Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 43

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 43
„Mennirnir vildu heldur að þú værir ekki hér.” Augu hans voru kuldaleg. „Farðu út og sestu á bak. Vertu tilbúin að fara. ” „En þú sagðir...” „Ég veit hvað ég sagði! Þessu er öðruvísi varið núna. Ertu að fara?” Hún skalf þegar hún dró þykka lokuna frá opinu og fór út. Reið og ringluð settist hún á bak hryssunni og tók viö taumnum af indíána sem hafði staðið þar eins og vörður. Buchanan hafði ekki bara áhyggjur. Hún vissi að hann var hræddur og allt í einu fann hún til hræðilegrar, nagandi forspár- kenndar. Hryssan hneggjaði óróleg og hún reyndi að halda í við hana, sneri hestinum í því að Buchanan kom út úr tjaldinu. Hann var þungbúinn þegar hann renndi rifflinum sínum úr hulstr- inu við hnakkinn, leit ekki á hana, hikaði ekki á leiðinni inn aftur. Það varð algjör þögn þar til riffilskot rauf friðsældina í búðun- um. Catherine horföi hrelld og hjálparvana á þögla indíánana. Þeir voru kyrrir, ósnortnir, sviplausir. Hryssan, sem var alveg aö verða ær, lét illa að stjórn. Svo birtist Buchanan aftur, tekinn í andliti. Hann kom riffl- inum fyrir í hulstrinu, settist á bak og reið af stað í áttina að vögnun- um. Catherine þurfti að hleypa til að ná honum og þreif reiðilega í tauminn hans til að hægja á hestinum. „! guðs bænum, Buchanan. Hvað gerðist þarna inni? ” Hann var fölur en í þetta sinn var það ekki af bræði. Hann tók tauminn sinn ósköp blíölega úr höndum hennar og þegar hann tók til máls var rödd hans hljóð, blæ- brigðalaus. „Ég skaut hann — það gerðist. Egskaut hann.” IMJOU GILI reið Catherine í veg fyrir skjótta hestinn og neyddi Buchanan til að stansa. Gneistar skutust undan hófum hestanna á grýttum gilbotninum þegar þau voru augliti til auglitis. „Eigum við að gera út um þetta hérna? Bara við tvö?” Augu Catherine loguðu. „Eða hjá vagn- lestinni — frammi fyrir á- heyrendum?” „Skiptu þér ekki af þessu,” sagði hann, enn með þessari hljóðu, yfirbugðu rödd. „Þú veist ekkertumþetta.” „Ég veit nóg til að segja þessu grunlausa fólki sem reiddi fram af fé sínu til að ráða þig að almáttug- ur lestarstjórinn þess er morð- ingi!” Hann fór undan í flæmingi. „Ég átti ekki um neitt að velja. Ég varö aö binda enda á eymd þessa manns. Það er best fyrir þig aðtrúaþví.” „Valið var ekki þitt. Hver ertu, að svipta annan mann lífi?” „Lífi! Gamli Pawnee-indíáninn lifði ekki. Hann þoldi verstu kvalir sem ég veit um. Mjakaðist inn í dauðann — og hann bað mig um að drepa sig.” „Ef hann hefði viljaö deyja hefði hann beðið sína nánustu og kærustu um að deyöa sig. ” „Hann gerði það,” sagði Buchanan hljóðlega. „En menn drepa ekki eigið hold og blóð.” „Ertu að reyna að segja að það sem þú gerðir þarna áðan hafi veriðgóðverk?” „Þetta var skylda mín, það er allt og sumt. Þeir vildu hjálp, ég veitti hana. Þeir heföu ekki leyft okkur að ríða burt hefðu þeir ekki viljaö að hann dæi, er það? ” Buchanan fálmaði eftir lok- uninni á annarri hnakktöskunni sinni. Furðu lostin horfði hún á hann taka upp fulla viskíflöskuna sem hann hafði keypt í kránni í St. Joseph. Hann tók tappann úr henni með tönnunum, spýtti honum burt og saup drjúgan af viskíinu. „Settu þetta niður, Buchanan! ” „Ég ætla að gera það, ungfrú góð. En ekki eins og þú átt við.” „Er þetta svar þitt?” Rödd hennar titraöi af bræði. „Er þetta ástæðan fyrir því að þú reiðst eins og fjandinn væri á hælunum á þér? Til að drekkja sekt þinni í flösku af... ” Hann lét flöskuna síga og leit beint á hana. Henni brá þegar hún sá sársaukann í augum hans. „Ég flýtti mér burt frá búðunum áður en mér gafst tími til að hugsa um hvað ég hafði gert.” Hann teygaöi meira viskí og þurrkaði munninn með erminni á skinnjakkanum sínum. „Þannig er það þá!” sagði hún hæðnislega. „Stóri maðurinn þarf að réttlæta gjörðir sínar. Þú drepur af ásettu ráði mannlega veru og nú ertu að leita að af- sökun.” „Ekki koma mér til að líða verr en mér líður nú þegar. Ef ég hefði hikað þarna áðan, ef ég hefði beðið eftir áliti einhvers annars, hefði ég ekki haft kjark til að framkvæma þetta. Og gamli maðurinn þarna hefði dáið brjálaður og með miklum kvölum.” „Þú ert þó ekki að segja mér að það hafi þurft kjark til! ” Hann hnykkti upp höfðinu. „Hvað veist þú um það?” Hann horföi reiðilegur á hana. „Mundu að ég réð þér frá að fara vestur. Ég sagði þér að þaö væri enginn staður fyrir tilgerðina í þér og oflætið!” „Ég vara þig við, Buchanan.” „Nei, ég er aö vara þig við. Þú átt ekki heima hérna og þú munt aldrei eiga heima hér.” „Þú skalt ekki reyna að breyta um umræðuefni. Hvað heldurðu að fólkið þarna segi þegar ég fræði það á því að þú hafir drepið mann sem hafði hendur og fætur bundin við jörðina?” Augu Buchanans glömpuðu hættulega. „Ég ráðlegg þér að setja þig ekki á háan hest. Ef þú vilt blaðra um það sem þú heldur að hafi gerst þá máttu það. Eins og þú segir þágreiðirðumérlaun. Segðu mér bara eitt, fyrst þú ert svona veraldarvön.” Hann stakk tappalausri flöskunni í hnakktöskuna. „Hvemig myndi þér líða ef þú þyrftir að drepa mann?” Orðin brenndust inn í huga hennar. Andlit Buchanans var ná- lægt henni, þjáningin leyndi sér ekki í svip hans. En fyrir hug- skotssjónum sínum sá Catherine annað andlit, hæðnislegt, tómt, til- finningalaust, andlit sem erti hana þar til hún fékk ekki afborið það. Hún fann aftur fyrir ólgandi bræðinni þegar hún hafði ýtt andlitinu burt, hrint honum aftur á bak. .. Hún saup hveljur og lauk upp augunum. Buchanan starði enn á hana. Hvernig gat hún svarað spurningu hans? Hvernig gat hún sagt honum að raunar vissi hún hvernig það væri að hafa drepið mann sem varð að deyja? Svo beindi hann höfði skjótta hestsins að gilsmunnanum og sagði beiskur: „Segöu þeim í vagnalestinni það sem þér sýnist. Mér stendur nákvæmlega á sama. Þið megið fara til fjandans fyrir mér!” Hann reið á undan henni út úr gilinu og það var orðið of seint að segja nokkuð. . . ÞEGAR VAGNARNIR lögðu aftur af stað reið Catherine fyrir fram- an Eastlake-vagninn í farar- broddi. Hún var í of miklu uppnámi til að tala við neinn, ekkert annað komst að í huga hennar en angistin í andliti Buchanans og minningarnar sem orð hans höföu vakið. Hann var langt undan, sást oft ekki fyrir lágum hæðunum sem smám saman tóku við af sléttunni. Catherine reið ein síns liðs þar til Slattery reið loks upp að henni. „Ungfrú góð,” sagði hann og snerti hattbarðið með vísifingri. Catherine hafði ekki verið ein með honum síöan kvöldið í Dulakevagninum en hún var þegar of miður sín til að fara hjá sér. „Ykkur Buchanan viröist ekki alltof vel til vina núna,” sagði leti- leg rödd Slatterys. „Nákvæmlega hvað gerðist hjá Pawnee- indiánunum?” „Það er best að þú spyrjir Buchanan.” „Ég gerði það. En hann hafði ekki fyrir því aö útskýra neitt.” Hann yppti öxlum á mælskan hátt og Catherine fann reiðina í garð Buchanans brjótast fram aftur. Hann virtist hafa óbeit á Slattery vegna þess eins að fjár- hættuspilarinn hafði svo margt til að bera umfram hann sjálfan: vegna þess að hann hafði góða framkomu, glæsileika, fágun. Slattery var fulltrúi siða á austurströndinni en Buchanan — Cahterine hnykkti til höfði og horföi vonskulega fram fyrir sig, þangað sem hestur Buchanans var rétt sjáanlegur á slóðinni — Buchanan var þokkalegt eintak af manni vestursins, sterkur, óháður og óþolandi þögull, nema þegar hann átti að vera það. „Buchanan hefur engan rétt til að leggja þig í einelti, hr. Slattery. Ef þú vilt heyra mína skoðun held ég að hann sé heiminum reiður. ” Slattery horfði íhugull á hana. „Það er nokkuð sem mig langar að þakka þér fyrir, ungfrú. Það var eins gott að þú sléttir úr þessu fjárhættuspilamáli eins og þú gerðir. Þaö hefði getað komið til blóðsúthellinga.” Hún leit á hann. „Hefðu Donahue og Cordell í raun og veru dregið upp byssurnar gegn Buchanan?” 33. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.