Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 32
Hvað um stelpumar? Þær
virðast ekki breika eins mikið.
Stefán: Stelpur hafa ekki veriö
eins mikið í breiki og strákar, það
er alveg rétt. Ég hélt því nú fram
fyrst þegar ég byrjaði á þessu að
þær gætu þetta alveg eins vel og
strákar en málið er bara að
stelpurnar eru miklu. . .sko, þær
hafa ekki eins mikla krafta. Þær
þurfa kannski ekki að vera svo
sterkar en þaö þarf mikinn kraft
til að geta djöflast um í breik-
dansi. Maður er með stífa vöðva
allan tímann á meðan maður er að
dansa og þetta tekur mjög í.
Maður fer kannski með höndina
alveg á fullu út í loftið en á svo allt
í einu aö stoppa snöggt. Stelpur
eru bara oft of linar til að geta gert
þetta vel. Ég vona að ég móðgi
enga en sjáðu bara. . . (Stefán
tekur nokkrar léttar breik-
hreyfingar fyrir blaðamann). Þaö
er ýmislegt í breikdansinum sem
stelpur geta gert og þær hafa
margar mikinn áhuga og gera
auðvitað eins vel og þær geta.
Nú hafið þið verið að sýna
saman í sumar.
Rúrik: Já, viö byrjuðum að
dansa saman fyrir rúmu hálfu ári.
Við fórum til dæmis til Spánar,
fjórir strákar og fjórar stelpur frá
dansskóla Kolbrúnar Aöalsteins-
dóttur. Við dönsuðum í tívolíi í
Torremolinos á Costa del Sol. Það
gekk mjög vel og við fengum frá-
bærar viðtökur. Allur hópurinn
var að vísu aðeins að skemmta í
hálfan mánuð en við Stefán vorum
lengur og sýndum breikdans á
diskóteki. Viö tveir höfum svo
sýnt í sumar í Hollywood og Sig-
túni, Hótel Sögu og hingað og
þangað.
Nú átt þú ekki að hafa aðgang að
þessum stöðum, Stefán.
Nei, nei, ég er auðvitað bara
inni á meðan á sýningu stendur,
fer ekkert út á dansgólfiö á eftir.
Beint bak við og út.
Hefur þetta nægt ykkur sem
sumarvinna?
Stefán: Það er hægt að lifa
alveg þrælgóðu lífi með þessu. Við
Rúrik höfum líka verið með nám-
skeið í breikdansi, til dæmis á
Akranesi, við vorum þar í hálfan
mánuð. En svo er bara svo gaman
að þessu. Við dönsuðum líka með
danshópnum Magnificent Force
sem leikur í kvikmyndinni Beat
Street. Sá hópur kom hingað
þegar byrjað var að sýna mynd-
ina. Svo er líka gaman að taka
sporin hingað og þangað þegar
okkur dettur eitthvað skemmti-
legt í hug. Við höfum einu sinni
eða tvisvar sýnt á Lækjartorgi,
annars er okkar götudans eða
breik innan dyra.