Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 11
Díana:
Hentug óléttuföt
fyrir prinsessur
Hin tággranna Díana prinsessa í
Bretaveldi þarf að kaupa sér ný
föt nú þegar hún er orðin kasólétt í
annað sinn (Kalli!). Prinsessurn-
ar í ævintýrunum hafa hingaö til
ekki þurft á slíku að halda en hver
veit nema hún sé að skapa nýja
ævintýraprinsessutísku. Að öðru
leyti herma nýjustu fréttir að
prinsessan sé óhress og lasin á
morgnana þó hún sé komin allt of
langt á leið til að kljást við venju-
lega morgunógleði. Góðu fréttirn-
ar eru svo að hún er komin með
ljósmyndadellu.
Þú ert ennþá
á blæjubilnum,
er þaá ekki?
Góðar fréttirl
Þeir eru hættir við helvítis stimpilklukkuna!
VERDLAUNAHAFI
G. H. er verðlaunahafinn að
þessu sinni og sendir eftirfarandi
bréf:
„Halló!
Mig langar til að senda nokkra
brandara í von um að verða svo
heppin að fá V ikuna senda heim. ’ ’
Og henni verður að ósk sinni. Við
þökkum fyrir okkur.
Einu sinni kom mjög virðulegur
og háttsettur maður i heimsókn til
foreldra Pálu litlu. Pálu var leyft
að færa honum sérriglas. Hún
rétti honum það og stóð svo og
starði á hann.
„Hvað var það, Pála mín?”
spurði hann.
„Mig langar svo til að sjá galdur-
inn þinn,” svaraði hún.
„Galdurinn, hvaða galdur er
það?” spurði gesturinn.
„Jú, pabbi sagði að þú drykkir
eins og svampur...!”
„Hvaö ætlar þú að gera við allan
þennan kúaskít?”
„Nota hann á jaröarberin.”
„Skrýtið, ég nota alltaf rjóma! ”
„Lögreglan segir að þú hafir verið
fullur og keyrt á 140 km hraða.
Varstu ekkert hræddur um að
lendaíárekstri?”
„Árekstri, herra dómari, á gang-
stéttinni?!!”
„Hvernig er þetta með þig, getur
þú ekki mætt á réttum tíma í
vinnuna? Áttu ekki vekjara-
klukku?”
„Jú, jú, en ég er alltaf sofandi
þegar húnhringir!”
Frúin: Ég sá að pósturinn kyssti
þig í morgun. í fyrramálið tek ég
sjálf á móti póstinum.
Dóttirin: Það þýðir ekkert,
mamma, hann kyssir enga nema
mig.”
© BULLS
33. tbl. Vikan II