Vikan


Vikan - 01.11.1984, Qupperneq 32

Vikan - 01.11.1984, Qupperneq 32
Hvað um stelpumar? Þær virðast ekki breika eins mikið. Stefán: Stelpur hafa ekki veriö eins mikið í breiki og strákar, það er alveg rétt. Ég hélt því nú fram fyrst þegar ég byrjaði á þessu að þær gætu þetta alveg eins vel og strákar en málið er bara að stelpurnar eru miklu. . .sko, þær hafa ekki eins mikla krafta. Þær þurfa kannski ekki að vera svo sterkar en þaö þarf mikinn kraft til að geta djöflast um í breik- dansi. Maður er með stífa vöðva allan tímann á meðan maður er að dansa og þetta tekur mjög í. Maður fer kannski með höndina alveg á fullu út í loftið en á svo allt í einu aö stoppa snöggt. Stelpur eru bara oft of linar til að geta gert þetta vel. Ég vona að ég móðgi enga en sjáðu bara. . . (Stefán tekur nokkrar léttar breik- hreyfingar fyrir blaðamann). Þaö er ýmislegt í breikdansinum sem stelpur geta gert og þær hafa margar mikinn áhuga og gera auðvitað eins vel og þær geta. Nú hafið þið verið að sýna saman í sumar. Rúrik: Já, viö byrjuðum að dansa saman fyrir rúmu hálfu ári. Við fórum til dæmis til Spánar, fjórir strákar og fjórar stelpur frá dansskóla Kolbrúnar Aöalsteins- dóttur. Við dönsuðum í tívolíi í Torremolinos á Costa del Sol. Það gekk mjög vel og við fengum frá- bærar viðtökur. Allur hópurinn var að vísu aðeins að skemmta í hálfan mánuð en við Stefán vorum lengur og sýndum breikdans á diskóteki. Viö tveir höfum svo sýnt í sumar í Hollywood og Sig- túni, Hótel Sögu og hingað og þangað. Nú átt þú ekki að hafa aðgang að þessum stöðum, Stefán. Nei, nei, ég er auðvitað bara inni á meðan á sýningu stendur, fer ekkert út á dansgólfiö á eftir. Beint bak við og út. Hefur þetta nægt ykkur sem sumarvinna? Stefán: Það er hægt að lifa alveg þrælgóðu lífi með þessu. Við Rúrik höfum líka verið með nám- skeið í breikdansi, til dæmis á Akranesi, við vorum þar í hálfan mánuð. En svo er bara svo gaman að þessu. Við dönsuðum líka með danshópnum Magnificent Force sem leikur í kvikmyndinni Beat Street. Sá hópur kom hingað þegar byrjað var að sýna mynd- ina. Svo er líka gaman að taka sporin hingað og þangað þegar okkur dettur eitthvað skemmti- legt í hug. Við höfum einu sinni eða tvisvar sýnt á Lækjartorgi, annars er okkar götudans eða breik innan dyra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.