Vikan


Vikan - 27.10.1983, Síða 21

Vikan - 27.10.1983, Síða 21
 >■ sem aöstoöarmaður á einkaleyfa- skrifstofu í Sviss. Hann notaði frí- stundir sínar til verksins og eini kostnaðurinn var þegar hann sendi skýrsluna um kenninguna til vísindatímarits. Þannig má segja aö mesta uppgötvun síðari alda hafi ekki kostað nema eitt frí- merki! Ljósaperan fundin upp á ný Ein af frægustu uppgötvunum allra tíma er ljósapera Edisons. Nú virðist hún á leið með að verða úrelt þar sem fyrirtæki í New Jer- sey í Bandaríkjunum hefur fundið upp fullkomnari ljósaperu. Duro- Test í New Jersey segir aö nýja ljósaperan muni endast 2500 stundir í stað 1000 stunda hjá venjulegum ljósaperum og að raf- magnsnotkun nýju peranna sé 50—60% minni en þeirra gömlu. I venjulegum perum hitar raf- magnsstraumur upp tungsten- blöndu og myndast þá ljós og hiti. Þessi gerð myndar níu sinnum meiri hita en ljós. Ljósapera Duro-Test fyrirtækisins er með lagi úr silfri og títaníum-díoxíði sem hleypir ljósinu í gegn en heldur hitanum inni í perunni. Þetta hitar tungsten-blönduna og þarf þá minna rafmagn til að hún lýsi og lengir það líf perunnar. Fyrirtækið er nú að hef ja fjölda- framleiöslu. Búist er við að nýja gerðin verði dýrari en sú gamla en gæði og langlífi perunnar ætti að bæta það upp. Draumar bjarga lífi Fyrsta verkfæri mannsins var ekki steinninn, hnífurinn eða spjótið. Það var draumurinn. Og sumir draumar björguðu lífi. Carl Sagan segir frá draumum háskólastúdenta í bókinni The Dragons of Eden. Þrír algengustu draumarnir voru draumar um að detta, um að vera eltur og að reyna að framkvæma verkefni en mistakast. Af hverju? Hvaðan komu draumarnir? Einfalt mál er að útskýra al- gengasta drauminn, drauminn um að detta. Aö öllum líkindum á hann uppruna sinn meðal forfeðra okkar sem bjuggu í trjám fyrir langa löngu. Ekki þurfti mikið til að detta úr trjánum. Ef þig langaði til að lifa af varðstu að vita nákvæmlega hvar þú varst. Þessi vitund, sem var fyrir hendi allan daginn, framlengdist svo inn í nóttina og gegndi þar því hlut- verki að koma í veg fyrir aö frum- maðurinn sneri sér við eða hreyfði sig í svefni sem gat auðvitað haft hræðilegar afleiðingar. „Mundu,” sagði draumurinn, „þú sefur uppi í tré en ekki á jörðinni.” Ánnar algengasti draumur há- skólastúdentanna — draumurinn um árás eða að vera eltur — hefur svipaðan uppruna. Auðvelt er að ímynda sér hvernig frummönnum hefur liðiö í nágrenni við sverð- tennt tígrisdýr. Þeir höfðu stöðug- ar áhyggjur af því að veröa étnir! Þriðji algengasti draumurinn, draumurinn um að mistakast eitt- hvert verkefni, er líklega sá merkilegasti því að hann er tákn- rænn fyrir baráttu mannsins gegn náttúruöflunum og hvernig hann notaði gáfur sínar til þeirrar bar- áttu. Draumurinn er yfirleitt um verkefni framkvæmt daginn áður, sem mistókst. Okkur dreymir þetta aftur og aftur og getum þannig athugað gerðir okkar og mistökin sem við gerðum. Frummanninn gæti hafa dreymt að hann væri að kasta steini á eftir veiðidýri og hefði það boriö lítinn árangur. Hann gæti hafa dreymt að í einni veiðiferðinni meiddi hann sig á beittri spýtu á hlaupum um skóginn. Gæti hann hafa séð tengslin? Daginn eftir vaknar hann, sér beitta spýtu og man allt í einu drauminn. Svona verkfæri gæti valdið miklum skaöa, hugsar hann. Og síðan heldur hann áfram út frá þessu . . . ogspjótiðerorðiðtil! Draumar voru sem sagt önnur leið til að horfa á hlutina. I svefni voru frummennirnir ekki truflaðir af ótal smáatriðum, eins og á daginn, og gátu því þróað hug- myndir sínar þar. Grænlandsjökull virkjaður? Vísindamenn kanna nú mögu- leika á því að virkja Grænlands- jökul. Á hverju sumri bráðnar hluti hans niður og rennur óvirkj- aöur til sjávar. Hugmyndir hafa komiö fram um að byggja risa- stíflur og safna þar vatni sem síöan yrði notað til að knýja raf- hverfla. Þessir sömu vísinda- menn, sem eru bandarískir, reikna auðvitað með að rafmagnið verði flutt úr landi með neðansjáv- arrafstrengjum til hinna orku- gráðugu Bandaríkja. Hvað skyldu Grænlendingar segja um þetta? 13 43. tbl. Víkan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.