Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 56
Köflótt og sparileg
Senn gengur vetur konungur i garÖ og gott er
að eiga eina sparilega í haust- eða vetrarlitun-
um. Það er einmitt ein slík sem við erum með
á prjónunum í næstu VIKU — köflótt og
sparileg bómullarpeysa.
Bárujórn á Bráðrœðisholti
Einhvern tima var sagt að ekki væri von að
vel færi í henni Reykjavík, bæ sem byrjaði í
Ráðleysu og endaði í Bráðræði. Þetta voru
bæir eða þurrabúðir í gömlu Reykjavík. En
þótt ræst hafi furðanlega úr þessum bæ er
enn ýmislegt að gerast vestur á Bráðræðis-
holti. Þar á klapparholtinu, sunnan við hús
Jóns Loftssonar, hefur fjöldi gamalla húsa
fengið uppreisn æru á síðustu árum. Sum eru
gömul og gróin en önnur eru ættuð úr fjar-
lægum byggðum. / næstu VIKU lítum við i
kringum okkur þarna vestast í vesturbæn-
um.
Tími flugdrekanna
Haustið er tími flugdrekanna. í næstu VIKU
fáum við að vita ýmislegt um fíugdreka á
tveimur flugdrekafullum litopnum. Rakin
verður saga fíugdreka í stuttu máli, drepið á
nokkur bráðnauðsynleg fíugdrekaráð og
auðvitað birtar myndir af nokkrum skínandi
fallegum skepnum.
Jörundur sigraði írland
Á liðnu sumri fór Leikfólag Se/foss til írlands
og sló þar í gegn með sýningu sinni á leikriti
Jónasar Árnasonar, Þið munið hann Jörund.
Einn leikaranna vann meira að segja verðlaun
fyrir bestan leik í aukahlutverki karla. Við
segjum frá þessu í næstu VIKU með viðtölum
við verðlaunahafann og Jörund sjálfan.
Sveitabrúðkaup
Sumir ganga í hjónaband hjá dómara, aðrir í
kirkju. En ti/ eru þeir sem kjósa he/st ómæl-
isvídd himinhve/sins fyrir altaristöflu. Þann-
ig brúðkaup átti sér stað á eykríii úti í Meðal-
fellsvatni á dögunum og auðvitað var Vikan
þar með í för — en nánar um það í næstu
VIKU.