Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 30

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 30
Fantur og fól - Jerry Allt benti til þess að Jerry Lee yrði heimsfrægur en 1958 giftist hann 13 ára frænku sinni, Myrnu, sem þótti svo mikið I pp I pimiQ hneyksli að hætt var að LCC LCWIO spila plötur rokksöngvarans. Einu sinni var Jerry Lee Lewis þekktur rokksöngv- ari. Hann stefndi á topp- inn, œtladi að verða frœg- ari en Elvis Presley. Sam- kvœmt lýsingum Rolling Stones og fleiri erlendra blaða hlaut hann ekki mak- leg málagjöld en þó varð varmennskan honum til trafala. í Bandaríkjunum fékk al- menningur ímugust á manninum þegar hann gift- ist 13 ára frœnku sinni, sjálfur tuttugu og tveggja ára. Eftir það var Jerry Lee Lewis fyrirmunað að ná á toppinn. Samt sem áður þénaði hann nœgilega til að lifa í endalausu svalli og svínaríi. í ágúst á síðasta ári dó Shawn, fimmta eiginkona Jerry Lee Lewis, við voveif- legar kringumstœður. Lœknir, sem heitir Jerry Francisco, annaðist lík- skoðunina. Sá sami gaf út vottorð um að eiturlyfja- sjúklingurinn Elvis Presley hefði látist ,,vegna hjarta- bilunar”. Francisco lœknir kvað dánarorsök Shawn Lewis hafa verið vatn í lungnaholi sem hefði orsak- ast af eiturlyfjaneyslu. Lögreglustjórinn í Nesbit í Mississippi er vinur Jerry Lee Lewis, þeir stunda sama illrœmda nœturklúbb- inn, ,,Hernando’s Hide- way”. Afþeim ástœðum var dauði Shawn fyrst í stað ekki kannaður nánar. En síðan fóru að spyrjast atriði eins og marblettir víðsvegar um líkama Shawn, blóðflekkir og fleira. Um allt húsið voru eitur- lyf af öllum hugsanlegum gerðum enda hefur Jerry Lee Lewis verið á fylliríi frá 1955. Eitthvað hefur látið eftir, það er búið að taka gallblöðruna, mestan part magans og fleira smá- legt úr honum. Kannski lýkur endurupptöku dóms- rannsóknar á dauða Shawn Lewis með því að frelsið verður tekið af honum líka en þó er rétt að minnast þess, eins og kappinn hefur sjálfur sannað, að mikill er máttur peninganna. Shawn Stephens og Jerry Lee Lewis létu pússa sig saman 7. júní 1983. í ágúst á sama ári fannst hún látin - nú þykja ekki öll kurl til grafar komin. Jerry Lee gekk í skrokk á fleiru en hljóðfærum á sinni sukksömu ævi. Á myndinni til vinstri er Jaren Gunn, fjórða eiginkonan. Jerry sagði henni að hypja sig ella mundi hún finnast á sundlaugarbotninum. Skömmu síðar fannst hún þar - slys, að talið var. 30 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.