Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 16

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 16
Eitthvað hefur verið tœpt á þvi áður hór á siðum VIKUNNAR að í ilmvatnsiðnaðinum sáu miklir pen- ingar og fátt til sparað þegar koma á einu ilmvatr^glasi i hendur neyt- enda. Á siðasta ári kom á markað- inn eitt nýtt frá Lancome — Trophóe — sem framleitt er með sportistana i huga. Þar gildir sama lyktin fyrir bœði kynin og á glasinu er mynd af golfkappa í sveiflu. Tappinn er svo eins og punkturinn yfir i-ið, formaður eins og smœkkuð golfkúla. En einhvern veginn varð að kynna framleiðsluna bráðsnjöllu og þá kom til kasta auglýsingameistar- anna. Fyrsta skrefið var að leigja Lafayette-galleríin í Paris, við Boulevard Haussmann, teppa- leggja þar sali og ganga með grænum dregli og halda púttkeppni með helstu meisturum heimsins. Svo var aðalkeppnin sjálf, Le Trophée Lancome, sem haldin var um haustið i Trouville. Þetta var sú fjórtánda af slíku tagi haldin á vegum Lancome og fyrri sigur- vegarar eru engir aðrir en smástirni eins og Ballesteros, Palmer, Graham, Trevino, Miller og svo mætti lengi telja. Engar smáupp- hæðir fjúka við húllumhæ af þessu tagi, en ilmvatninu er ætlað að borga ailtílokin. Verðlaunagripur var afhentur vinningshafa keppninnar ásamt ávísun upp á eina milijón franskra franka. Gripurinn var svo enginn venjulegur gylltur golfkail úr plasti eins og algengast var hér til skamms tíma heldur höggmynd eftir Igor Mitorag. Hún sýnir karl- búk með golfkúlu i hjartastað og einhver myndi reyna að halda því fram að listamaðurinn legði út af karlrembuhugtakinu lika. Eða kannski frekar þessu með pung- rottuna? En myndin er sterk og því nokkuð rökrótt að álykta að þarna hefði verið á ferðinni einhver þekktur þar ytra. Árni Þ. Jónsson, okkar maður i Paris, átti leið um sýningu mikla i Grand Paiais á dögunum og smellti þar mynd af kvenmannsbúk i styttuformi sem honum fannst nokkuð vel heppnaður. Og hérna á ritstjórn var fljótgert að draga fram annað eftir þennan sama listamann, nefnilega golfverðlaunin sem okkur bárust myndir af talsverður áður. Hand- bragðið er auðþekkjanlegt og örugglega ekki á allra færi að fá helstu goiffrika heimsins ásamt toppinum úr franska snobbliðinu til að falla i stafi yfir handverkinu. En samt væri illgirni að láta sér til hugar koma að listamaðurinn væri að gera grin að allri heilu hersing- unnil — Eða hvað? Ekkert til sparað Texti: Borghildur Anna .......
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.