Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 44

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 44
L3 Framhaldssaga kaldan marmarann. Hún hristi höfuðið vantrúuö, vildi ekki að það ónefnanlega yrði. Naktir mennirnir lyftu jarmandi lambinu hátt yfir sam- fléttað pariö svo að lítið höfuð þess hékk niður og hálsinn var aðgengi- legur. Frú Galloway hneigði sig fyrir ástmanni sínum og rétti fram púðann. Æðstipresturinn greip glampandi hnífinn í báöar hendur. Svo lyfti hann sveigðum hnífnum hátt á loft og kunngjörði gjallandi: „0, prins myrkursins, líttu á hvernig blóð lambsins hnígur niður á fórnina og þann sem fórnar!” Opinu sem rauf þögnina fylgdi þegar langdregið vein: ,,Nei-ei- ei!” Allra augu snerust í skelfingu og þau sáu Emmu líkt og vofu uppi á svölunum. Hún var hvítklædd og andlit hennar í djúpum skugga; en allir gátu séð dökkt og úfið háriö sem hrundi villt um axlirnar. í margra huga kviknaði sú hug- mynd aö þarna væri kominn upp- vakningur í líkklæöum, hárið úfið úr rakri jörðinni og andlitið löngu rotið. Skelfing greip þá sem mest höfðu ímyndunaraflið og æddi um eins og eldur í sinu. Það var frú Galloway sem fór fremst í flóttanum til dyra, veinaði á hlaupunum, fór nakin og skeytingarlaus út í nóttina. 1 einu stökki var Toby Stocker kominn niður af altarinu, sleit af sér viöur- styggilega grímuna, félagi hans yfirgefinn og gleymdur. Petron- ella var fljót á eftir honum. Áður en Emma geröi sér fulla grein fyrir ástæðunum fyrir óskipu- legum flótta safnaöarins frá van- helgum athöfnunum var hann horfinn. Ekkert heyrðist annað en hurð sem skelltist í næturgolunni og eymdarlegt jarmið í svarta lambinu sem skokkaði yfirgefið eftir ganginum þar sem svartir kuflar djöfladýrkendanna lágu á víð og dreif. Emma skalf þegar hún fór niður stigann og út í tunglskinið á hlaðinu. Hún gekk yfir aö álmunni hinum megin. Um ótalda glugga í sofandi hrúgunni fylgdust föl andlit grannt með göngu hennar. Þetta vissi hún vel. Hún vissi að Eustace og fylgilið hans vissi núna hver leyndi áhorfandinn var, hver hafði afhjúpað leyndarmál þeirra og hleypt svona gróflega upp athöfninni, rétt eins og hún vissi núna hvaö Eustace frændi hennar hafði átt við meö því aö „ýmis- legt” hefði verið að gerast í Flaxham meðan hún var í burtu, ýmislegt sem hún hefði átt að taka þátt í... EMMA gat ekki fengið af sér að sofa í sama herbergi og Petronella svo hún hringaði sig í sófa í einni setustofunni og blundaði órólega til dögunar. Þá fór hún yfir í stóru steineldhúsin þar sem matreiðslu- menn og vikapiltar voru þegar teknir að útbúa ofboðslegar máltíðirnar sem þurfti til að seöja fjölskylduna næsta dag. Nokkrir gáfu hornauga ungu konunni, sem enn var í náttkjól og slopp, en allir hneigðu sig og lögðu fingur aö enni og Emma fékk í snarhasti kaffi- bolla og heita bollu meö smjöri. Þannig búin hvarf hún aftur í sófann sinn og til óþægilegra hugsana sinna. Hún var hætt við Toby — það var að minnsta kosti upphafið. Til- hugsunin um að sjá hann aftur, hvað þá njóta jafnvel einföldustu ástaratlotanna af þeim sem hún hafði gert sér í hugarlund, vakti henni klígju. Fyrsta og hreinasta ást ævi hennar haföi dáið með saðningu annarrar konu. Opinská dagbókin — hún þreifaði eftir henni í slopp- vasanum og þar var hún enn — úr henni þurfti að rífa viðkomandi blöð og brenna þau. Það ætlaði hún þegar í stað að gera. Þaö logaði eldur í breiöum arni setu- stofunnar. Hún horföi á drauma sína verða svarta, verpast og verða eldinum að bráð og á því andartaki hvarf hún þurreygð frá stúlku yfiríkonu. Hún sneri sér aftur að hugleiðingum sínum. Núna, þegar hún var oröin fróðari um leyndarlíf Eustace frænda og fylgisveina hans, kæmu þeir fram við hana af megnustu óbeit og tortryggni — hana, þá óviðkomandi. Hvað voru þau mörg og hver voru þau? Það leyndi sér ekki aö bæði fjölskyldu- meðlimir og starfslið í höllinni átti hlut að máli í þessum svívirðilega söfnuði. Það voru aörir þjónar en Toby Stocker sem fylltu lið til- búinna þarfanauta í þessu nætur- svalli því þaö bjuggu engir ungir og gerðarlegir menn af Cradock- ætt í Flaxham. Flestir voru annað- hvort kvæntir og áttu heimili eða voru í her eða flota. Meðan hún horfði af svölunum haföi hún haft gott tækifæri til að velta fyrir sér hverjir grímuklæddu svallararnir voru. Hún var nærri því viss um að önnur dísin, sem hafði gert Eustace frænda til góða, var annar herbergisfélagi hennar, Mary Cradock, en consoeur Mary hafði veriö ein þeirra herbergis- þerna sem iðulega voru kallaðar að rúmi Beechborough afa. Um eitt var hún viss: Markgreifinn hafði sjálfur ekki verið viðstaddur. Og hvaö svo? Það kom síst til greina að hún færi frá Flaxham. Hún átti ekki grænan túskilding fyrir sjálfa sig og var algjörlega háö — líkt og allir aðrir íbúar hallarinnar — náð og miskunn markgreifans. Hún gat hlaupist að heiman — vissulega. En hvert gat hún farið? Ekki til frænkna sinna, Söru og Clarice, það var víst. Gömlu piparjúnkurnar áttu mark- greifanum frænda sínum að þakka húsið sem þær bjuggu í og allt sem þær létu inn fyrir sínar varir, líkt og öll hin. Ef þær veittu brott- hlaupnum fjölskyldumeðlimi næturgistingu, þó ekki væri nema eina nótt, voru þær komnar í klandur. Hún sagði beisklega við sjálfa sig aö hjónaband væri eina undan- komuleið hennar. Það — eða hór- dómur. Hún haföi séö töluvert af síðartalda starfinu í Flaxham Palace, hjá gestum afa síns og frænda. Ofáguð „leikkonan”, frú Galloway, var ágætt dæmi um þá manngerð. Já, hjónaband varð það að vera. En með hverjum? Jock Ballan- tree var ósköp þægilegur maður en ekki sú manngerð sem kveikti tilfinningar hennar, ekki eins og — nei, ekki nefna það nafn aftur, ekki einu sinni hugsa þaö...! Jock Ballantree gæti hentað henni ágætlega. Það yrði auðvitað engin ást í spilinu heldur töluvert mikiö af gagnkvæmri virðingu. Jock dáðist að henni, það vissi hún vel. Auk þess vissi hann, eftir að hafa haft tækifæri til að skoöa hana nakta — og var að líkindum ánægður — hvernig hún var búin líkamlega og hann væri ekki að kaupa köttinn í sekknum. Já, hugsaði Emma, hallaöi sér nautnalega upp að sófapúðunum, ef Jock Ballantree kæmi á biöils- buxunum, eins og hann haföi gefið í skyn, myndi hún taka vel á móti honum. Hann var aðalsmaður, trúlega ríkur og átti vafalaust töluveröar eignir. Þetta yrði fylli- lega fullnægjandi fyrirkomulag fyrir alla sem hlut áttu að máli. Hún öölaðist frelsi sitt frá Flax- ham og Cradock-ættinni og töfrandi og ástúðlegan eiginmann. Jock fengi eiginkonu og húsfreyju, konu til aö deila með sér sæng og vera móðir barnanna hans. Það voru til miklu verri hjónabörn. Hún hafði séð þau mörg. Hjónaband yrði vegabréf hennar til frelsis — og ekki þess falska frelsis sem svo mörg hjónabörn færðu konum, þeirrar gerðar sem var líkari þrældómi. Þaö sem flytti hana frá íburðar- mikilli eymdinni í Flaxham Palace yrði hjónaband jafningja, tískuhjónaband. Annar kafli. Þetta var á sunnudegi. Á þriðju- daginn í vikunni á eftir, á kaldri stundinni fyrir dögun, þegar lík- ami og sál eru lægst og auðveldast að slíta andann úr holdlegu must- eri hans, dó Archibald Cradock, þriðji markgreifi af Beechbor- ough. Allan daginn gullu bjöllur kap- ellunnar og kirkju St. Agnes með Beechborough árafjölda Archi- bald Cradock aftur og aftur. Veðrið var óþægilega heitt svo nábjargirnar voru ekki dregnar á langinn; séra Hackett sá um greftrunina í kapellunni og þriðji markgreifinn var lagður til hvíld- ar í marmarakistu hjá fyrsta og öðrum markgreifanum. Nýi markgreifinn fylgdist með athöfn- inni úr sama eikarhásæti og hann hafði áöur setiö í og stýrt gjörólík- um framkvæmdum fáeinum nótt- um áður. Emma horfði á frá sín- um venjulega stað á svölunum og furöaöi sig á að hönd guðs skyldi ekki ljósta Eustace frænda dauð- an, sömuleiðis frú Galloway sem var í fullum sorgarklæðum og með blæju sem allt huldi — allt öðru- vísi en nakta lauslætisdrósin sem bauð blíðu sína við allar bekkja- raðir kapellunnar. Emma grét svolítið yfir afa sín- um því þrátt fyrir áleitnar hendur haföi hann aldrei sýnt henni annað en hrjúfa gæsku og þrátt fyrir hörkuna við foreldra hennar haföi hann ekki hikað við að taka hana aö sér þegar hún var ungbarn á vonarvöl. Hún grét líka svolítið af ótta, ótta við nýja skipulagið sem komið yrði á undir nýrri stjórn. Svíviröilega athöfnin, sem hún hafði orðið vitni að í kapellunni, yrði trúlega ekki lengur leynileg heldur opið ræsi sem allir gætu skoðaö. Þaö var búiö að innsigla mar- marakistuna og ljúka síðustu helgisiöunum þegar fjölskyldan tíndist út í heitt sólskinið. Skammt frá kapelludyrunum stóð Emma 44 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.