Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 15

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 15
Reykjavík. Þá varð himinninn svona.” Það er Eyjólfur sem hefur sagt Ingveldi að móðir hennar hafi ekki síður haft listgáfu en Gísli, en aldrei sá hún verk eftir móður sína. Hins vegar þekkti hún vel söng- og leiklistaráhuga móður sinnar þó hún hefði verið hætt að leika opinberlega fyrir minni Ing- veldar. Bruninn í Sig/firðingahúsinu Árið 1931 voru þær mæðgur bú- settar í Hafnarfirði og bjuggu í Siglfirðingahúsi, sem svo var kallað, en í því bjó á fjórða tug manna. Þar lentu þær í stórbruna sem varð þrem mönnum að fjör- tjóni. Margir björguðust naum- lega, Ingveldur á náttklæðum einum, með kommóðuskúffu í fanginu sem hún hafði gripið í fátinu. „I henni var ekkert verðmætt,” segir Ingveldur. „Það var dálítið skrýtið sem gerðist kvöldið áður en bruninn varð. Jón bróðir minn, sem var með innrömmun niðri, var staddur uppi hjá okkur mömmu í íbúð okkar í risinu. (Við systkinin kynntumst á fullorðinsárum.) Við vorum að spjalla saman frameftir því engin vinna var daginn eftir. Svo varð ég allt í einu þyrst og ætlaði fram að ná mér í vatn og áður en ég náði að kveikja ljósið í eldunarherberginu kom eldblossi á móti mér. Mér var ekkert um þetta en sagði ekkert fyrr en þetta endurtók sig. Þegar Jón fór fram að aðgæta þetta þá sá hann ekkert og taldi þetta rugl í mér og kenndi ofþreytuum.” Hvaö hér var á ferðinni veit enginn en um morguninn mætti sama sjón Ingveldi — í raun og veru. Síðar átti Ingveldur aftur eftir að kynnast óskýranlegum at- burðum — þegar Gréta dóttir hennar læknaðist af þrálátum asma, ellefu ára gömul, eftir níu ára sjúkdómsstríö. Það gerðist á einni nóttu og með aðstoð bæna- læknis í London. Um þann atburð skrifaði Ingveldur bókina Lækningin sem út kom árið 1951. „Ég var að hugsa um hvað ég ætti að gera, var helst að hugsa um að gefa neonljósakross á kirkjuna, vegna þessa atburðar en svo var ég hvött til að skrifa þessa bók og þaðvarð úr.” Bókin var nýlega þýdd á ensku. Hrakningar í dómskerfinu Eftir brunann í Siglfirðingahúsi kynntist Ingveldur manninum ingveidur 19 ára að a/dri. hún hefði fengið lögfræðing til að skrifa hana fyrir sig. Enda hafa laganemar gagn af að lesa bókina og hefur verið bent á hana sem dæmi um hvernig einstaklingur- inn getur verið hjálparlaus gagn- vart kerfinu, jafnvel þó hann hafi lögin með sér. Þessi bók heitir Refskákir og réttvísi og á sér varla nokkra hliðstæðu. En út úr málinu hafðist lítið nema kostnaður, og bókin, sem er vitnisburöur um hvernig mál gengu. „Lög lærir maður bara af að lesa þau, og ég hef aflað mér mikils fróðleiks á þessum 11 árum. Ég fékk réttlætiskenndina í mig sem barn og hef haldið henni.” sínum, Guðmundi Gissurarsyni. Hann var þá fátækrafulltrúi í Hafnarfirði og það kom í hans hlut að ráðstafa því fólki sem varð heimilislaust eftir brunann í Sigl- firðingahúsi. Hann var tólf árum eldri en Ingveldur, barnakennari og síðar málsmetandi í bæjar- stjórnarmálum í Hafnarfirði við hlið Emils Jónssonar, en seinast fyrsti forstöðumaður Sólvangs í Hafnarfirði, sem var honum mikið baráttumál að risi. Þegar Ingveldur missir mann sinn 1958 flytur hún til Reykja- víkur. I kjölfar þess hefst nýr kapítuli í ævi Ingveldar, 11 ára barátta í íslensku dómskerfi, fyrir að fá gildandi lögum um hluta- félög framfylgt. Hún og maðurinn hennar áttu hlut í tveim báta- félögum í Hafnarfirði. Hún var kjörinn endurskoðandi í öðru þeirra en fékk ekki aö sjá skjöl félagsins og kærði. Þannig hófst löng saga, og allan þann tíma sem málið rakst og hraktist í dóms- kerfinu, frá yfirvöldum í Hafnar- firði til saksóknara, dómsmála- ráðuneytis, aftur til baka og út um allt, hélt Ingveldur dagbók og safnaði öllum skjölum um málið af mikilli þrautseigju. „Ég var oft komin að því að gefast upp og þetta varð mér dýrt, en ég hef alltaf verið föst fyrir ef ég finn að éfí hef rétt fyrir mér 11 Árið 1976 kom þessi ótrúlega Ingveldur með móður sinni, 7 ára gömul saga út á bók og ýmsir töldu að (úr bókinni Myndir og minningabrot). 33. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.