Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 35

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 35
Draumar Þrír draumar Draumráðandi. Eg sendi þér þessa þrjá drauma mest fyrir áeggjan ann- arra, sem eru þeirrar skoðunar að þeir geti haft merkingu sem ég kem ekki auga á. Þess vegna langar mig til að biðja þig að spá svolítið í þá. Ekki þarftu að hika við að segja frá óförum, ef þær leynast þama, því ég held að þcer geti verið komnar fram. Eg er í vinnunni og við höf ' um verið að leita að miða, ég og yfirmenn mínir, erum komin að borði sem ég vinn við alla daga. Eg stend svo við endann á borð- inu en hjón sitt hvorum megin við hinn endann, ncest dyrun- um. Þá kemur inn maður, lítur upp og sþyr: Hver ert þú? Hann svarar: Eg er guð. Eg heyri til þeirra og hugsa: Ef þú ert guð, segðu okkur hvar miðinn er. Hann svarar um leið: Miðinn er í efsta hominu á skúffunni. Við lítum hvert á annað, síðan opnar konan skúffuna og sækir mið- ann, lítur á hann og réttir manni sínum hann yfir borðið. Hann réttir mér stðan miðann með þeim ummælum að ég viti hvað eigi að gera við hann. Eg lít á miðann, hann er krumpaður og þegar ég slétti úr honum er hann í tveim hlutum. Eg lít upp og horfi þá á guð, sem er kominn til mín, en ég er hissa því hann er meðalmaður á hœð með brúnleitt Ijóst hár og gleraugu (og minnir verulega á mann sem ég hef þekkt vel í nokkurár). Við stöndum þétt saman, þó komum við ekki við hvort annað. Hann lyftir hendinni yfir höfuð mér og niður á bak og um mig fer undarleg tilfinning þegar hann gerir þetta við allan líkama minn, þó án snertingar, og undarlegheitin verða svo mtktl að mig svimar. Þá styður hann við mig og við erum komin á bekk og hann er að koma mér þar fyrir. Mér finnst jafnvel að hafi liðið yftr mig. Þegar ég er lögst á bekkinn segir hann mér að hann verði að fara og sinna öðrum en hann komi aftur. Eg tek því með nokkrum trega en segi ekkert við því. Mér verður litið til hliðar og sé þá hvar kona stendur við glugga, mjóan og langan. Hún lyftir hendi við hann og þá koma eldingar, jafnvel þrumur. Þetta er hún búin að gera einu sinni eða tvisvar þegar maður henni viðkomandi kemur og segir: Ferðu ekki bráðum að hætta þessum blekkingum. Hún ætlar að hætta þeim og teygir sig upp á hurð en ég sé hvað hún ætlar sér þvt uppi á hurðinni er hringur, sennilega úr silfri, og ég veit að hún ætlar mér að bera hann. Eg vil ekki svona hring og meðan hún sækir hann sæki ég gull- hring sem ég er með í vasanum og set hann upp. Hún á að sjá að það er ekki pláss fyrir hennar hring. Draumur 2. Eg er fyrir utan tíma og rúm, stend á einhvers konar loftbrú, sennilega úr daufu Ijósi og þó engu. Eg stend á milli tveggja afla, góðs, sem er fyrir aftan mig, oþ ills, sem er fyrir framan mig. Útlínur þess eru eins og mannslíkami sem sést þó ekki nema silfurslegnar útlínur en er eins og neðri hluti fóta, frá ökkla, sé margar silfurlínur en ekkifætur. Allt er þetta skínandi bjart. Milli þessara afla ríkir spenna sem ég fæ ekki skilið en þó er ég ástœðan. Allt í einu nær verra aflið gullbikar af þvígóða og það góða spyr: Hvers vegna gerðir þú þetta? Þá er eins og allt loft sé úr því verra afli og það lyppast niður um leið og það svarar: Mig getur líka langað til að eiga eitthvað gott. Síðan breytist allt og við erum komin í anddyri á stóru húsi eins og Húsi verslunarinnar. Eg á að taka við að gæta helgrar bókar sem er uppi á lofti og verra aflið hafði eitthvað með að gera. Þessi bók er einhvers staðar uppi álofti. Eg er að fara í gegnum dyr þegar mér er rétt orðið, sem fest er á taug sem liggur eitthvað upp í loftið og ég á að gæta þess. Eg fer í gegnum dyrnar en missi af orðinu. Þá kemur verra aflið klætt eins og maður og réttir mér það aftur og segir um leið að ég verði að finna orðið eða rétta orð- ið eða hafa orðið á réttum stað (hér man ég ekki hvað passaði), þó finnst mér að ég hafi átt að rétta orðið, en það passaði milli vísifingurs og þumalfingurs, allt’ ísmáhlutum en þó heilt. 3. draumur. Það er bjartur sumardagur. Eg er klædd hvítri peysu og rauðu pilsi, kem labbandi til pabba, sem erað vinna eitthvað í portinu heima. Eg segi eitthvað við hann en fæ engin svör. Eg lít niður íportið og sé hvar dauðinn kemur gangandi. Mér verður hverft við og segi: Dauðinn er kominn með stórt ker í höndun- um. Pabbi var að bogra eitthvað en réttir nú úr sér og þá er hann ekki pabbi heldur guð. Hann heldur líka á einhverju í hönd- unum og bíður dauðans. Hann lítur til mín brosleitur eins og hann hafi vitað hvað ég hugsaði, því hann segir: Dauðinn tekur ekki bara líf, hann gefur það líka. Eg skil ekkert íþessu en þá bætir hann við: Dauðinn erupp- haf lífsins. Mér finnst eins og ég hafi átt að vita það sjálf. Dauðinn er kominn til okkar og guð er byrjaður að hella dökk- um vökva í kerið hans, sem ég veit að hann á að bera um meðal fólksins, því til hjálpar. Þeir sem fá á sig dropa úr kerinu fá bata og líf. Eftir þvt sem kerið fyllist fríkkar útlit dauðans og að lok- um er kerið fullt og dauðinn orð- inn sktnandi bjartur engill. Eg er undrandi á þessu öllu en þó þekki ég þetta allt. Mér verður litið niður götuna og þá sé ég hvar dauðinn kemur gang- andi eins og út frá granda, með kerið í fanginu og fullt af englum, jafnvel fólk líka, á eftir sér. Mér fannst öll birta og um- hverfi vera öðruvtsi en við erum vön, einhverm veginn tærari. X. Þú verður sjálfsagt undrandi og jafnvel ósátt við þá ráðningu sem kemur fram á draumum þessum. Draumarnir eru mjög sérstæðir en í þeim kemur ekki fram bein táknræn merking að mati draumráðanda og þess ráð- gjafa sem hann leitaði til að þessu sinni heldur má telja þessa drauma endurspegla þá lífs- reynslu sem þú hefur gengið í gegnum og er þér hugstæð. Það er ekki ósennilegt að trú- mál séu þér ofarlega í huga eða efst á baugi hjá einhverju fólki í kringum þig. Þú mátt vara þig svolítið á að láta ekki hafa of mikil áhrif á þig, einkum þegar þú ert viðkvæm út af einhverju. Þú skalt reyna að taka sjálfstæðar ákvarðanir, einkum þegar um mikilsverð málefni er að ræða, því í draumnum kemur fram vís- bending um að þú verðir auð- veldlega fyrir áhrifum frá öðrum og látir ýmsa hluti verka óþarf- lega sterkt á þig. Þau sterku teikn sem í draumunum má fínna endur- spegla einhverja togstreitu í sjálfri þér eða umhverfi þínu, teikn sem gera mikið úr baráttu góðs og ills. Rétt er að taka fram að návist guðs í draumum hefur hing->ð til þótt mjög jákvæð en samhengið í þessum draumum er ólíkt venjulegum tákndraum- um. Þeir gætu þó varla talist ills viti þó þeir væru teknir sem tákndraumar. Sem sagt engan veginn slæmir draumar, tæplega tákn- draumar en gætu verið vísbend- ing um að fólkið í kringum þig hafi mjög leiðandi skoðanir í lífi þínu og sé svo er það óæski- legt. Úrval LESEFNI VK) ALLRA HÆFI MISSTU EKKI VIKU ÚR LÍFI ÞÍNU ÁSKRIFTARSlMINN ER 27022 38. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.