Vikan


Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 26

Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 26
Hver verður forsetí Bandaríkjanna 1996? .. Ein af metsölubókum ársins í Bretlandi og Bandaríkjunum er The Prodigal Daughter eftir Jeffr- ey Archer. Þekktasta bók hans er Kane and Abel sem seldist í yfir milljón eintökum og síðan hafa allar útgáfur á fyrri og síðari bók- um hans verið merktar „From the bestselling author of Kane and Abel”. En fyrri bækur hans eru Not a Penny Moore, Not a Penny Less og hrollvekjan Shall We Tell the President? Jeffrey Archer er rúmlega fertugur Breti, menntaður í Ox- ford og hefur auk þess að skrifa unnið sér það tvennt til frægðar að vera 100 m hlaupari í landsliði Breta 1963 og yngsti þingmaður í neðri málstofu breska þingsins 1969. Archer er því nokkuö kunnugur refilstigum framapots og stjórn- mála en það er einmitt viðfangs- efni hans í The Prodigal Daughter. Bókin gerist í Banda- ríkjunum og fjallar um þarlent fólk og málefni. Florentyna Rosnovski, glataða dóttirin, sem bókin snýst um, er einkadóttir pólska innflytjandans og síðar hótelkeðjukóngsins Abels Rosnovskis sem er sá sami Abel og í Kane and Abel og bókin því sjálfstætt framhald hennar. Florentyna Rosnovski er reyndar ekki eins glötuð og titill bókarinnar gæti gefiö til kynna. Hún er búin flestum kostum sem einn kvenmann mega prýða, svo sem frábærum gáfum, röggsemi, hóflegri metnaöargirni, fegurð og smekkvísi. Ekki spillir fyrir að hún fæöist með silfurskeið í munni, eins og enskumælandi menn segja, og fær þegar á unga aldri bestu einkakennslukonu sem völ er á. Konan sú kann að rækta allt það besta í barninu og árang- urinn verður sá að skólaganga Florentynu verður ein samfelld sigurganga þar til hún útskrifast úr Radcliff kvennaháskólanum. 1 skemmstu máli rekur bókin æviferil Florentynu þar sem skipt- ast á skin og skúrir (þó aöallega skin). Frá upphafi bókarinnar hefur höfundur búið henni þau örlög að verða í lokin forseti Bandaríkjanna. Þaö fer varla fram hjá nokkrum lesanda jafnvel þótt ævi stúlkunnar taki framan af allt aðra stefnu. Þema bókarinnar er sum sé „hvernig verður forseti til?” og þá ekki síst hvernig kona veröur forseti Bandaríkjanna. Að kona geti orðið forseti undir aldamótin þykir bókarhöfundi ekki fráleitara en að kaþólikki skyldi hafa orðið forseti 1962, ef sú kona er búin kostum Florentynu og hefur hennar auð- magn í veganesti. Ekki verður sagt aö The ÖKUKENNSLA Kenni á Mazda 626 árg. '82. Sími 37030. Prodigal Daughter sé sérlega djúptæk eða raunsæisleg. Höf- undurinn tekur yfirborðslega á málum og gerir ekki áhrifamiklar tilraunir til að brjóta persónur og atburöi til mergjar. Þaö má kannski teljast eðlilegt að sem karlmann skorti hann til- finnanlega kvenlegan skilning á málefnum kvenna en fyrir rit- höfund er það engin afsökun. Þaö hefði verið fróölegt að kynnast nánar persónu eins og Florentynu, sem ekki lætur smámuni eins og börn og heimili hindra sig á framabrautinni, lætur sig ekki muna um að skapa svo sem eitt stórfyrirtæki úr engu. Lesendur fá heldur ekki mikla innsýn í líf hennar sem stjórnmálamanns. Þeir sem ekki láta smámuni eins og dálítið Munchausenlega atburðarás og vef tilviljana (sem fá mann til að halda að New York borg sé ekki mikið stærri staður en Borðeyri) á sig fá geta haft af þessari bók ágætis afþreyingu. Efnið er óneitanlega áhugavert og alltaf hirti ég bókina upp aftur eftir aö hafa grýtt henni í vegg- inn. . . The New Number One Bestseller from the Author of KANEANDABEL jeflreyArcher 26 Vikan 43. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.