Vikan


Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 62

Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 62
POSTURIM llla farið með Skugga Sœll Póstur. Ég œtla ad bidja þig um að koma eftirfarandi rétta leið hver svo sem fœr þetta. Ég veit að það hlgtur að vera erfitt að finna góða staði fgrir lausnirnar. En hvers vegna þurfa þœr alltaf að lenda á skrgtlum ? Núna til dœmis í vikunni, þann 21.7., lenda þœr á Skugga, einu eða nœstum því einu teiknimgndasög- unni sem hœgt er að lesa og mann langar að eiga. Og svo á Andrési önd. Það er líka óskiljanlegt. BR. Bréf þitt, BR, hefur nú farið rétta leið og er komið til baka. Þetta er tæknilegt vandamál sem stafar af því að blað verður ekki til á sama hátt og þegar skrifað er í stílabók — byrjað á fyrstu blaðsíðu, síðan flett og haldið áfram koll af kolli þar til bókin er fullskrifuð, heldur verður hver opna eða jafnvel hver síða til út af fyrir sig og síðan raðað saman — eða þannig. Þess vegna getur verið svolítið tilviljunarkennt í hvaða röð til dæmis teiknimyndasög- urnar lenda, en Pósturinn hefur áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að almennt er mönnum hér hlýtt til Skugga og reyna að velja honum verðugan sess eftir því sem kostur er. Annars var fróðlegt að heyra um mat þitt á myndasögum. Hvað finnst lesendum almennt um myndasögurnar sem við erum með? Hvað getur þetta merkt? Sœll elsku Póstur! Ég er hérna ein og að degja úr áhgggjum. Ég hætti á túr fgrir einni og hálfri viku og er bgrjuð aftur. Ég var með strák á milli. Hvað getur þetta merkt? Ég þori ekki að fara til lœknis. Með fyrirfram þökk fgrir birtinguna, Ein áhgggjufull. PS. Ég vona að Helga sé södd því ég verð að fá svar fljótt. Öreglulegar blæðingar geta átt sér ýmsar orsakir og það verður að segjast eins og er að allsendis ómögulegt reynist fyrir Póstinn að greina slíkt bréfleiðis. Fyrsta skref hlýtur að vera að leita læknis og það er ekkert óeðlilegt við það þótt ein- hver feimni plagi þig í fyrstu skiptin og jafnvel lengur. Hins vegar er ekki um annað að ræða en að herða upp hugann og láta lækninn um að ráðleggja næstu skref. Því fyrr því betra og reyndar er aldrei ráðlegt ef um hættu á þung- un er að ræða að bíða eftir svari Póstsins því að Vikan hefur langan vinnslutíma. Af hverju er ekki til leiklistarskóli fyrir krakka? Kœri Póstur. Ég er 12 ára og er með leikaradellu. Mig langar til þess að verða barnaleikari og leika í bœði leikritum og kvikmgndum, eins og til dœmis kvikmgndinni Bugsg Malone. En ég nenni ekki að bíða þangað til ég verð 16 eða 18 ára til þess að komast í leik- listarskóla. Er enginn leik- listarskóli fyrir börn hér á íslandi? Hvernig getur mað- ur orðið krakkaleikari þegar engir leiklistarskólar eru fyrir krakka? Hvernig fer ég að því að verða valin í leikrit, barna- leikrit eða bara venjulegt leikrit?En í kvikmyndir?Ég vœri sko löngu farin til út- landa í leiklistarskóla ef fjölskylda mín hefði efni á því að kosta mig þangað! Að lokum ein plakatósk: Viltu birta mynd úr Bugsy Malone eða mynd af Scott Baio þegar hann lék Bugsy Malone. Bœ, bæ, Ein ráðþrota. Þú ert greinilega mjög ákveðin ung kona, með ákveðnar skoðanir á lífinu. Já, það er mjög bagalegt að það skuli ekki vera til leiklistarskólar fyrir börn hér á landi. En leiklistar- klúbbar í skólum landsins hafa yfirleitt sinnt því hlut- verki að vera útungunar- stöðvar fyrir efnileg leik- araefni. Er enginn slíkur klúbbur í þínum skóla? Ef ekki þá ættir þú bara að drífa í því að stofna einn slíkan og fá síðan góðan leiðbeinanda til að stjórna hópnum. Síðan er hægt að sýna árangurinn á árshátíð eða jólum eða bara hafa al- mennilega frumsýningu. Hvernig líst þér á þá hug- mynd? Varðandi spurningar þín- ar um val á leikurum er það líklegast sama gamla sagan sem ræður mestu þar, maður þekkir mann sem þekkir mann sem. . . Stundum er þó auglýst eftir ungum leikurum, til dæmis þegar kvikmyndin JÖN ODDUR og JÖN BJARNI var tekin. Og þegar leikrit- ið ÓVITAR var sett upp í Þjóðleikhúsinu var gengið í leiklistarklúbba skólanna eftir herfangi. Svo þú sérð að það er um að gera að hafa augun opin og vera vakandi yfir öllum tæki- færum sem bjóðast. Hver veit nema Pósturinn eigi eftir að sjá stjörnu þína skína seinna meir. Og Póst- urinn er búinn að leggja inn umsókn þína um plakat úr Bugsy Malone. Spurningar að austan Kœri Póstur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa þér bréf svo Helga má ekki fá það en ég bið að heilsa henni. Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák og mig langar að byrja með honum en ég er ekki viss um hvort hann vill mig. Hvað á ég að gera ? Eg œtla að spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Hvað er að vera með lek- anda? 2. Hvernig getur maður verið viss um að strákur noti mann ekki? 3. Þegar maður afmeyjast og ekkert blóð kemur, hvað er þá að og hvers vegna kem- ur ekkert blóð ? 62 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.