Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 20

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 20
ég, „og svo er það hentugt. Það er ekki hægt að fá svona gamaldags efni lengur.” Frú Jamison leit illilega á sýnis- hornið. „Kemur ekki til mála. Þú ver öur að reyna meira. ’ ’ Þá fór hún með það. Ég gat ekki meira. Ég var ákveðin í að losa mig við kerlinguna. Þá gæti ég kannski eignast manninn minn aftur en það var eins og hann hefði, dregið sig inn í skel. Hann reifst ekki við mig en talaði helst ekki um annað en hvort hann ætti hreina skyrtu. Hann las við mat- borðið og svaraði spurningum en lagði aldrei neitt til samræðnanna. Frú Jamison hélt langa ræðu um útbrotin sem hún hafði fengið á bakið eftir að hafa borðað rækj- ur kvöldið áður. Nú vissi ég að stundin var runnin upp. „Auðvitað áttu ekki að borða rækjur,” sagði ég. „Ég skal sjá um að þú fáir eitthvað annað þegar við boröum rækjur. ” Maruska átti frí næsta fimmtu- dag. Ég bjó til rækjurétt í skálar handa mér og Randolph en ég setti túnfisk í skál frú Jamisons. Það voru engar líkur á að ég þekkti ekki rækjur frá túnfiski. Ég hafði hjartslátt þegar ég bar skálarnar inn. „En fallegt af þér að muna aö ég þoli ekki rækjur,” sagði frú Jamison og brosti til mín eins og ég væri ráðskona á heimilinu — auðvitað kauplaust. Ég man ekki eftir því hvað var sagt yfir borðum. Ég var andvaka alla nóttina og hugsaöi um þaö hvernig matareitrun kæmi í ljós. Gæti hún hrópað á hjálp eða yrði hún lengi veik? Ég heyrði ekkert í frú Jamison fyrir hádegisverð. Ég flýtti mér niður að hita kaffi. Ég kom inn í borðstofu um leið og Randolph dró fram stólinn svo að móðir hans gæti sest. Hún var í ljósgrænum slopp. Það lá við að ég missti kaffi- könnuna. Hvaða mistök hafði ég gert? Ég fór á bókasafnið og las allt um matareitrun. „Hættuleg eitrun sem lýsir sér með innvortis truflunum eftir að menn hafa borðaö mat sem inni- heldur clostrium botulinum” stóð í bókinni. Það kom mér á óvart að lesa að einkennin kæmu ekki í ljós fyrr en átján til þrátíu og sex tímum eftir að skemmdi maturinn hefði verið borðaður. Það er oft erfitt að fá sjúkdómsgreiningu á matareitrun nema fleiri en einn verði veikur í einu. Hún getur komið í ljós sem andarteppa því að sjúklingar eiga erfitt með að kyngja og eru því oft taldir með lungnabólgu. Matar- eitrun stafar af illa geymdum mat en svo þarf þó ekki að vera um hverja dós og glas. Þá vissi ég það. Þessir elsku sýklar höfðu ekki verið í dósinni minni. En í hinum? Eg ætlaði að sjá til. Aftur bjó ég til rækjurétt og setti nóg af sérríi í sósuna. Hann var frábær. Frú Jamison og Randolph hrósuðu mér bæði fyrir hann. Nú lá ég ekki andvaka. Ég vissi að það gátu liðiö tveir sólarhringar áður en einkennin sæjust. „Ekki veit ég hvað er að mér,” sagði frú Jamison og leit upp úr bókinni. „Ég get bara ekki lesið. Ég verð víst að leggja mig.” Frú Jamison komst aldrei á fætur aftur. Læknirinn (sem ég hafði alltaf sagt henni aö væri aumingi) skrifaði dánarvottorðið. Hún lést úr „lungnabólgu”. Allir voru við jarðarförina. Við Randolph gátum ekki talað saman í einrúmi fyrr en eftir viku. Ég sagði strax: „Finnst þér ekki að við ættum að fara í burtu, elskan? Segðu þeim á skrifstof- unni að þú þurfir að fá frí. Svo ætla ég að gjörbreyta húsinu þegar við komum frá París. Það þarf meiri liti hérna. Ég ætla fyrst og fremst að losa mig við þessi leiðinlegu málverk. Ég veit ekki hvort ég vil kaupa Picasso eða Chagall eða nýju málarana. En við sjáum til í París.” „Eg lét vita á skrifstofunni að ég væri að fara,” sagði Randolph, „en ég vil heldur ferðast einn, Dorothy. Ég held aö ég færi ekki að gera neitt við þetta hús í þínum sporum. Hunter og Conolly hafa það í sölu. Þú færð glæsilegt með- lag og getur hengt alis konar mál- verk á veggina heima hjá þér.” „Randolph!” Ég gat rétt stunið upp nafni hans. Grunaði hann mig? Hvernig hafði hann komist að því? Hafði hann séð dósirnar í kommóðunni? „Því miður finnst mér það verða að vera nú eða aldrei. Mig hefur dreymt um það árum saman hvað ég gæti gert ef ég losnaði frá mömmu. Og ég ætla ekki að láta aðra konu taka ráðin.” „En ég gerði það fyrir þig,” kjökraði ég. „Ég vil alls ekki ráða yfir þér. Ég vil að við verðum hamingjusöm saman.” Randolph virti mig lengi fyrir sér. Svo brosti hann og rétti mér hreinan vasaklút. „Veistu að það fer þér ekki vel aðgráta?” Alana Stewart/Hamilton: , ,Svo fer hún s „Ég held að Rod sé innst inni dauðhræddur við það að vera fertugur og finnist hann halda í æsk- una með því að taka upp fyrri lifnaðarhætti og elt- ast við ungar stelpur,” segir Alana, fyrrum eigin- kona poppstjörnunnar. Skömmu eftir að þau giftu sig, fyrir nokkrum árum, lýsti hann því stuttlega yfir að maður gæti ekki verið 16 ára að eilífu. Nú virðist hann hafa snúið við blaðinu og vera að gera heiðarlega tilraun. Alana, sem var kölluð Alana Piranah meðan hún varði eiginmanninn fyrir allri utanaðkomandi ásókn, hefur nú viðurkennt að hjónabandið sé endanlega komið í vaskinn og hún hálfvorkenni Rod greyinu. Hún er 37 ára, glæsileg kona og ber aldurinn snöggtmn betur en fyrrverandi eiginmað- ur hennar. Hún er engin Maggie May sem sýnir aldurinn á morgnana heldur spengileg stelpa á eilífum æskualdri, kannski það sem Rod vildi verið hafa. „Hann er frekar feiminn og óöruggur með ZO Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.