Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 19
■ IONA svaf alltaf frameftir á
fimmtudögum. Ef hún vaknaöi
fyrir hálftíu lá hún samt í rúminu
og naut draumkenndrar
ánægju af fullkominni vellíðan.
Stöku sinnum lá hún á bakinu
og geröi æfingar — en þaö var ekki
sérlega oft. Hún velti því oft fyrir
sér hvernig væri að sofa í kringl-
óttu rúmi en annars var það sama
hvað hún geröi, hún var alltaf að
hugsa um hann. Þegar hún loks
fór á fætur gaf hún sér góðan tíma,
naut mínútnanna sem liöu,
reyndi að koma tímanum til að
standa kyrr meö hugann læstan í
hljóðri ró.
Meöan suðan var að koma upp í
katlinum borðaöi hún svolítiö af
ávöxtum, vínber, ef hún átti ein-
hver, og hún notaði mjólkina frá
deginum áður í teið sitt. Það var
allt hluti af helgisiöunum að eng-
inn mætti sjá hana (ekki einu sinni
bregöa snöggt fyrir vinstri hand-
legg hennar þegar hún teygöi sig
til að grípa mjólkina af dyra-
þrepinu) fyrr en hún var fullkom-
lega tilbúin. Hún tók sinn tíma, fór
í sturtu og þakti svo líkama sinn
með fíngeröu puðri og ilmvatni.
„Hvað er þetta daufa moskus-
ilmvatn sem þú ert með?” spuröi
maðurinn hennar hana einn
fimmtudaginn. „Er þaðnýtt?”
„Það er gamalt,” svaraði hún.
„Verulega indælt,” sagöi hann.
Meðan hún borðaði ristað brauö
og marmelaði skoðaði hún með
velþóknun fötin sem hún ætlaði að
vera klædd um daginn og hengdi á
myndahengiö. Það voru alltaf þau
sömu, fimmtudagsfötin hennar.
Glæsilegt ljósf jólublátt ullarpilsið,
vítt neðan við hné, skraddara-
saumaður jakki við, háhælaöir
skór og sumarhattur meö fjólu-
vendi á hliðinni. Við þetta var hún
yfirleitt í doppóttu blússunni sinni.
Sama hver tíminn var, þetta
var ævinlega glæsilega einfaldur
klæönaður sem hún pressaði og
viðraði á hverju miðvikudagssíð-
degi.
Maðurinn hennar spurði einu
sinni: „Af hverju ertu alltaf í
þessum fötumá fimmtudögum?”
„Vegna þess að þér finnst þau
glæsileg.” Þetta svar var sann-
leikanum samkvæmt en þaö var
ekki heilt. Hún gat ekki viður-
kennt, jafnvel ekki fyrir sjálfri
sér, að hluti af flóknum undir-
búningi hennar var fyrir annan
mann.
í fyrsta sinn sem maðurinn
hennar kom að þeim saman var
hann önugur viö hana. „Komdu
nú, Fiona,” sagði hann ásakandi.
„Ég hef beðið hér fyrir utan eins
og asni í tíu mínútur... það er búið
aö bóka handa okkur sama borö
og venjulega, veistu. Ég leit bara
hér inn af tilviljun vegna þess að
ég gat ekki ímyndað mér hvar þú
gætir verið.”
Eftir þetta vissi hann alltaf
hvar hann gæti fundið hana fyrir
vikulegan hádegisverð þeirra
saman. Fiona klæddi sig með
smámunasamri nákvæmni, sigri
hrósandi yfir því að pilsið féll vel
yfir mitti hennar og mjaðmir. Já,
hún hafði jafnvel farið í megrun
og hafði misst tólf pund.
Þegar hún var fullklædd eyddi
iiún nokkrum mínútum í að skoða
sjálfa sig í speglinum, ánægð með
að vita að hún leit út nákvæmlega
eins og hún vildi. ímynd hennar
var speglunin sem hún hugsaði
sér.
Hún festi allt hárið upp á
höfuðið með dökkfjólublárri eða
hvítri spöng og setti hattinn svo
gætilega upp.
Fiona hafði yndislega björt
augu. Þau voru greindarleg,
barmafull af von og ákaflega
vakandi. Augu hans voru dökk,
svo brún að þau voru næstum
svört, og þau fylgdu henni út í öll
horn herbergisins. Augnaráö hans
hvikaði aldrei, leitaði aldrei til
neinnarannarrar.
GESTIR í sýningarsalnum gengu
og töluðu með hálfkæföu, gætilegu
fasi og fóru nokkuð hratt í gegn.
Stundum litu þeir á Fionu meö
áhuga því að hún var falleg kona,
óaðfinnanlega klædd og meira en
verðug forvitnilegrar vel-
þóknunar.
En hún sat alveg kyrr á
bekknum, horfði niður og beið
eftir því að ókunnuga fólkið
reikaöi burt. Hún kærði sig ekki
um að tala við neinn. Hún vildi
vera ein með honum.
Ö! Hún elskaði þennan mann,
hún elskaði hann og allt í fari
hans. Hún hélt að hann elskaði
hana líka. Þetta var ást án spurn-
inga. ”æri eitthvað hættulegt eða
smekklaust við samband þeirra
hefði hún ekki viljað vita það.
Þegar þau voru ein útskýrði hún
hljóðlega fyrir honum að hún gæti
ekki hitt hann nema einu sinni í
viku, og jafnvel þá ekki nema í
hæsta lagi klukkutíma og stundum
ekki nema tíu mínútur. Hann skildi
þetta.
Þau höfðu hist af tilviljun fyrir
næstum hálfu ári. Meðan hún beið
eftir manninum sínum á tröppum
listsýningarsalarins hafði hún
farið inn til að sleppa undan regn-
skúr. Til að drepa tímann hafði
hún reikaö í Chatsworth-salinn.
Svo laust var það í reipunum.
Af hennar hálfu var það óum-
deilanlega ást viö fyrstu sýn.
Honum hafði ekki þótt jafnmikið
til koma í fyrstu og hafði greini-
lega vanþóknun á ófínni peysu
hennar og síðbuxum. Raunar
starði hann á hana eins og hann
væri hneykslaður að sjá konu í síð-
buxum.
Þessi fyrsti fundur gerði henni
gott því aö hún hafði orðiö æ hirðu-
lausari um klæöaburö án þess að
átta sig á því. Hún kom smám
saman á fullkominni breytingu ...
að minnsta kosti á fimmtudögum.
Stundum var það aö hún hélt að
manninn hennar grunaði eitthvað.
En ef svo var kom hann fram á
stórfenglega hæverskan hátt.
Hann elskaöi hana líka. Alla
mánuðina sem hann sá þau saman
varpaði hann fram glettnum
athugasemdum á borð viö:
„Þú ert svo stórfengleg. Þú
hefur þó ekki gert þig svona glæsi-
lega bara fyrir mig!” eöa „Hver
er hinn maöurinn .... þekki ég
hann?”
Ef honum lá á greip hann bara
um handlegg hennar og
þrammaði með hana út og sagði:
„Komdu, Fiona. Hádegisverður,
hádegisverður!”
Chatsworth-salurinn var ekki
merkilegur miðpunktur sýningar-
salarins. I honum voru engin
meistaraverk og það var litiö á
hann sem anddyri fremur en
nokkuð annaö sem lá að stærri og
merkilegri sölum. Þar voru
nokkrar blandaðar myndir á
suður-, vestur- og austurvegg og
tvær á noröurvegg sem merktar
voru Listamaðurinn óþekktur.
Önnur var bardagamynd sem hét
Sebastopol, hin nefndist Foringi í
létta stórfylkinu og hesturinn hans
— þannig gefið til kynna að þær
væru málaðar af sama manni.
Á uppáhaldsmyndinni var
hesturinn svartur, djárfur og
sterkur. Knapinn var í rauðum og
"bláum einkennisbúningi hinna
dýrölegu léttu. Stundum velti
Fiona því fyrir sér hvort hún ætti
aö bæla niður ástríðuna og snúa
sér aftur að heimilislegri
hugsunum en hún komst að því að
hún var of veikgeðja til að skera á
hnútinn. Satt að segja mátti með
sanngirni halda fram að hún hefði
einsett sér að halda áfram ástar-
sambandi sínu þar til hún neyddist
til að gefa það upp á bátinn vegna
hæðni eða elli.
Hún elskaði hann í slíkri blindni
og hún vissi hvernig það var að fá
þá ást endurgoldna. Hún vissi
hvernig það var að vera kysst af
svona manni, föömuö af ástríðu og
elskuð.
Þegar hún kom í salinn þennan
dag var rétt komið fram yfir tólf.
Það voru fáir á ferli og hún settist
á bekkinn og lét sig dreyma
drauminn sinn. Hún heyröi ekki
skreffast fótatakið hálftíma síðar,
fann ekki fyrir návist hans. Hún
hrökk undan þegar hann lagöi
hendurnar á axlir hennar.
„Jæja,” sagði hann. „Hvað er
hér á seyði? Viö skulum fá ein-
hvern botn í þetta mál.”
Fiona svaraði engu.
„Síðasta hálfa áriö hefur þú
eytt mörgum klukkutímum hérna
inni. Af hverju?”
Fiona leit uiidrandi á hann og
var brugöið.
„Ö, já, ég hef tekiö eftir því,”
sagði hann. „Um hvað snýst
þetta?” Hann horfði upp á hestinn
og knapann. „Er það hesturinn?
Langar þigíhest?”
Fiona hristi höfuðið og hló.
„Garðurinn er ekki nógu stór.”
„Jæja, eitthvað er aö,” sagði
hann. „Þú ert orðin draumóra-
manneskja. Viö tölum ekki mikiö
saman nú orðið, þú ert búin að
loka mig úti.”
„Þú lokaöir mig fyrst úti,”
kvartaði hún.
„Æ, já.” Hann kinkaði kolli.
„Vinna, vinna, er þaömálið?”
„Það er eintóm vinna.” Fiona
andvarpaði.
Þau þögðu bæöi um hríð og
Fiona horfði djúpt í óhvikul augu
Foringjans í létta stórfylkinu.
„Ég elska þig, ég elska þig,”
virtisthann segja.
Svo hló maðurinn hennar við.
„Hef ég vanrækt þig svo mikið,
höfum viö fjarlægst hvort annað
svo mjög að þú sért oröin ást-
fangin af málverki?” spurði hann.
„Fyrir mér — fyrir mér er
hann alveg eins og þú ...” Fiona
hikaði. „Alveg eins og þú þegar
viö vorum bæði fimmtán árum
yngri.
„Er hann þaö? Er það satt?”
Hann horfði grannt á andlit
knapans og brosti.
„Trúðu því. Trúðu þv' og farðu
ekki að hlæja,” bað hún.
Hann strauk fáein nar frá
vanga hennar og gældi við háls
hennar.
„Og þú elskarhann?”
„Brjálæðislega,” svaraöi
Fiona.
„Brjálæðislega, ha?” sagði
eiginmaður hennar. „Og er hann
nægilega brjálaöur til að fara með
þig á besta veitingahús bæjarins á
hver j um f immtudegi ? ’ ’
Hún hristi höfuðiö.
„Og getur hann kysst þig
brjálæðislega eins og svona?”
Eiginmaður Fionu kyssti hana
lengi og innilega og það var alveg
eins og hún vissi að það myndi
vera. Alveg eins og hún mundi
eftir því.