Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 45

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 45
betur! ” Hann rýndi á hana, svign- aði allt í einu til. „Og það er tölu- vert fleira sem þú veist ekki, tölu- vert fleira sem þú færð aldrei að vita vegna þess að þú heyrir ekki til hérna út frá. Þú hefur ekki kjarkinn. Þú hefur ekki sálina. Þú ert ekki nýtileg til neins — hreint ekki neins nema kannski...” „Segðu mér þaö þá.” Hún and- aði ört. „Segöu mér það, Buchan- an. Tilhversdugi ég?” Þokukennd augu hans horfðu meö erfiðismunum í augu hennar. Núna var hann ákaflega nærri. Hún fann viskílyktina, leður- og svitalykt. Rólega, blíðulaust greip hann um báða handleggi hennar, fingur hans klipu í hold hennar. Hún gretti sig en horfði einbeitt í augu hans. Hjarta hennar barðist tryllings- lega, svo tryllt að hann hlaut að finna það þegar hann dró hana að sér. En henni stóð á sama. Dráp gamla indíánans hafði sýnt henni allt í einu, líkt og í leiftri eldingar, allt sem hún hafði viljað vita um þennan mann — allt sem hann hafði leynt hana. „Jæja, Buchanan?” sagði hún mjúklega, erti hann og saup hvelj- ur þegar armar hans spenntust umhana. Svo var munnur hans á hennar, ruddalega og hún barðist um til að losna en hann hélt henni fast. Það var saltbragð af vörum hans. Hann hallaði sér frá, kippti í hárið á henni, horfði hungraöur í andlit hennar. Nú var hún hrædd — það virtist ekkert vit í þessu augnaráði. Það var nærri því blint. Hún reyndi að rykkja sér lausri en hann var aftur farinn að kyssa hana, ekki lengur ruddalega held- ur ákveðið og blítt. Varir Catherine skildust og allt í einu var hún byrjuð að svara kossum hans og hvílast í faðmlagi hans sem nú var blíðlegt, þrýsti henni að honum, studdi hana. Þegar munnur hans hvarf frá henni heyrði hún sjálfa sig and- varpa. „Buchanan...” Og allt í einu hélt hann henni armslengd frá sér og rödd hans var eins og svipuhögg. „Líður þér betur núna, þegar þú hefur lotið svo lágt að eiga við leiguliðann?” Henni brá eins og hellt hefði verið yfir hana fötu með köldu vatni. Hún rykkti hægri handlegg sínum lausum og sló hann fast í andlitið. Ævareið horfði hún á hann hrista höfuðið; svo voru augu hans ekki lengur þokukennd heldur skýr og full af bræði. Hann hristi hana ofsalega og þeytti henni frá sér upp að trjá- stofninum. Móð og hjálparvana var hún aftur komin í faðm hans. Hún barðist um, missti fótfestuna og þau féllu til jarðar, lentu illa. Ringluð og meidd leit hún upp í andlit hans sem fyllti sólarlags- gullinn himininn fyrir ofan hana. Svo voru varir hans á hálsi henn- ar. Nú voru þær blíðar, hlýjar. Hún gat aftur andaö, hugsað skýrt. . . og hún vissi hvaö hún varð að gera. Af ásettu ráði bældi hún niöur löngunina til að láta undan í örmum hans, til að draga höfuð hans niður til sín. Þess í stað spennti hún líkamann eins og hún gat og beið eftir að hann lyfti höföi og liti á hana. Þá tók hún til máls. „Segðu mér eitt, Buchanan,” sagði hún. „Ertu nokkuð skárri en Pete Cordell?” Svipur hans breyttist sam- stundis. Blíðan hvarf og sársauk- inn kom aftur í augun. Hann flýtti sér frá henni, reis á fætur, gnæfði sem snöggvast yfir henni áður en hann snerisér frá. Hún skreiddist á fætur, fylgdist með honum. Hann hafði gengið þangaö sem hatturinn hans haföi dottið af honum og laut fram til að taka hann upp. Hann var ekki lengur óstöðugur á fótunum. Hún beið meðan hann sló hatt- inum á lær sér og setti hann upp. Hjartað barðist í brjósti hennar þegar hann sneri sér að henni. Jafnvel þó hún hefði stöðvað hann, aðeins eitt góðlátlegt orð núna, eitt dapurlegt augnaráð... „Þú komst til að biðjast afsök- unar, ungfrú Davenport. Þú ert búin að biðjast afsökunar. Nú er- umviðkvitt.” Augu hans voru hörð sem tinna. Hún sneri sér undan, greip um beislistauminn og fór hjálparlaust á bak, stýrði hryssunni gætilega niður grýtta hlíðina, forðaðist að líta við. Þegar hryssan kom inn í gilið hélt Catherine aftur af reiðitárum. En reiðin beindist að henni sjálfri, ekki Buchanan, vegna þess að hún hafði blátt áfram notið — fagnað — vörum hans á sínum. Og eitt til- tekiö andartak haföi hún brugðist við honum á þann hátt sem hún hafði aldrei kynnst hjá nokkrum manni öðrum... CATHERINE hafði lokiö við að borða áður en Buchanan kom til búðanna. Það kom henni á óvart að hann kom aö varðeldinum þeirra eins og vanalega en svo átt- aði hún sig allt í einu á að hann myndi ekki láta neitt trufla vand- lega skipulagðan vanaganginn í búöunum. Hann borðaði ekkert heldur sat og starði inn í eldinn og drakk svartkaffi. Hún kærði sig ekki um að gera sér í hugarlund hvað hann væri að hugsa. Með þegjandi samkomu- lagi skiptu þau sér ekki hvort af öðru. Catherine stússaðist í vagn- inum, steig einu sinni yfir fæturna á honum til að fleygja einhverju í eldinn. Hann bærði ekki á sér, virtist ekki einu sinni taka eftir þrumunum sem glumdu fyrir ofan þau. Vagnarnir voru í næturstaö í þröngu skarði og margir urðu óró- legir yfir eldingunum. Þegar loks fór að rigna leituðu allir skjóls. Buchanan sat viö eldinn þangaö til Pete Cordell birtist meö tóman poka yfir höfði sínu og öxlum. „Stefnirðu að því að sitja hér í alla nótt?” Buchanan bærði á sér, skvetti kaffidreggjunum í hvæsandi eld- inn, stóð upp og teygði úr sér líkt og regnið væri ekki að gegnvæta hann. Hann tautaöi eitthvað við Cordell og þeir gengu af stað inn í myrkrið. Um morguninn hlaut Buchanan að hafa stórkostlega timburmenn. Catherine, sem sat fremst í vagn- inum og gerði við rifið pils, horfði hugsi á eftir þeim. En svo hossaðist stormlukt í gegnum ausandi rigninguna hjá henni og Sarah Eastlake gægðist inn í vagninn. Bjarminn frá lukt- inni sýndi greinilega fölt andlit hennar og áhyggjufull augu. „Cathy! Mér þykir fyrir því að ónáða þig, en geturðu komið yfir? Ég er hrædd um Nancy.” „Ég get ekki sagt um það fyrir víst. Hún hefur verið svo þögul síö- ustu dagana. En allt í einu er eins og hún hafi gefist upp og ekkert sem ég segi virðist koma að haldi.” Catherine setti skefld frá sér saumana og teygði sig eftir sláinu sínu í því að Emmeline kom að op- inu. „Ermamma veik?” „Ekki beinlínis veik en hún þarfnast Cathy. Vertu hérna svo- litla stund hjá Charity. Ég skal senda Milt hingað með hvolpinn.” Regniö buldi á Catherine þegar hún hljóp með Sarah yfir í næsta vagn. Milton, sem þegar hafði ver- ið látinn vita, var tilbúinn að hlaupa um leið og þær komu. Nancy lá inni í vagninum, alklædd, fölt andlit hennar vott af tárum, líkaminn bifaðist af þögl- um ekkasogum. „Nancy!” Catherine kraup hjá henni. „Hvaö í ósköpunum er að?” Nancy hélt áfram að gráta, forðaðist að líta á Catherine. „Nancy!” Catherine var hvöss í máli. „Svona, sestu upp og segðu mér þaö. Ég lofaði Robert aö við myndum öll hjálpast að. Við verðum alltaf að treysta hvert öðru.” Styrkar hendur Catherine hjálpuðu Nancy hægt að setjast upp. „Robert myndi ekki vilja sjá þig svona og þú veist það. ” Þá leit Nancy beint á hana. „Það er auövelt fyrir þig að segja það, Cathy. Þú þekktir Robert ekki nema fáeinar vikur! ” „Eg þekkti hann nægilega lengi til að gera mér grein fyrir því að draumurinn hans náði til ykkar allra. Þú kemst ekki til Kaliforníu átárunum.” „Draumur!” Nancy and- varpaöi harmþrungið. „Það var það eina sem það var — draumur. Við hefðum öll átt að snúa við í St. Joseph þegar við höfðum tækifæri til. Núna eigum við ekkert eftir.” „Snúa við! ” Catherine hækkaði röddina hrelld. „Hvers konar upp- gjöf er þetta? Við eigum allt, Nancy, svo framarlega sem við stöndum öll saman.” Nancy starði á Catherine með glampandi augu. „Maðurinn minn er dáinn, Cathy, grafinn þarna í Missouri. Ég skildi hann þar eftir — ég yfir- gafhann!” Hún kjökraði nístandi og gróf andlitið í höndum sér. „Þannig hefur hún látið alla vikuna,” hvíslaði Sarah. „Ég vildi ekki ónáða þig eða að Emmeline hef ði áhygg jur af henni. ’ ’ Cahterine tók utan um Nancy og reyndi og hugga hana. Loks dvínaöi ekkinn og hún varð ró- legri. „Ég vildi ekki fara af sléttunni, Cathy. Þegar við verðum komin upp í Klettafjöll getum við aldrei snúiðvið.” „Það kemur ekki til mála að snúa við, elskan mín.” „Ekki fyrir þig — þú ert ekki flækt í þetta, þú hefur aldrei verið 33. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.