Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 7
Texti: Fríða Björnsdóttir Myndir: Ragnar Th.
nýja blóði og vandvirknislegri
ræktun hefur fengist sá stofn sem
hér ernú.”
Sýningin t Eden
œtlaði aldrei
að taka enda
Árið 1973 efndi Hundaræktar-
félagiö til sinnar fyrstu hundasýn-
ingar hér á landi. Þá var félagið
ekki enn viðurkennt ræktunar-
félag erlendis og Jean Lanning,
sem hingað var fengin til að
dæma, varö að fá undanþágu því
að viðurkenndur dómari má ekki
dæma á sýningum nema hjá
viðurkenndum ræktunarfélögum.
„Já, sýningin var í Eden í
Hveragerði og var allra fyrsta
sýningin hér. Mig minnir að á
henni hafi verið eitthvað innan viö
hundrað sýningarhundar. Það var
merkilegt þegar tekiö er tillit til
þess að þetta er land þar sem ekki
er búist við að séu neinir hundar,
eða það heldur fólk að minnsta
kosti í öðrum löndum. Það var
stórkostlegt hvernig fólkið fann
alla þessa hunda. Sýndar voru all-
margar tegundir og þetta var
nokkuð góð sýning. Sýningin núna
var auðvitað allt öðruvísi en þessi
fyrsta sýning. Þá var allt nýtt
fyrir öllum, nema auðvitað mér,
og þetta var í raun eins konar
samkoma fólks sem hafði áhuga á
hundum og kom með hunda sína.
Ég var dómari og leit á alla hund-
ana og þegar ég horfi til baka
finnst mér sýningin hafi verið
endalaus. Annars fór mikill tími í
að tala við fólkið og svara fyrir-
spurnum þeirra sem voru að afla
sér aukinnar þekkingar.
Nú er þetta breytt. Margir
þekkja orðið til hundasýninga og
Sigríður Pétursdóttir, formaður
sýningarnefndarinnar núna, hefur
ferðast víöa og séð margar
sýningar auk þess sem hún er
orðin dómari í nokkrum hunda-
tegundum. Mér fannst sýningin
núna mjög fagmannsleg á margan
hátt.”
Þarfað hafa
tilfinningu fyrir
dómarastarfinu
Abba, vinsamlegur labrador.
— Hvernig verða menn viður-
kenndir hundadómarar?
„I Bretlandi tökum við ekki próf
en verðum þó að hljóta viðurkenn-
ingu hundaræktarfélagsins
breska. Við segjum stundum að til
aö verða dómari og hljóta viður-
kenningu þurfi það sama og ætli
maður sér að flytjast út í sveit.
Þar þarf að hafa verið tugi ára
áður en menn eru teknir gildir í
sveitinni. Þetta er þó ekki alveg
svona með dómarastarfið. Flestir
byrja með því að rækta og sýna
góða hunda sjálfir. Þegar svo
er komiö er þetta sama fólk
kannski beðið að koma og dæma
sitt kyn og svo hleður þetta utan á
sig eins og snjóbolti. Næst er
dómarinn fenginn til að dæma lík
kyn og síðan koll af kolli.
Ekki eru margir sem verða
dómarar í öllum kynjum eins og
ég er, en þetta er líka svolítil
heppni. Ég byrjaði mjög ung aö
hafa áhuga á og fylgjast með
hundum meö móður minni, sem
ræktaði hunda. Það varð mér til
góðs. Annars þarf fólk aö hafa
tilfinningu fyrir þessu og þar
gildir sama hvaða dýrategund er
verið að dæma, hvort heldur það
eru hestar, nautgripir eða hundar.
Allar hundategundir hafa sín
ákveðnu einkenni sem eru ólík
einkennum annarra tegunda og
svo er ákveðinn staðall fyrir
hverja tegund. Sumir þessir
staðlar hafa gilt í aldir og voru
settir af upphafsræktendum
tegundarinnar. Eftir staðlinum er
fariö í stórum dráttum en í honum
segir til dæmis hvernig feldurinn
skuli vera, eyrun og rófan, svo
eitthvaðsé nefnt.”
— Ræktar þú hunda sjálf?
„Heima hjá mér í Hampshire á
ég hundabú, kennel, sem mér
finnst nú ekki stórt en er samt
stórt á íslenska vísu. Ég er með
28—30 hunda en margir eru með
60—70 hunda á búum sínum. Ég
Tveggja hunda fundur: Kaffon, collie og Neró, scheffer að mestu leyti (að því við
teljum).
Neró og Patton, tilvonandi leitarhundar, schefferar meö nokkra dropa af
dobermanblóði.
U
43. tbl. VIKan 7