Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 45

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 45
augliti til auglitis viö Petronellu sem hún haföi ekki mælt orö við frá atburðunum síðasta sunnu- dagskvöld. Petronella átti nægi- lega blygðunartilfinningu til að roðna og líta ringluð undan og sömuleiðis Mary Cradock sem kom á eftir henni. Þá daga sem liðnir voru hafði Emma borið kennsl á marga af grímuklæddu þátttakendunum í svörtu mess- unni af þvinguðum viðbrögöum þeirra við augnaráði hennar — bæði ættingja og þjónustufólk. Einn mann hafði hún ekki hitt — og hún hafði lagt sig fram um að forðast hann — og það var Toby Stocker. Undirbúningur að nýju fyrir- komulagi undir stjórn fjórða markgreifans var í lausu lofti nærri því viku, en þann tíma sást Eustace Beechborough ekki viö máltíðir eða fjölskyldusamkomur, ekki einu sinni hjá gömlum félög- um sínum við spil og kvennafar í gróðurhúsinu. Eins og riddari við næturvöku hélt nýi markgreifinn sig í herbergjum sínum, hafði ekki annan félagsskap en frú Galloway, neytti allra máltíða í einkasetustofu sinni og fór varla út nema í gönguferðir á kvöldin með hundinum sínum. Viku eftir að. Beechborough hækkaði í tign tók hann á móti gesti sem olli fjölskyldunni mikl- um heilabrotum. Gesturinn kom í leiguvagni, ásamt farangri. Hann var vel gerður, hávaxinn maður á fertugsaldri og klæddur í rauöan einkennisbúning höfuðsmanns í fótgönguliðinu. Allan þann dag sat hann á ráðstefnu með markgreif- anum og fylgdi honum á kvöld- göngunni með hundinum. Fylgst var með þeim úr flestum hallar- gluggunum. Fólk braut heilann ákaft og tók eftir því aö höfuðs- maðurinn talaði mest en Beech- borough hlustaði. Vangaveltur og gróusögur náðu hámarki daginn eftir þegar mark- greifinn kallaði á þrjá félaga sína að koma til sín í setustofuna og sendi svo undirþjón til að leita að Emmu Dashwood, sendi henni kveðju sína og bað ungfrú Emmu að vera svo væna að koma á fund herra markgreifans við fyrsta tækifæri. HERBERGI markgreifans af Beechborough náöu yfir alla efri hæðina á framhlið stóra hússins, meö útsýni yfir hlaðið, skraut- garðana með gosbrunnum og illar gufur engjanna niður að ánni. Að herbergjunum lá breiður stigi upp úr anddyrinu og þaö var með örum hjartslætti sem Emma stik- aöi þar upp um leið og hún var búin að slétta hárið, setja á sig svolítið hrísgrjónapúður og örlítið ilmvatn og fullvissa sig um að hæl- arnir væru ekki komnir út úr sokkunum eða að of mikið sæist af brjóstunum á henni. Þegar hún barði aö dyrum á setustofu markgreifans heyrði hún hálfkæfða skipun að innan um að hún ætti að koma inn. Þegar Emma gegndi hvíldi þegar á henni augnaráð þeirra fimm sem inni voru, augu frænda hennar, markgreifans, félaga hans þriggja, James frænda, Herberts frænda og Josiah frænda Cradock, og óhvikult augnaráð hins dular- fulla höfuðsmanns í fótgöngu- liðinu. Þeir risu allir á fætur þegar hún kom inn. „Elsku Emma mín,” sagði Eustace Beechborough mjúkur í máli, benti á sæti sem sett haföi verið við borðið þar sem hann og félagar hans sátu. „Elsku, láttu fara vel um þig. Þú þekkir mig, þú þekkir þessa ágætu ættingja þína. Það er ekki annaö eftir en að kynna þig fyrir Tredegar höfuðs- manni í tuttugasta fótgönguliöinu. Hann er aðstoðarmaður sir Claude Devizes hershöfðingja, hernaöarlandstjóra í Quebecfylki. Höfuðsmaöur, þetta er frænka mín, ungfrú Emma Dashwood.” „Yðar þjónn, ungfrú.” Höfuðs- maðurinn laut kurteislega yfir höndina sem hún rétti honum. „Herra minn,” tautaði Emma og velti fyrir sér hvað í ósköp- unum hefði komið frændum henn- ar til aö setjast á þing og kalla á hana til aö kynna hana fyrir aö- stoðarmanni einhvers fjarstadds hershöfðingja. Hún hagræddi sér í sætinu, lagði hendurnar í kjöltu sér og leit af einum á annan í áhorfendahópi sínum með eins mikilli ró og hún gat knúið fram. Það skemmti henni er hún tók eftir að Eustace frændi hafði brugðið fyrir sig al- vörugefni og yfirlætisbrag sem féll að virðingu tignar hans. Þessa stundina beindi hann augunum að hálsmáli hennar og þaö tók tölu- vert á hana að varna því að skýla sér með hendinni. Frændur hans og félagar horfðu sömuleiðis á hana með ósjálfráðum losta sem fylgir því að fylgja öllum sínum löngunum ævilangt. Það hvarflaði að henni að þeir hlytu að sakna daglegrar skemmtunar sinnar í gróðurhúsinu og hún vorkenndi þeim mjög. „Herrar mínir, komum okkur að efninu,” sagði Beechborough. „Einmitt, herra markgreifi,” sagði Tredegar höfuðsmaður. „Eins og herra mínum, mark- greifanum, þóknast.” „Við sleppum formlegum ávörpum meðan á þessum sam- ræðum stendur, höfuðsmaður,” sagði Beechborough upphafinn. „Og þú ávarpar mig og frændur mína einfaldlega „herra”.” „Já, mark — já, herra,” stam- aði foringinn, roönaði, og Emma vorkenndi honum talsvert. „Kæra Emma mín,” sagði Eustace frændi hennar, sleit treg- lega augun af barmi hennar og færði augnaráðið upp aö höku, „höfuösmaðurinn hér er sendiboði — myndirðu lýsa sjálfum þér sem sendiboða, höfuðsmaður?” „Vissulega, herra. Sendiboða. Já,” svaraði hermaðurinn. „Sendiboði frá hinu fjarlæga Quebecfylki í Kanada, elsku Emma mín,” sagði Beechborough. „Jæja, elsku Emma mín, þú verður að vita að yfirboðari höfuðsmannsins, sir Claude Devizes hershöfðingi, er ákaflega hátt settur foringi, bæði í starfi sínu og af ætterni. Það er rétt þeg- ar ég segi, er ekki svo, höfuðs- maður, að sir Claude sé af Devizes-ættinni í Bristol, útgerð- arfjölskyldunni?” „Hann er þaö, herra,” svaraði höfuðsmaðurinn. „Sir Claude er auk þess núna — eftir að frændi hans lést — eini hluthafi í Devizes- flotanum og ákaflega stöndugur herramaður.” „Auður er ekkert sem hefur áhrif á skoðanir meðlima Cradock-fjölskyldunnar, hvorki á þennan veg né hinn,” sagði markgreifinn með votti af strang- leika. „En það skiptir ekki megin- máli.” „Heyr, heyr,” tautaöi James frændi. Og hinir frændurnir létu álit sitt í ljós með því að berja í borðið. Emma vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún leit af einum Framkvæmum MÓTOR * HJÓLA ¥ LJÓSA n Ef þú lætur stilla bílinn reglulega (á 10.0C0 km. fresti eyöir hann minna en ella. M ú ÍBÍLASKOÐUN % &STILLING S13 1QO HÁTÚN 2a 38. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.