Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 35

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 35
Iff Draumar Tveir draumar Kæri draumráðandi. Eg œtlaði að athuga hvort ég kæmist ekki líka á síðuna hjá þér meðþessa tvo draumal 1. Draumurinn byrjar þannig að ég er inni í herbergi hjá mér þegar mamma opnar útidyrnar og hundurinn minn œtlar að hlaupa niður stigann og út. Eg stekk á hann við útidyrnar og næ í síðuna á honum. Hann brýst svo mikið um að ég er allt t einu komin á hnén og held í rófuna á honum til að varna honum að hlaupa út. En svo finnst mér allt í einu að hann fari út og sleppi honum. Eg skipti snögglega um skoðun og vil fá hann aftur inn og hleyp á eftir honum. Æsingurinn er svo mikill í mér þegar ég kem út að ég renn í snjónum og dett. Eg hugsa ekkert um það og leita bara að honum. Það var myrkur úti og gott veður en samt var allt eitt- hvað svo bjart. Eg sé hundinn á götunni og hann kemur en íþví hann nálgast mig kemur bíll og keyriryfir hann. Eg öskra en svo finnst mér ekkert hafa komið fyrir hundinn en svo hverfur bíllinn og ég sé hundinn betur. Hægri fóturinn á honum er allur í blóði. Hann haltrar til mín og er svolítið sneyptur fyrir að óhlýðnast mér og fara út. Eg stend bara á göt- unni og held utan um höfuðið á mér og hágrenja. 2. Eg er á strætóstoppistöð að bíða eftir strætó. Allt í einu er ég búin að klifra upp háan stein- vegg sem er þarna rétt hjá. Strætó kemur og einhver kallar á mig að koma niður og ég renni mér niður Ijósastaur þarna við hliðina á mér. A leiðinni niður rek ég hægri höndina í vegginn og silfurhringur, sem ég var með á þeirri hendi (þennan hring á ég), skemmist einhvern veginn. Steinninn, sem hafði verið egg- laga (rauður), var orðinn alveg blóðrauður og þegar ég leit undir hann var hann appelsínugulur neðst og svo hvítur en svo blóð- rauður. Blóðrauða röndin (þetta var eins og kúptar rendur) var breiðust, svo kom hvíta röndin sem var töluvert rnjórri en allra síðast var appelsínugula röndin sem var helmingi mjórri en hvíta röndin. Skrítnast viðþetta fannst mér það að steinninn var búinn að snúast við en hann var upp- haflega öðruvísi og festingarnar, sem halda honum, voru horfnar. En þrátt fyrir það var hann blý- fasturá hringnum. Jæja, vonandi skilur þú eitt- hvað af þessu. Þú styttir bara bréfið ef þess þarf. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. S.H.S.F. Fyrridraumur: Hundurinn er tákn um eitthvað sem þér er mjög kært og verður fyrir einhverri ógn eða skakka- föllum. Blóðið bendir til aö veikindi geti spilað þar inn í en gráturinn í lokin er ótvírætt tákn um aö allt fer vel að lokum. Bíllinn bendir til að þér standi mikil ógn af því sem kemur upp á í þessu máli sem þér er svona kært (það gæti líka verið einstaklingur sem þér er mjög kær). Seinni draumur: Þú ræðst til atlögu við ein- hverja hindrun og sigrast á henni og verður að taka dálítið djarfa ákvörðun. Ekki verður þetta með öllu án fórna því einhverjar breytingar verða á sambandi þínu við vini þína og er þar um fleira en eitt að ræða. Sumir munu reynast þér tryggari en þú áttir von á, aðrir breytast í viðmóti eftir að þín aðstaða hefur að einhverju leyti breyst. Það geta orðið miklar breytingar á högum einhvers vina þinna en vinátta þess aðila er jafn- traust og áður, jafnvel þótt eitt- hvað geti hafa komið upp á sem hefði getað stefnt þeirri vináttu í voða. Þrír nýfæddir strákar Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir stuttu draum sem mig langar að láta ráða. Það skiptir mig miklu máli. En svona er draumurinn: Mér fannst ég vera ófrísk og vera komin þónokkuð langt á leið. Mér fannst mamma vera ófrísk líka. Svo fannst mér við eiga sama daginn, mamma átti tvíbura og ég eitt. Þetta voru allt strákar. Strákar mömmu voru dökk- hœrðir en minn Ijósrauðhærður. Mér fannst tvö börnin vera að deyja, mitt og annað mömmu. Eg fór eitthvað að gá að þeim og sá að það var lífsmark meðþeim. Eg fór eitthvað að nudda drengina og kom í þá lífi. Svo lagði ég barn mönmu frá mér en gaf mínu að drekka. Svo fannst mér ég allt í einu vera í húsi hérna á S. Það var fullt af fólki í húsinu, mestallt karlmenn. Eg þekkti engan þeirra en ég þekkti eina stelpu sem var þarna, hún heitir A. Við fórum að kjafta saman um eitthvað. Svo þekkti ég líka konuna sem á heima í húsinu, ég er ekki viss um hvað hún heitir en hún er kölluð L. Eg settist við borð og fékk mér að drekka. Mér fannst allir vera að glápa á mig og einhverjir karlar að reyna við mig. Eg var skít- hrædd við þá og flúði út. Þá fannst mér ég vera hjá einhverju húsi og það voru nokkrir krakkar þar. Eg man að ég þekkti þrjá sem heita G,B og K. Svo fannst mér K biðja mig að koma og tala við sig og ég labbaði eitthvað með honum. Svo spurði ég hann hvað hann vildi en hann varð svo vandræðalegur og sagði ekki neitt. Það var svolítil þögn, svo fór hann eitthvað að tala um barmð mitt, en hann var pabb- inn, og ég sagði bara við hann að sleppa þessu, þetta skipti ekki máli lengur. Þávaknaði ég. Jœja, ég held ég hafi þetta ekkilengra núna. Bæ, bæ. Einhver vandræði virðast fram undan (tæplega þó þau sem þú átt von á) og eitthvað ertu ráðvillt á þeim tíma. Það er í sjálfu sér lítið annað að gera en bíöa eftir aö þau gangi yfir því í þessu efni er lítið hægt að gera og gæti jafnvel spillt fyrir. Skynsamlegast aö láta fara sem minnst fyrir sér og alla vega að taka ekki neina áhættu í neinu sambandi meðan þetta tímabil gengur yfir því það tekur enda og hefur ekki neikvæð eftirköst. Búðu þig undir að hafa þig sem minnst í frammi, einkum gagnvart fjöl- skyldunni, og þá fer allt vel. 33. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.