Vikan


Vikan - 27.10.1983, Page 35

Vikan - 27.10.1983, Page 35
Sauna Sauna er stór þáttur í meðferð á cellulite. Þegar farið er í sauna byrjar líkaminn að svitna. Þetta er aðferð líkamans til að halda réttu hitastigi. Um leið gegnir vökvinn því hlutverki að losa lík- amann við úrgangsefni. (Þeir sem hafa of háan blóðþrýsting eða hjartatruflanir ættu ekki að fara í sauna nema ráðgast við lækni fyrst.) Þegar farið er í sauna er gott að taka með hríslur og slá laust á þá staði sem sýndir eru á mynd nr. 2, þó þannig að húðin verði eilítið rjóð. Gæta skal þess að slá ekki það fast að húöin verði marin eða blóðrisa. Einnig er gott að taka mulinn klaka og leggja á þessa staði þannig að húðin djúpkælist. Hæfilegt væri að gera þetta tvisvar til þrisvar og 4 til 5 mínútur í senn. Þetta veldur því að meiri blóðhreyfing verður á viðkomandi stað og þar af leiðandi meiri hreinsun. 43. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.