil 12/24 volt. Fullkomin viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Eins árs ábyrgð. Samþykktur af trygg- ingafélögum og Siglinga- málastofnun ríkisins. Umboðsmenn um allt land. 6 2 •\/y ' j A v irrí'.., /tf / [JTey H Skeifunni 3, Rvík. Sími 84210. 44 Vikan 43. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.