Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 6

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 6
Vikan í Færeyjaferð: Gegnum fjöllin liggur Texti: Sigurður Hreiðar Myndir: Álfheiður Guðlaugsdóttir Enn er komið kvöld og við erum komin inn á Hótel Norð á Viðar- eiði, nyrstu byggð nyrstu eyjar- innar, Viðeyjar. Fyrir norðan okk- ur er aðeins Villingadalsfjall, gneypt og hömrum girt, og Enni- berg norður af því, síðan ekkert fyrr en ísinn utan um norðurpól- inn. Hér eru húsin fá og hér ræður kyrrðin ríkjum. Hér er staðurinn til að hvílast og gera ekkert. Hótelið er nýlegt og notalegt og maður er ekki jafngersamlega verndaður fyrir gargi ljósvaka- fjölmiðla og á suðurendanum, hér er þó allténd útvarp í matsalnum. Og áðan heyrðum við í kvöld- kyrrðinni í útvarpi í bfl eða húsi hinum megin í dalnum. Það var lagið: í bljúgri bæn og þökk til þín... En jafnvel hér á þessum kyrr- láta og rómantíska stað, þar sem maður hefur á tilfinningunni að vera kominn talsvert nærri himn- inum, er guðshúsið rammgert og harðlokað. Smyrill bar okkur til Tórshavn- ar aftur klukkan tíu í morgun í sama blíðskaparveðrinu og við höfum haft síðan við lentum á Egilsstaöaflugvelli á fimmtudag- inn var. Við gerðum stuttan stans í Tórshavn, glöggvuðum okkur á hvert við værum að fara og reikuðum um trjágaröinn um hríð; þar eru mörg tré orðin stór- vaxin en um margt líktist hann í okkar augum fremur frumskógi en lystigarði. Birkið var kyrkings- legt, enda forlúsugt, kannski hafa færeyskir lesið endemis dellupés- ann sem sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu gáfu út í vor um skrúðgarðagerð og -hirðu. Þarna lágu mörg tré út af, aðallega fura, rifin upp með rótum og fylgdi torfa af þeim grunna jarðvegi sem ræturnar höföu að halda sér í, og á einum staö var eins og eldingu hefði lostið niöur í svona furulund því trén lágu eins og út frá mið- punkti. Annars staðar stóðu löngu dauö lerkitré og greinarnar voru vaxnar hörðum, ljósgráum mosa sem glitraði í sólskininu. Upp yfir þetta gnæfir svo steingerður sjó- maður sem horfir lítiö eitt álútur til hafs, minnismerki um fær- eyska sjómenn sem fórust viö störf sín á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Svo tókum við stefnuna sem leið liggur upp eftir Straumey, inn yfir fjöll og hálsa á afbragðsgóðum, tvíbreiðum vegi með bundnu slit- lagi eins og okkur hefur sýnst hver einasti vegarspotti hér hafa, allt heim í hlað á húsunum. Hvílíkur munur! Ætli það hafi ekki verið bráðræöi hjá okkur að segja skilið við dönsku krúnuna svona fljótt! — Við sjáum ofan í Kaldbaksf jörð, þröngan og djúpan, förum meö- fram Kollafirði norðanverðum, gegnum Hósvík og Hvalvík, fyrir Stráumnes og á brú yfir Sundini undan Rossafelli. Þar með erum við komin yfir á Eysturoy og för- um rakleitt gegnum næsta fjall í þriggja kílómetra löngum jarð- göngum með tvíbreiðri akbraut. Fáum orö að láni Hvílíkur munur að þurfa ekki að klifrast yfir það, fimm hundruð metra hátt, því þótt Lödugreyið sé spræk og vinni vel er hún andskot- anum þyngri í stýri og leggur fjarska lítið á. En það er fleira aödáunarvert við þessi göng en hve mjög þau stytta leiðina, og það er færeyska heitið á þeim. Þau heita „berghol” og hlýtur hver maður að sjá hversu miklu fallegra þaö heiti er heldur en „jarðgöng”. Ég legg til að við fá- um þetta orð að láni úr þessari ná- skyldu frændtungu okkar. Og fyrr en varir erum við komin niður í Skálafjörð en rífum okkur jafnskjótt upp úr honum og yfir í Götuvík, krækjum fyrir Ritufjall og erum komin til Leirvíkur. Það er enn ekki liðinn klukkutími síöan við lögðum upp frá Tórshavn en góður klukkutími þangaö til „.jan á að fara yfir til Klakksvíkur. Það hefur dregið að, dálítill ýringur úr lofti, þó ekki svo að sjái á steini, heldur til að minna okkur á að 6 Vikan 33. tbl. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.