Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 25

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 25
Eldhús Vikunnar Umsjón: Jón Ásgeir Amerísk áfengisráð Ávaxtavin og saft. Rabbarbaravín. 7 pd. rabbarbara-stangir. 7 pd. strausykur. 10 pottar vatn. Rabbarabara-stangirnar eru skornar í smá- stykki, án þess að taka hýðið af þeim, og svo soðnar í svolitlu vatni, þar til þær eru linar. Þá eru þær teknar upp í hreinu stykki og vökvinn látinn sjóða i 6 pottum af vatni, þar til búið er að fleyta alla froðu af þvi og svo er það tekið af eldinum og látið kólna. Þá er rabbarbara- vökvanum og sykurvatninu helt saman i 10 potta dunk. Þessi dunkur verður að hafa spúns- húll i miðju og annað minna i öðrum endanum, svo hægt sé að aftappa vínið þar. Dunkurinn er settur á tvær litlar hæðir, svo að ílát geti staðið undir honum, og lögurinn geti runnið þar í, sem freyðir yfir spúnshúllið. Það er látið stálþráðs- net yfir spúnshúllið, svo tappinn geti legið laus þar á og stuf eða ryk komist ekki i vínið. Dunk- urinn er látinn standa á hlýjum stað i 6 vikur og það er hrært í honum tvisvar á dag og alt af fylt á hann af leginum, sem freyðir í burtu við ger- inguna. Eftir sex vikur er tappi settur í dunkinn og hann fluttur á kaldan stað og látinn standa þar sex mánuði. Þá er vinið tappað af dúnkin- um á flöskur, og næsta dag eru flöskurnar til- lakkaðar. Bláberjavin. 35 pd. bláber. 17 kd. kalt, soðið vatn. 14 pd. strausykur. 5 kvint stuðaður Vinsteinn, 1 kvintTannin. 11/2 pd. rúsinur. Bláber sleppa ekki hæglega vökvanum. Eftir $8 býiQ.er að pressa þau i fyrsta sinn í 3/4 af vátAieU) nu þau tekin upp og látin í það sem eftir er áf-vatninu og pressuð enn á ný. Svo er vínsteinninn og tannínið látið bráðna i svolitlu sjóðandi vatni og helt saman við berjavatn- ið. — En ekki fyr en það vatn er orðið kalt, sem þeir voru bræddir i. Nú er alt hrært vel, þar til sykurinn er uppleystur. Svo er öllu helt á 36 potta dúnk og farið með eins og rhabarbara- vin. Fyllist dunkurinn ekki af þessu, verður að fylla hann með soðnu köldu vatni. Til þess að Geringin verði betri, er best að láta rúsinurnar i straks. Aðferðin við þetta er þannig, að rúsínurnar eru fyrst þvegnar vel i köldu vatni og marðar svolitið, — en ekki samt svo mikið að kjarninn merjist. Þar næst er helt yfir þær sjóðandi vatni og þær eltar með höndunum þar til kjarninn losnar frá. Þannig eru þær svo látnar standa i vatni 24 klukkutima. Að þeim tima liðnum eru þær pressaðar og saf- inn látinn í vinið. Krækiberja-vin. Berin eru sorteruð og þvegin, og þau af þeim, sem eru fullvaxin, eru látin í bala með gati við Við grípum enn til bókarinnar góðu, „Amerísk ráð", eftir Margréti Jónsdótt- ur, en við sögðum frá nokkrum upp- skriftum úr henni í síðustu Viku. í þetta skipti skýrum við frá aðferðum við vín- og ölgerð — og vörum alla aðra en hófs- menn við að lesa lengra. Ennfremur skal á það minnt að mestallt brugg er bannað með lögum, það er að segja þegar komið er upp fyrir 2,25 prósent áfengismagn í miðinum. löggina, með tappa í, svo ekkert spillist. Svo er sjóðandi vatni helt á berin, svo rétt fljóti yfir þau, og þegar þetta er orðið nógu kalt til að dýfa hendinni þar i, er vökvinn kreistur úr berjunum. Þá er stykki breitt yfir og þetta látið standa svona 4—5 daga. Þá er vökvinn úr þess- um bala látinn renna yfir í annan bala, og vökv- inn er látinn renna siaður i ilát er tekur kring um 1 pott af vökva. Móti hverjum potti af vökva er látið eitt pund af sykri. Líka má, ef vill, láta biða með að síja berin, þar til vökvanum er helt á dunkinn). Þetta er látið standa 10 daga og hrært i þvi tvisvar á dag. Síðan er alt siað og helt á dunk, sem ekki má vera stærri en svo, að fljóti yfir sponsgatið. Rúsínur eru látnar i, eins og i bláberjavín og síðan farið með þetta eins og rabbarbara-vín. Að brugga öl. Til þess að ölið verði gott, er áríðandi að sá stampur eða tunna, sem bruggað er i, sé vel hreint; best er að afbrenna það innan, áður en bruggað er, svo enginn smekkur verði. Hin fljótasta aðferð við að brugga ölið er: að búa til poka, t.d. úr haframjöispoka, sem passi þvi íláti, sem brugga á í og renna svo upp á, eins og þegar rent er á kaffikönnu. Þetta er lika það hægasta fyrir almenning. Poki þessi verður að vera hreinn, og aldrei má brúka hann til annars. Hann er útbúinn með gjörð sem er svolitið viðari en tunnan, svo hlemmurinn falli vel til. Gat verður að vera nálægt botninum á tunn- unni, sem tappi er settur i. Þar er ölið aftappað. Heimilis-öl. 30 pd. malt. 16 lóð humlar. 1—2pd. bygggrjón. 2 pd. florlin. 140 pottar vatn. Humlarnir eru lagðir í bleyti daginn áður en á að brugga. Vatnið, sem brugga á úr, er sett yfir eldinn og látið sjóða. Maltið er malað og látið i pokann ásamt gerinu. Þá er helt 12 pottum af heita vatninu og 16 af köldu á maltið og hrært i á meðan með hreinu tréskafti, sem ekki má nota til annars. Svo er hlemmur settur yfir. Eftir hálftíma er helt 16 pottum af sjóðandi vatni í maltpokann og aftur hrært i og svo lagður hlemmur yfir. Tvisvar er þannig bætt í maltpok- ann 16 pottum af sjóðandi vatni, með hálftíma millibili og hrært í þvi i hvert skifti og svo hlemmur settur yfir. Humlarnir og byggið er siðan soðið i 12 pottum af vatni i 2 tíma. Þá er seyðinu af þessu einnig helt upp i maltpokann og humlarnir skolaðir i 30 pottum af sjóðandi vatni — 15 pottum i hvert skifti — og öllu helt í maltpokann. Nú er aftur hrært vel í, og síðan er hlemmurinn settur aftur yfir og látið standa þar til það er 28 gráður á farenheit. Þá er pokinn hengdur upp yfir tunnunni og látið siga úr honum og sykrinum siðan hrært út í ölið. Næsta dag er pokinn tekinn burtu og geymdur. Hlemmur er settur yfir tunnuna og hún látin standa 10 daga áður en ölið er drukkið. Engifer-öl. 10 pd. púðursykur. 18 lóð sitrónu-vökvi. 1/2 pd. hunang. 22 lóð steytt Engifer-rót. 2 pd. florlin. 2 egg. 1 lóð sítrónulögur. 30 pottar vatn. Engifer-rótin er soðin hálftima i þrem pottum af vatni; svo er hinum efnunum bætt saman við. Eftir svolitla stund er alt tekið af eldinum og látið kólna. Þá er ölið siað. Svo eru eggjahviturnar þeyttar vel og hrærðar saman við og síðan sitrónulögurinn. Þetta er látið standa 4 daga og hrært i því tvisvar á dag. Síðan er þvi helt á flöskur og geymt i 2 — 3 mánuði. Fljótandi tilbúningur til að bursta tennur úr. Eau de Bottot. 8 lóð anisfræ. 2 lóð kanelbörkur. 2 drakma Cochineal. 2drakma Mintolia. 8pd. hreint sprit. r Hin þurru efni eru látin leysast upp i sprittinu i 8 daga. Og þetta er hrist oft á dag. Svo er það siað gegnum bómullarstykki og helt á flöskur. 33* tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.