Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 56

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 56
Ný viðhorf Germaine Greer Þegar Germaine Greer sendi frá sér bókina Kvengeldinginn árið 1971 vakti hún fjaðrafok, aðdáun og hneykslun, en þó umfram allt athygli. Þessi ástralski bókmenntadoktor, sem hafði vakið mikið umtal fyrir að vera hljómsveitapœja og dýrka frelsi, með frjálsar ástir í öndvegi, hefur nú sent frá sér aðra bók, Kynferði og örlög, þar sem hún hefur að margra mati snúið algjörlega við blaðinu. í nœstu VIKU er rýnt í bœkurnar báðar og tvö splunkuný viðtöl við Germaine Greer. Jónas Árnason kveikir Ijós Það eru óneitanlega nokkur tíðindi að von sé á nýrri bók eft- ir Jónas Árnason. í nœstu VIKU verður kafli úr bókinni ,,Fleira fólk”, frásöguþáttur sem heitir ,,Ljós í Viðeyjar- stofu?”. Þar segir Jónas lítillega frá kynnum sínum afúti- gangsmönnum Reykjavíkur sem sungu ,,Suður um höfin” í þaklausum skúr í porti Sœnska frystihússins. Það er september í frásögn Jónasar og meðan norðurljósin leika um festinguna deila menn um það undir bát á lóðinni fyrir austan Fiskifélagshúsið hvort það sem þeir sjá blika úti á sundum séu dulrœn Ijós í Viðeyjarstofu eða útiluktin hjá honum Ólafi í Brautarholti. „Hvað er ísland annars stórt?" Af öllum heimsfrœgum hönnuðum er fransmaðurinn Pierre Cardin örugglega sá heimsfrœgasti. Hann selur fram- leiðsluna til allra helstu stórborga heimsins, að Hong Kong og Tókíó meðtöldum, og það er fátt sem Cardin hefur ekki hannað, hvort sem um er að rœða fatnað, handklœði eða þotur — enda orðinn moldríkur. Síðasta afrek hans var að kaupa þann frœga franska veitingastað Maxims í París og núna er verið að opna fleiri slíka um allan lieim. VIKANátti við Pierre Cardin einkaviðtal í Parísarferð nú í vor og frá þvígreinir í máli og myndum í nœstu VIKU. Hvít peysa úr bómuli og hör Þótt haustið sé í sjónmáli þá er ekkert sem segir að ekki sé hœgt að prjóna sér fallegu hvítu peysuna sem við birtum uppskrift að í nœstu VIKU. Með hvítu pilsi er þarna kominn fyrirmyndarspariklœðnaður sem ekki kemur of harkalega við pyngjuna. Heitar bullur BULLA heitir stöngin sem færir bulluhausinn upp og niður í sprengihólfi btlvélarinnar. í Bandaríkjunum tala menn um að bullurnar hitni mikið í aflmiklum bílvélum. HEITAR BULLUR nefnast ,,hot rods” á ensku og hefur þetta nafn fest á sérbyggðum ofurkraftmiklum bílum. í nœstu VIKU birtum við myndir sem okkar eiginn Svein- björnGuðjohnsen tók íBandaríkjunum á HOT ROD sýningu. 56 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.