Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 17
vs Vísindi fyrir almenning
Harry Bökstedt
Einkaréttur á fstandi: Vikan
Rúghveiti
-ný korn-
tegund
Rúgur
rúghveiti
Nýlega tókst mönnum í fyrsta
sinn að rækta nýja korntegund í
Svíþjóð — að vísu í tilraunaskyni.
Þetta er kornið triticale eða rúg-
hveiti. Rúghveitið er næringarrík
korntegund sem gefur góða upp-
skeru og allt útlit er fyrir að hún
verði mikilvæg afurð í sænskum
landbúnaði.
Ekki er gert ráð fyrir að hin
nýja korntegund verði brúkuð í
brauð, þótt vel sé mögulegt að
baka ágætis bollur úr triticale.
Nei, fyrst og fremst hugsa menn
sér að hún verði notuð sem fóður-
korn. Dr. Arnulf Merker við jurta-
kynbótastöðina í Svalöv útskýrir
hvers vegna svo er en í þessari
stöð hafa menn gert tilraunir með
triticale síðan 1975.
Síðustu 15 árin hefur æ stærri
hluti akurlendis verið tekinn undir
ræktun á haustsánu korni. Þetta á
sér að miklu leyti þá skýringu að
bændur hafa nú betri möguleika á
þreskingu og þurrkun kornsins og
eiga stærri dráttarvélar og tæki
sem gera þeim kleift að stunda
jarðyrkjustörf að haustlagi. Þar
með hefur aukist uppskera á
hausthveiti og haustrúgi — hinu
dæmigerða brauðkomi — á kostn-
að fóðurkornsins, byggs og hafra
sem sáð er á vorin.
Rúghveiti er sáð á haustin en
hentar vel sem fóðurkorn og getur
því keppt um akurpláss við hinar
dæmigerðu brauðkornstegundir
sem nú eru ræktaðar í of miklum
mæli.
Haustið 1982 var fyrst sáð rúg-
hveiti undir eftirliti sænska land-
búnaöarháskólans og eftir þrjú ár
verður hægt að meta afrakstur
hinnar nýju framleiðslu því þá
verður ræktunin orðin nógu um-
fangsmikil.
1 tilraununum í Svalöv hafa
menn náð að rækta upp tegund
sem er á hæð við venjulegt hveiti,
með vel lagað ax og sterkt strá og
þar með unnið bug á verstu
byrjunarvandræðunum. Rúg-
hveitið var nefnilega í upphafi of
hávaxið og stráið of veikt til að
bera axið. Kornið varð því ræfils-
legt og því hætti til að skrælna.
Ánægja ríkti yfir uppskerunni en
hún er um það bil 75 hektólítrar á
hektara.
Triticale er einstæö nýjung í
sögu landbúnaðarins. Líklega eru
nú um fimm þúsund ár síðan
mannskepnan tók síðast nýja
korntegund til ræktunar og þegar
það gerist nú er hún sköpuð af
manninum. Eins og „rúghveiti”
segir latneska nafnið „triticale”
til um ætternið: plantan er
bastarður af hveiti (tritium á
latínu) og rúgi (secale á latínu).
Þeir sem sköpuðu þetta hafa allar
ástæður til þess að vera stoltir af
afkvæminu því það hefur erft
ýmsa af bestu eiginleikum for-
eldranna. Triticale gefur verulega
betri uppskeru en rúgur. 1 því er
einnig meira prótín en í hveiti og
vegna þess hve mikið er af amínó-
sýrunni lýsíni í því er þetta prótín
líka „betra”.
Triticale hefur meiri viðnáms-
þrótt gegn sveppum og sjúkdóm-
um, til dæmis ryð- og sótsveppum
sem mjög ásækja hveiti, og það er
þegar á allt er litið fjölhæf korn-
tegund. Kornið þolir bæði temprað
loftslag þar sem sumur eru stutt
og hitabeltisloftslag. Rúghveiti
þrífst líka í margs konar mold.
Nýlega var sagt frá því í tímarit-
inu New Scientist að á hinum
þurru steppum Mið-Brasilíu gefi
triticale tvöfalt meiri uppskeru en
hveiti. Þá kom einnig fram að til-
raunir í Mexíkó benda til að kornið
þoli saltríkan jarðveg — þetta er
mikill kostur því alls staðar þar
sem menn notast við áveituvatn er
salt í jarðvegi vandamál.
Raunar þekktu menn bastarða
af rúgi og hveiti þegar í lok síðustu
aldar en þeir voru flestir ófrjóir.
Um 1930 datt franskur vísinda-
maður niður á það að dýfa ungum
rúghveitiplöntum í upplausn af
colhcinin, en það er efni unnið úr
plöntum af liljuættinni. Efni þetta,
sem annars er bannsett eitur, hef-
ur þá náttúru að tvöfalda litning-
ana í rúghveitinu svo hægt var að
æxla plöntuna bæði meö rúgi og
hveiti þannig að hægt var að fá
fram frjótt rúghveiti.
1967 tókst vísindamönnum við
Manitobaháskóla að rækta rúg-
hveiti sem var arðbært í ræktun.
Þeir komu líka á samstarfi við al-
þjóðlega rannsóknastöð í Mexíkó
sem fæst við kynbætur á maís og
hveiti. Það var fyrst í Mexíkó sem
triticale eða rúghveiti varð að
korntegund sem gefur vonir um
mikla uppskeru í framtíðinni.
Rannsóknirnar fóru fram undir
stjórn nóbelsverðlaunahafans
Norman Borlaug. Hann hefur lýst
því hvernig þetta gerðist. Þetta
var slembilukka. Án þess að vís-
indamennirnir kæmu nokkuð ná-
lægt frjóvgaðist rúghveitiplanta
með frjókornum sem bárust með
vindi frá hveitiplöntu á akri í ná-
grenninu.
Útkoman varð alveg eins og
menn höfðu óskað sér: planta með
styttri og stinnari strá sem þrosk-
aðist bærilega í heittempruðu
loftslagi og þurfti ekki til þess hina
löngu björtu daga sem hún hafði
alist upp við á sléttum Kanada. Nú
eru til fjölmargar gerðir rúghveit-
is sem ræktaðar eru við afar fjöl-
breytileg skilyrði allt frá hitabelt-
inu til Síberíu.
Enginn heldur því fram að rúg-
hveiti komi í stað hveitis og rúgs.
Hins vegar telja menn að það sé
góð viðbót við þær korntegundir
sem ræktaðar voru fyrir. Eins og
er er rúghveiti fyrst og fremst
ræktað til dýrafóðurs en þaö getur
breyst. Það getur eflaust víða orð-
ið mikilvægasta brauökornið þar
sem erfitt er að rækta gömlu korn-
tegundirnar vegna loftslags og
jarðvegs.
Rúghveiti er nefnilega öndvegis
mannamatur. Þar má nefna aö
brúka má það í spaghetti og suð-
rænar pöstur. Brauð sem bakað er
úr þessu nýja korni er ekki svo
mjög frábrugðið hveitibrauði.
Bragðið minnir bæði á rúg og
hveiti en oftast er liturinn ívið
brúnleitur en þó finnast rúghveiti-
tegundir sem eru hvítar eins og
hveiti.
í Kanada brúka menn rúghveiti
heilmikið á heimilunum og í
Bandaríkjunum er það talið
heilsufæði. 1 Mexíkó hafa menn
komist upp á lag með að nota rúg-
hveitií „tortilla”.
Mest er ræktað af triticale í
Sovétríkjunum en þar eru rúg-
hveitiakrar um 280000 hektarar. I
Sovét vona menn að rúghveiti geti
bætt úr skák á vandræöabeltinu
milli Volgu og Kyrrahafsins en
þar er nú ekki hægt að rækta ann-
að en vorsáið hveiti vegna haust-
jfrosta. Margt bendir til að
rúghveiti geti komið að góðu gagni
þar.
33. tbl. Vikan 17