Vikan


Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 51

Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 51
Sjálfsmorð móður Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir stuttu furðulegan draum sem ég vona að þú getir ráðið. Hann varáþessa leið: Eg, mamma og dökk- hærður maður, X, (sem átti víst að vera maðurinn hennar) vorum á hótelher- bergi á Spáni. Þegar ég og maðurinn komum inn í herbergið gaus sterk gaslykt á móti okkur. Við gengum inn og sáum þá mömmu dggja á eldhúsgólfinu. Hún bað okkur að láta sig í friðiþvíað hún vildifremja sjálfsmorð. Við hlýddum henni, stóðum frammi og hlustuðum á hana biðja um hjálp og engjast af kvölum. Stðan fannst mér mamma liggja í baðinu og þar dró hún andann í síðasta sinn. Hún rann niður í baðið og blóð lak meðfram hægra kanti. Hún fór öll í kaf nema andlitið. Síðan fannst mér að krakkar sem voru að fara að keppa í hokkí ættu leið fram hjá. Dökkhærður strákur missti boltann inn um gluggann hjá okkur og út á svalir. Eg bauð krökkunum inn á meðan ég náði í boltann. Þegar ég var á leiðinni til baka sá ég mömmu þar sem hún lá liggjandi inni í köflóttu teppi (hún var dáin) og mér fannst hún aldrei hafa verið fallegri. Eg ákvað að sýna krökkunum hvað ég var hrygg en ég gat ekki grátið. Þrjá af krökkunum kannaðist ég við, A, B og C. Eg spurði C hvenær keppnin ætti að byrja og A svaraði 20:08, eftir 20 mínútur. Síðan leit ég út á svalir og þá sá ég að það var búið að breyta garðinum í stóran tennisvöll og þar voru nokkrir menn í hvítum búningum að æfa hokkt. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, ZXZ Þessi draumur bendir til þess að upp komi erfið- leikar á heimili þínu og móðir þín muni verða fyrir miklu álagi, jafnvel svo að hún muni eiga við einhver andleg veikindi að stríða og leiti lækninga við þeim. I kjölfar þessa mun reyna mjög á þig og þú þarft á öllum þeim viljastyrk og sálarró að halda sem þú býrð yfir. Það er hætt við að freistingar og óstöðuglyndi sæki á þig og þér hætti til að halla þér um of að þeim sem sýna þér áhuga án þess að hugsa út í hvað það get- ur haft í för með sér eða hvernig fólk á í hlut. Draumurinn er fyrst og fremst aðvörun til þín um að vera viðbúin ef zitthvað af þessu hendir þig á næst- unni. Draumurinn á líka að brýna þig til að takast á við vandann og sigrast á honum og gera þér grein fyrir að þegar eitthvað bját- ar á er best að reyna að t>ygg)a sig upp eins og hægt er og vera eins já- kvæður og frekast er unnt. Breytt systir Kæri draumráðandi. Eg skrifa þér vegna skrýt- ins draums sem mig langar að vita ráðningu á. Draumurinn varþannig: Eg og systir mín vorum í íþróttasal og ég sat í jóga- stellingu og var að toga í eitthvað. Systir mín var að tala við einhvern í dyrun- um, ég veit ekki við hvern en henni var illa við hann. Hún var með permanent og dökk í framan og mjó (en í raunveruleikanum er hún með sítt, slétt hár, dökk í framan og feit). Hún hœtti að tala við þann sem var í dyrunum og kom til mtn. Eg spurði hana hver þetta hefði verið og hún svaraði: ,, Þetta var. . .” en hún komst ekki lengra því að ég vaknaði. Ég Þessi draumur er fyrir heppni ykkar systranna og hann er einkum þér fyrir heldur lánsömum kynnum við hitt kynið. Eitthvað kann að fara öðruvísi en ætlað er en það verður þá frekar á betri veg en verri. Landafræðipróf Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég vera í skóla. Eg átti að fara að taka próf í landafræði en var ekki búin að lesa fyrir það. Svo lét maður mig fá það, ég held að það hafi verið pabbi vinar míns. Eg gat engu svarað á prófinu. Svo þegar voreinkunnirnar voru afhentar var ég hæst í landafræðinni og fékk mikla viðurkenningu fyrtr það. Eg spurði kennarann hvernig á þessu stæði en hann sagði að allt hefði verið rétt á blaðinu. Þá bað ég hann að sýna mér próf- blaðið en hann neitaði því og sagði bara: Til hamingju með prófið. Svo man ég ekki meira. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, 0130-8286 Þessi draumur bendir til þess að þú náir miklum og að eigin mati nokkuð óverðskulduðum árangri í einhverju sem skiptir þig miklu máli, sennilega tengt ástarmálum eða sam- skiptum við einhverja sem þér eru mjög kærir. Svo er bara að vita hvernig þér reiðir af þegar árangrinum er náð. Ef þú leggur þig fram áttu auðvitað ágæta möguleika á að fylgja þessum árangri eftir en því miður segir draumurinn ekkert um það. Þú verður bara að treysta á sjálfa þig þar. 43. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.