Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 41
hvort hálsbindið væri rétt á hon-
um.
— Já, sagði hún, það er svo sem
nógu rétt, en þú færð þetta starf
ekki þrátt fyrir þaö. Þaö er farið
eftir allt öðru nú orðiö en útliti
fólks og klæðaburði.
—Vogun vinnur, vogun tapar,
sagði Antonsen æörulaust og lagði
af staö í heimsókn til starfs-
mannastjóra stórverslunarinnar.
— Það er út að þessu starfi hér,
sagði hann og veifaði auglýsing-
unni fyrir framan nefið á starfs-
mannastjóranum.
— Hefurðu gegnt svipuðu starfi
áöur? spurði starfsmannastjór-
inn.
— Nei.
— Ertu alveg reynslulaus á
þessu sviði?
Antonsen kinkaði kolli. Hann
var það. Starfsmannastjórinn sat
andartak íhugull og horfði stíft á
Antonsen. Antonsen sýndi engin
svipbrigði. Hann sat bara þarna
friðsæll og óáreitinn á svip. Allt í
einu rauk starfsmannastjórinn
upp í bræðis- og/eða æðiskasti:
— Hvað í fjáranum heldurðu
eiginlega að þú sért, maður
minn? urraði hann. Þú hefur
aldrei gegnt svipuðu starfi og
samt kemurðu hingað og kjaftar
þig inn á mig og sóar tíma mínum
til einskis. Svona lítið skítseiði.
— Nú, já... . . hva? tautaði
Antonsen án þess svo mikið sem
að blikna.
— Heldurðu kannski að ég hafi
ekkert annað að gera? hélt starfs-
mannastjórinn áfram. Þú hlýtur
að vera alvarlega heilaskaddaður,
maðurminn!
— Þegar starfið er auglýst laust
til umsóknar þá hefur maður nú
líklegast leyfi til að sækja um það,
sagði Antonsen með óhagganlegri
ró og án þess að haggast í sæti
sínu. Starfsmannastjórinn benti á
dyrnar.
— Farðu! hvæsti hann, litli
hringormur!
Antonsen sat áfram eins og ekk-
ert hefði í skorist. Starfsmanna-
stjórinn hristi höfuðið með upp-
gjafarsvip. Það lék blendið bros
um þunnar varir hans.
— Það er þér auðvitað andlega
ofviða að koma því inn í þinn
þykka grautarhaus, litla skítseiði,
að þú ert að sóa bæöi þínum tíma
og mínum til einskis.
— Skítseiði, endurtók Antonsen
stillilega, það er ærumeiðing.
Starfsmannastjórinn þaut upp.
— Og hvað með það? spurði
hann hraðmæltur.
Þýöandi: Anna
— O, svo sem ekki neitt, sagöi
Antonsen.
— Starfsmannastjórinn greip í
hnakkadrambið á honum.
— Pissumaur, hrópaði hann
öskuillur, ég skal koma þér héöan.
Ég fer beint til forstjórans og þá
verður þér hent út umsvifalaust!
— Ég er nú ekki ráðinn enn,
leyföi Antonsen sér aö upplýsa
starfsmannastjórann.
— Ég gleymi aldrei andliti,
öskraði hann, og síst af öllu svona
bjánafési eins og þínu. Þú, þetta
litla, skitna, klamberaða bómull-
arandlit!
— Taktu þaö bara rólega, sagöi
Antonsen stillilega, sjáðu hvað ég
er rólegur.
Nú rauk starfsmannastjórinn í
hann og greip í bindið á honum.
— Og ertu svo ósvífinn líka?
hrópaði hann og var orðinn rjóður
í framan af æsingi, svona nefapi,
andalúsíski geitahirðir! Þú getur
bölvað þér upp á að ég klaga þig
fyrir yfirmönnunum þínum!
Bíddu bara, litli lúsablesi!
— Ég hef nú enga yfirmenn,
takk fyrir, sagöi Antonsen og píröi
litlu kringlóttu augun sín góðlát-
lega að starfsmannastjóranum
óöa. En ég get útvegað mér þá ef
þú ræöur mig í starfið!
Starfsmannastjórinn lét sig síga
niður í stólinn sinn. Hann kveikti
sér í sígarettu og blés reyknum
yfir Antonsen. Svo hallaði hann
sér fram yfir boröið og spuröi með
ýktuminnileik:
— Hvað myndir þú gera ef ég
kallaði þig hér og nú mesta
kraftídjót sem til er?
— Ekkert, sagði Antonsen.
— Myndirðu ekki rjúka upp,
missa stjórn á þér, grípa mig
kverkataki og fleygja mér út af
skrifstofunni?
— 0, nei, nei, nei!
— Kraftídjót! orgaði starfs-
mannastjórinn svo hátt að
Antonsen féll næstum því úr sæti
sínu. Hann hagræddi bindinu
aðeins lítið eitt. Síðan leit hann
djarflega beint framan í starfs-
mannastjórann og hagræddi sér í
sætinu. Annað gerðist nú ekki.
Starfsmannastjórinn stóð upp og
klappaði honum duglega á öxlina.
— Þú færð starfið, ekki
spurning! sagði hann. Þú ert ein-
mitt sá sem við erum að leita að.
Þú byrjar á morgun.
Daginn eftir sat Antonsen í litlu
afdrepi í fjarlægasta horni stór-
markaðarins. Á skilti ofan við
borðið hans var letraö stutt og lag-
gott: KVARTANIR:
\S
Stjörnuspá
Hrúturinn 21. mars-20. apríl
Þú hefur verið í graut-
fúlu skapi að undan-
förnu og gert fólki í
kringum þig lífið leitt.
Þú mátt til með að
læra aö hemja þig
svolítið og muna að
annað fólk á alveg nóg
með aö hugsa um sig!
NautiAM. apríl - 21. mai
Þú ert ekki alveg viss
um að lífið hafi tekið
þá stefnu sem þú
óskar nú upp á síð-
kastið. Þú hefur til-
hneigingu til aö halda
aö grasiö sé alltaf
grænna hinum megin,
slíkt erímyndunein.
Krabbinn 22. júni - 23. júli
Það hefur verið margt
fólk í kringum þig að
undanförnu og þú
hefur haft nóg að
gera. Það veröa því
viðbrigði þegar allt
fer að ganga hægar.
Njóttu þess þó meðan
þaö varir.
Vrgin 24. sept. - 23. okt.
Það þýðir ekkert fyrir
þig að reyna að
forðast ákveðinn fjöl-
skyldumeðlim sem
óskar eftir hjálp
þinni. I staðinn færö
þú tækifæri til að sýna
hvað í þér býr, en það
mun reynast þér
ómetanlegt seinna
meir.
Steingeitin 22. des. - 20. jan.
Yfirleitt líöur þér best
þegar hlutirnir ganga
sinn vanagang. En þú
skilar líka mjög
góðum árangri undir
miklum þrýstingi og
meö þeim hætti munt
þú taka örlagaríkt
skref á frama-
brautinni á næstunni.
Ljónið 24. júli - 24. ágúst
Þér hættir til að velja
vini þína eftir nota-
gildi sem er ekki góð
leið til að eignast
virkilega góða, sanna
vini. Ef þú gerir þér
grein fyrir þessu þá
ættir þú auðveldlega
að geta kippt því í lið-
inn.
Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv.
Þú hefur átt í ein-
hverjum peninga-
örðugleikum og þú
vonast helst til þess að
eitthvert kraftaverk
hjálpi þér úr þeim
vandræðum. Nú er
kominn tími til að þú
treystir á sjálfan þig,
annars stefnir þú í
voða.
Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr.
Einhver ber undir þig
mjög spennandi hug-
mynd sem þú þarft að
taka ákvörðun um
hvort veröi fram-
kvæmd. Leitaðu ráða
hjá reyndara fólki og
skoðaðu allar hliðar á
málinu áður en þú
tekur ákvörðun.
Tvíburarnir 22. mai-21. júní
Þú varst búin að
hlakka mikið til þess
að ákveðinn við-
buröur geröist sem
síðan fór hálfpartinn
út um þúfur. En þú
þarft ekki að örvænta
því að á næstu vikum
munt þú upplifa
skemmtilegustu at-
burði lífs þíns.
Meyjan 24. ágúst - 23. sept.
Þú munt upplifa mjög
sérstakan hlut á
næstu dögum og þú
munt muna það alla
þína ævi. Láttu þér
ekki bregða þótt
gamlir vinir skjóti
óvænt upp kollinum
og flytji þér ein-
hverjar óvæntar
fréttir.
Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des.
Margir eru ginn-
keyptir fyrir smjaöri
og þú átt erfitt meö aö
standast slíkt. Gættu
þín samt vel á ákveð-
inni persónu sem
gerir allt til að nálgast
þig. Það er breytingar
framundan hjá þér.
Fiskarnir 20. febr. — 20. mars
Þér leiðist mjög eitt-
hvað sem þú heyrir og
þú átt bágt meö að
trúa því. Leggðu þaö
ekki í vana þinn aö
bera út sögur án þess
aö fullreyna fyrst
hvort þær séu í raun
sannar.
33. tbl. Vikan 41