Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 61

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 61
Bowie er alveg að verða búinn Ekki í þessum skilningi, asninn þinn! Hann er bara aö veröa búinn meö nýju plötuna. Sér til aðstoðar hefur hann aö þessu sinni fengið ungan Lundúnabúa, Derek Bramble, en sá hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína með fönkurum á borð við Linx og Junior (Mama Used To Say). Útgáfudagurinn hefur ekki enn veriö ákveðinn en áætlað er aö platan komi í búðir seinni part þessa árs. Það getur þýtt ágúst eða desember. Nafn hefur ekki fengist á gripinn en það skiptir ekki máli enn sem komið er, þaö verður auglýst síðar. Svona til að minna fólk á hvernig vinstra eyr- að á Boiwie lítur út látum við þessa snúddy mynd fylgja. David Bowie reynir að bræða járnbút með hugarorkunni einni saman. Smámynd Duran numero duo — John Taylor Og þá vindum við okkur í næsta Durangæja. Sá heitir John Taylor og er bassaleikari hljómsveitar- innar. Nigel John Taylor fæddist þann 20. júní árið 1960. Hann bjó alla bernsku sína í Hollywood sem er hverfi í Birmingham. Faðir hans, hvítflibbi í bílaverksmiðju, gaf honum fyrsta hljóðfærið þegar hann var 15 ára gamall, það var gítar en hans biðu þau leiðinlegu örlög aö liggja og safna ryki í tvö ár þar til John dustaði það af hon- um. 19 ára gamall heyrði hann í Chic og ákvaö að leggja bassann fyrir sig. Hann sér sennilega ekkert eftir þvý John stofnaði hljómsveitina með Nick og öðrum og í upphafi kom þeim Simon ekkert of vel saman því að þeir töldu sig báða ráða, John því að hann var stofn- andi og Simon af því að hann var söngvarinn. Þetta leiddi til ógur- legra rifrilda en að hans sögn er allt slíkt úr sögunni núna. John er sá meölimur Duran Duran sem hefur mest gaman af því að hitta fólk, fara út á kvöldin og sýna sig og sjá aðra. Hinir í hljómsveitinni segja hann vera á næturvaktinni í almennings- •tengsladeildinni. Hann er einn af þessum gaurum sem eru ekkert á því að gifta sig en hefur verið á föstu í langan tíma. Sú heppna heitir Janine Andrews, smástirni sem lék í Octopussy. Það er svolít- ið furðulegt en uppáhald Johns er einmitt James Bond myndir. Þeg- ar aðrir slappa af spila þeir plötu en John dregur þess í stað fram Bondspólu, þá helst Dr. No eða Goldfinger. Enn ein tilviljunin í sambandi við Bond delluna í hon- um er sú að hann á eldgamlan Aston-Martin, bíl eins og dobbeló- sevenn skaut óvinum sínum úr ■ með framsætinu. Börn eru engin, að minnsta kosti ekki hjá þeim. Framtíðardraumar hans eru eitthvað á þá leið að þegar hann er hættur í Duran Duran ætlar hann að fara út í kvikmyndir eða video- list og vera um leið svona gæi eins og Peter Holm, elskhugi Joan Collins, náunginn sem þarf ekki að leika en brosir bara með. Og að lokum: Hann hefur litaö oftar á sér hárið en hann getur talið. Myndin er af honum með uppruna- legan háralit, náttúrlega fyrir ut- an þessar rauðu í toppnum á hon- um. Núna eru þær hvítar en þær gætu allt eins verið sægrænar á morgun. Eruð þið nú ánægð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.