Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 31

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 31
„Mér finnst skrykkur alveg „vemmilega" Ijótt orð," sagði Stefán Baxter þegar blaðamaður settist niður með honum einn daginn og sagðist vilja ræða við hann um skrykkdansinn sem sumir hafa viljað kalla breikdansinn og upp á síðkastið hefur verið einn vinsælasti dans unglinga víða um heim. Þessi dans, sem upphaflega var einkaeign stráka á götum úti í Ameríku, er orðinn viðurkennd listgrein í dansinum. Atvinnudansarar æfa þennan dans nú á fullu og þeir sem fylgdust með ólympíuleikunum nú í sumar ættu að muna að þeim lauk með sýningu 100 breikdansara. íslenskir unglingar hafa tekið breikæðinu opnum örmum og breikkvikmyndirnar hafa ekki látið á sér standa: Footloose, Breakdance, Beat Street og þegar blaðamaður laumaði sér á sýningu á kvikmyndinni Breakdance á dögunum iðuðu unglingarnir í sætum sínum og hafa vafalaust tekið nokkur létt spor á heim- leiðinni. Sumir byrjuðu strax fyrir utan kvikmynda- húsið. Framleiðandi myndarinnar Breakdance, Allan DeBevoise, telur breikdansinn eða götudansinn mjög jákvæðan fyrir unglinga, þeir séu í leit að sjálfsmynd og þarna fái orka þeirra útrás á jákvæðan hátt. Framleiðendurnir viðurkenna að þetta sé æði sem eigi eftir að ganga yfir en breikdansinn sem slíkur muni halda áfram sem hluti af dansmenningunni. 11. ágúst síðastliðinn hófst stærsta unglingadans- keppni sem haldin hefur verið á íslandi til þessa. Þarna var ekki troðið upp með valsa eða ræla heldur voru allar hugsanlegar hreyfingar leyfilegar, hvort heldur þær flokkuðust undir breik, diskó eða aðrar útgáfur af sambærilegum dönsum. Stefán Baxter, sem sagði að skrykkur væri vemmi- lega Ijótt orð, er annar tveggja þekktustu breikara okkar hér á Fróni. Hinn er Rúrik Vignir Vatnarsson. Þessir hressu strákar, sem eru 15 og 18 ára, tóku líka nokkur létt breikspor hér á ritstjórn Vikunnar á dögun- um. Ahorfendur fylgjast með Rúrik í „freestyledanskeppninni" á unglingaskemmtistaðnum Traffic í síðasta mánuði. Stefán, sem hlaut íslandsmeistaratitilinn í diskódansi síðastliðinn vetur, tók ekki þátt í keppni að þessu sinni en átti sæti í dómnefndinni. Er langt síðan þið byrjuðuð að dansa? Stefán: Ég er nú ekki nema 16 ára svo ég hef ekki verið mikið að dansa á böllum. En strax og ég komst inn á barna- og unglinga- böll byrjaöi ég að dansa á fullu, það má eiginlega segja að síðan Villti tryllti Villi var opnaður hafi ég verið dansandi. Ég byrjaði þar á barnaböllunum á sunnudögum, fékk síðan vinnu í fatahenginu og komst loksins inn á sunnudags- kvöldum. Núna er ég í dansskóla Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur, Dansnýjung, en annars hef ég ekkert verið í dansskólum, hef bara reynt að læra þetta upp á eigin spýtur. Rúrik: Ég er eiginlega búinn að vera dansandi síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði 4 til 5 ára að læra dans hjá Heiöari Ástvaldssyni undir stjórn Kolbrúnar Aöal- steinsdóttur og hef eiginlega verið dansandi síðan. Hvað um breikið? Stefán: Breikdans hef ég bara -------------Brei/edr&r - lært hér og þar. Ég fæ mér video- spólur og reyni síðan sjálfur. Ég fór á dansnámskeið þegar Grease- æðið gekk yfir og tók upp nokkur spor þar. Á eftir því komu svo vél- mennadansarnir og dúkku- dansarnir þannig að þetta hefur einhvem veginn þróast svona áfram hjá mér. Ég fer svo auövitað á allar dansmyndirnar sem koma til landsins og læri heil- mikið á þeim. Rúrik: Breikið hef ég lika „pikkaö upp” hér og þar, fór að vísu á námskeið sem var haldið hér fyrir rúmu ári. Það voru tveir útlendingar sem voru með þetta námskeið. Ég læröi töluvert á þessu námskeiöi en svo hef ég líka lært af videospólum. Er erfitt að læra að breika? Stefán: Nei, alls ekki, það er frekar auðvelt. Það eru líka til heilu bækurnar núna sem hægt er aö nota en annars er bara um að gera að taka ný spor þegar manni dettur eitthvaö í hug. 38. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.