Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 7

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 7
Texti: Borghildur Anna nam Útþráin hefur rekiö margan landann af skerinu hvort sem veðrinu er um að kenna eða einhverju öðru. Sumir láta sér nægja sumarleyfisferðir til skamms tíma en aðrir þurfa meira. Þeir síðarnefndu flytja um hríð — sumir koma jafn- vel aldrei aftur. Námsmenn eru líklega langfjölmennastir í þeim hópi sem til lengri dvalar heldur enda valkostir á námsbrautum ólíkt meiri hjá milljónaþjóðum og þannig get- um við sparað okkur mikla fjármuni við skólahald sem nú þegar er orðið allviðamikið fyrir fámenna þjóð. En til þess að sem flestir eigi kost á að afla sér æðri menntunar er svo- kallað námslánakerfi sem svo er endalaus uppspretta fyrir nagg og þrætur þegar menn eru hættir að nenna að gráta yfir veðrinu. VIKAN heimsótti tvo námsmenn í París — þær Elínu Sveinsdóttur og Sigrúnu Einarsdóttur. Báðar tengjast listum, önnur í förðunarskóla en hin í listnámi — hvort tveggja virtist einstaklega iifandi. Kvöldið leggst snemma yfir i París að sumrinu, bjartar nætur norðursins eru fjarri. Núna var einmitt tekið að kvölda og golan feykti stærðar laufblaði niður í bjórglasið hjá karlinum á næsta borði. Bekkurinn er illa rifinn þannig að erfitt reynist að finna heilan bút til að tylla sér þægilega. En einhvem veginn er þetta eðli- legur hluti af umhverfinu á óhreinu útiveitingahúsi í þessari borg. Þetta er á homi niðri í Convention og sessunautamir næstu — Elín og Sigrún frá íslandi — em löngu hættir að sjá svona smáatriði. Þær búa saman í heimilislegri íbúð sem snýr út í stórborgarlegan bakgarð. Ibúðinni fylgdi frá upp- hafi köttur sem taldi sig eiga heima á staðnum ekki síður en aðrir. Til þess að hann komi ekki inn með alla kattarkyns kunningja úr nágrenninu þarf að draga niður rúllutjöldin, þá kemst kisi ekki inn og karlinn í svalaglugganum á fimmtu hæðinni andspænis verður líka fyrir vonbrigðum. Lítið annaö aö glápa á í svo þröngum húsagarði. öllum líöur vel inni í íslenskfrönsku íbúðinni, jafnvel blómin vaxa af krafti. En ekki er svo langt um liðið síðan þær vin- konumar komu til Parísar hvor í sínu lagi og þekktust þá ekkert að heiman. „Veistu það,” segir Sigrún hugsandi, „maður getur orðið merkilega einmana í París. Nú var ég alls ekkert að fara að heim- an í fyrsta skipti og þekkti því allar þessar krísur sem hægt er að komast í erlendis. En þetta kom mér samt á óvart — aö geta ekki treyst nokkrum manni og eiga von á árás allan sólarhringinn er erfitt að sætta sig við. En það venst. ” Elín kannast vel við tilfinning- una: „Strax og ég kom hingað fannst mér að héma ætti ég ein- mitt heima, í þessari borg. Næst- um eins og ég hefði búið héma áð- ur. Og fólk hafði orð á því hvað því fyndist ég ótrúlega frönsk í útliti og framkomu. Samt var oft erfitt að vera svona fjarri ættingjum og vinum, nætumar með öllum sín- um ókunnu hljóðum vom erfiðast- ar. Meira að segja það venst.” En með tímanum kynntust þær og ákváðu að reyna að búa saman, nokkuð sem hefur gengið ágæt- lega þótt ólíkar séu að flestu leyti. Eins og búast má við í stofu hjá námsmönnum taka tvö vinnuborð stærstan hluta gólfplássins. I einu hominu er undarlegt borð — eða eitthvað þess háttar — hvítt, óreglulega lagað og vaggar rólyndislega við mixmstu snert- ingu. „Þetta er borðið hennar Sig- rúnar,” segir Elín. „Hún gerði það fyrir skólann og það er alls ekki nothæft sem slíkt, enda alls ekki ætlast til þess. Skúlptúr.” Nánari útskýringa er ekki þörf. Skólinn hennar Elínar heitir L’écolé Christian Chauveau og er við Boulevard Haussmann. Þegar komið er inn um virðulegar dyr tekur við gangur og bakgarður. Síðan þramm upp lítt traustvekj- andi stiga, þrepin virðast sum ekki geta gert upp við sig í hvaða átt og enda sé best að halla. Að lokum er komið inn í nokkra sali troðfulla af nemendum með alls kyns box og krúsir. Þama ægir saman öllum mögulegum mann- 38. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.