Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 58

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 58
— Vikan Ævintýrið um Agga álf og Lísu Úti í skóginum bjuggu álfarnir inni á milli blómanna og í grasinu, í smásprungum í trástofnunum, niöri í jörðinni þar sem voru gjótur og göng. Alls staðar voru álfar og þeir áttu mjög annríkt. Þeir urðu að sjá um aö blómin kæmust upp úr jörðinni á réttum tíma þegar sólin fór að skína og það fór að hlýna. Þeir máluðu alla fallegu blómalitina. Svo þegar haustið kom bjuggu þeir um öll blómin svo þau gætu sofið vel allan langa veturinn. Þegar álfarnir voru reglulega duglegir fengu þeir þetta vel borgað en sumir voru ekki eins iðnir og þeir áttu að vera og þess vegna voru þeir fátækir þegar þeir fóru aftur heim til álfheima. En það var ekki af þeirri ástæðu sem Aggi litli var svo fátækur. Aggi litli var álfadrengur og hann var víst fátækastur þeirra allra. ,,Þú verður víst aldrei ríkur, Aggi!” sagði vinkona hans, stóra kóngulóin sem spann fíngerða vef- inn í álfabúningana. ,,Þú ert of góöur!” ,,Ó, það gerir nú heldur ekki svo mikið til,” svaraði Aggi. ,,Ég get ekki látið aðra líða skort þegar ég hef sjálfur eitthvað.” „En þú gefur of mikið,” sagði kóngulóin. „Hvar ætlar þú að fá húsaskjól þegar þú kemur til álf- heima aftur? Þú getur aldrei boðið drottningunni í veislu meðan þú ert svona fátækur.” Það var hinn mesti heiður, sem álfur gat hugsað sér, ef drottningin vildi koma í veislu til hans en Agga var vel ljóst að hann gat enga veislu haldiö. Hann átti ekkert sem hann gat boðið drottningunni. Hann var nefnilega alltof góður í sér, hann hjálpaði öllum sem voru í vandræðum. Þess vegna þekktu skógardýrin hann svo vel. Hann átti alltaf eitthvað handa þeim og var alltaf fús til að koma ef einhver þurfti á hjálp að halda. Það var líka Aggi sem kom til hjálpar þegar Lísa litla týndist. Hún 58 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.