Vikan


Vikan - 16.08.1984, Page 16

Vikan - 16.08.1984, Page 16
Eitthvað hefur verið tœpt á þvi áður hór á siðum VIKUNNAR að í ilmvatnsiðnaðinum sáu miklir pen- ingar og fátt til sparað þegar koma á einu ilmvatr^glasi i hendur neyt- enda. Á siðasta ári kom á markað- inn eitt nýtt frá Lancome — Trophóe — sem framleitt er með sportistana i huga. Þar gildir sama lyktin fyrir bœði kynin og á glasinu er mynd af golfkappa í sveiflu. Tappinn er svo eins og punkturinn yfir i-ið, formaður eins og smœkkuð golfkúla. En einhvern veginn varð að kynna framleiðsluna bráðsnjöllu og þá kom til kasta auglýsingameistar- anna. Fyrsta skrefið var að leigja Lafayette-galleríin í Paris, við Boulevard Haussmann, teppa- leggja þar sali og ganga með grænum dregli og halda púttkeppni með helstu meisturum heimsins. Svo var aðalkeppnin sjálf, Le Trophée Lancome, sem haldin var um haustið i Trouville. Þetta var sú fjórtánda af slíku tagi haldin á vegum Lancome og fyrri sigur- vegarar eru engir aðrir en smástirni eins og Ballesteros, Palmer, Graham, Trevino, Miller og svo mætti lengi telja. Engar smáupp- hæðir fjúka við húllumhæ af þessu tagi, en ilmvatninu er ætlað að borga ailtílokin. Verðlaunagripur var afhentur vinningshafa keppninnar ásamt ávísun upp á eina milijón franskra franka. Gripurinn var svo enginn venjulegur gylltur golfkail úr plasti eins og algengast var hér til skamms tíma heldur höggmynd eftir Igor Mitorag. Hún sýnir karl- búk með golfkúlu i hjartastað og einhver myndi reyna að halda því fram að listamaðurinn legði út af karlrembuhugtakinu lika. Eða kannski frekar þessu með pung- rottuna? En myndin er sterk og því nokkuð rökrótt að álykta að þarna hefði verið á ferðinni einhver þekktur þar ytra. Árni Þ. Jónsson, okkar maður i Paris, átti leið um sýningu mikla i Grand Paiais á dögunum og smellti þar mynd af kvenmannsbúk i styttuformi sem honum fannst nokkuð vel heppnaður. Og hérna á ritstjórn var fljótgert að draga fram annað eftir þennan sama listamann, nefnilega golfverðlaunin sem okkur bárust myndir af talsverður áður. Hand- bragðið er auðþekkjanlegt og örugglega ekki á allra færi að fá helstu goiffrika heimsins ásamt toppinum úr franska snobbliðinu til að falla i stafi yfir handverkinu. En samt væri illgirni að láta sér til hugar koma að listamaðurinn væri að gera grin að allri heilu hersing- unnil — Eða hvað? Ekkert til sparað Texti: Borghildur Anna .......

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.