Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 10
33. tbl.—46. árg. 16.—22. ágúst 1984.—Verð 90 kr.
GREINAR, VIÐTÖL OG ÝMISLEGT:
4 Ölteiti í Árbæjarsafni. Þann 4. júlí safnaðist fjöldi fyrirmanna saman við Árbæjarsafn til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna.
6 Gegnum fjöllin liggur leiðin. Færeyjar eru áfram á dagskrá og hér birtist annar hluti Færeyjapistils.
12 Réttlætiskennd og listhneigð. Viðtal við Ingveldi Gísladóttur sem átti í málarekstri í 12 ár og hefur þar að auki skrifað þrjár bæk- ur.
16 Ekkert til sparað. Sagt frá golfkeppni sem fyrirtækið Lancome heldur ár hvert.
17 Vísindaþátturinn: Rúghveiti — ný korntegund.
25 Eldhús Vikunnar: Amerísk áfengisráö.
28 Myndir lesenda: Frá Þorlákshöfn og Súgandafirði.
31 Ibiza er einn vinsælasti sólarstaðurinn um þessar mundir. Þar leynist ýmislegt skrítið eins og sést á þessari grein.
36 Handavinna: Blá útprjónuð barnapeysa og rautt og hvítt vesti með mynstri.
48 Pósturinn.
50 Álfheiður Steinþórsdóttir skrifar: Þegar börnin eru hrædd við lækninn.
60 Poppþátturinn.
SÖGUR:
18 Spennusagan: Fjörbrot.
22 Vikan og tilveran: Verðlaunasagan: Var þetta ég?
38 Smásagan: Spádómar.
40 Willy Breinholst: Sjáðu hvaö ég tek það rólega.
42 Framhaldssagan: Þar sem grasiö er grænt, 6. hluti.
58 Barnasagan: Ævintýrið um Agga álf og Lísu.
VIKAN: Útgefandi Frjáls fjölmiðlun hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Hrafnhildur Sveinsdóttir. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir
Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Jón Ásgeir Sig-
urðsson. Útlitsteiknarar: Eggert Einarsson og Páll Guðmundsson. Ljósmynd-
ari: Ragnar Th. Sigurðsson.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 33, sími 27022.
AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, sími 85320.
AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti fl, sími 27022, pósthólf 533. Verð i
lausasölu 90 kr. Áskriftarverð 295 kr. á mánuði, 885 kr. fyrir 13 tölublöö árs-
fjórðungslega eða 1.770 kr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiöist fyr-
irfram, gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og
Kópavogi greiðist mánaðarlega.
Um mólefni neytenda er fjallað í samráði við Neytendasamtökin.
Viðtal Vikunnar að þessu sinni
er við Ingveldi Gísladóttur. Hún
hefur skrifað þrjár bækur um
mjög ólík efni, málað talsvert, þó
hún hafi ekki byrjað á því í alvöru
fyrr en á sextugsaldri, og staðið
fast á skoðunum sínum, ef henni
finnst órétti beitt eða hallað réttu
máli. Við litum inn hjá Ingveldi
nýveriö og spjölluðum viö hana
um ætt hennar, uppvöxt og
bækurnar. Og við fengum að
mynda verk fjögurra ættliða á
veggjunum í stofunni heima hjá
henni.
Einn lítinn Svavar
með súkkulaði og dýful
Bakarameistari í París hefur
fundið upp á því að móta höfuð
franskra stjórnmálamanna í ís og
bjóða til sölu. Þannig er hægt að
festa kaup á hausum þeirra
Mitterrands Frakklandsforseta,
Valéry Giscard d’Estaing,
leiðtoga gaullista, og Georges
Marchais, formanns kommúnista-
flokksins, meö sítrónusherbet,
appelsínu-, súkkulaði- eða kirsu-
berjabragði.
Þetta er skemmtilegt uppátæki
Ég verð að biðjast afsökunar. Nýja fólkið í eldhúsinu kann ekki
alveg á húsakynnin ennþá.
og nú bíðum við bara eftir því að
framtakssamir Islendingar í ís-
bransanum fari að framleiða eitt-
hvað svipað. Eða hvernig mundi
ykkur, lesendur góðir, lítast á að
fá einn léttbleikan Svavar Gests-
son með súkkulaðihúð, Steingrím
Hermannsson með banana-split
og svo gæti Mjólkursamsalan
farið að framleiða aftur jógúrt-
ísinn og mótað hann í mynd Al-
berts Guðmundssonar!
XO Vikan 33. tbl.