Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 38
Mikan og tilveran
Dulnefni höfundar er
Hildur Káradóttir
Þegar astín
grípur
unglingana
Ótakmörkuð ástin þín
er sem drottins veldi.
Gegnum augað glöggt til mín
guðlegum leiftrar eldi.
Þegar ég hugsa um þessa at-
burði tuttugu árum síðar undrast
ég mest hvað hugsunarhátturinn
hefur breyst á þeim tíma, bæði
minn eigin hugsunarháttur og
fólks yfirleitt.
Ég býst við að margar konur á
mínum aldri, konur sem nú eru að
nálgast fertugt, hafi eitthvað svip-
aða sögu að segja en ég held aö
þær stúlkur sem nú eru á unglings-
aldri gætu tæpast orðið fyrir líkri
reynslu — sem betur fer.
Ég kynntist Bjössa vorið sem
ég var í fyrsta bekk í mennta-
skóla. Foreldrar mínir bjuggu í
sjávarþorpi úti á landi en ég bjó
ein í Reykjavík yfir veturinn og
leigði kjalíaraherbergi austur í
bæ.
Kynni okkar hófust eftir ná-
kvæmum siðum þess tíma. Ég
hitti hann fyrst á balli í Glaumbæ.
Við dönsuðum, vönguðum, kysst-
umst, hann fylgdi mér heim að
dyrum, við skiptumst á nauðsyn-
legustu upplýsingum um hvort
annað, kysstumst og kvöddumst.
Bjössi var ári eldri en ég og var
að læra bifvélavirkjun. Hann var
með dökkt liðað hár og blá augu og
mér fannst hann vera engill í
mannsmynd.
Kvöldið eftir kom hann á bíl
pabba síns og bauð mér í bíó.
Einnig það fór fram eftir vissum
siðareglum. Hann valdi myndina
og borgaði miðana fyrir okkur
bæði. Við héldumst í hendur þegar
búið var að slökkva ljósin og
þrýstum hendur hvort annars
þegar sérlega æsileg atriði voru í
myndinni. I hléi keypti hann
handa okkur kók og prins póló.
Svona átti það að vera. Ég var al-
sæl.
Svo leið vorið með ballferðum,
bíóferðum, gönguferðum, kossum
og keliríi. En meira en kossar og
kelirí kom ekki til greina. Það var
ákveðiö mál af minni hálfu.
Ástæðurnar voru ýmsar. Veiga-
mest var líklega sú að ég var
hrædd við að verða ólétt. Á þess-
um tíma var pillan ekki komin
nær en í erlendar fréttir blaðanna.
Líklega má líka telja það með or-
sökum skírlífis míns að ég fann
ekki hjá mér neina líkamlega þörf
til að ganga lengra. (Það sama
varð áreiðanlega ekki sagt um
Bjössa.) Siðferðishugmyndir mín-
ar og vinkvenna minna byggðust í
rauninni á undarlegum tvískinn-
ungi. Það var eðlilegt og sjálfsagt
að sofa hjá fyrir hjónaband, töld-
um við — og álitum okkur mjög
frjálslyndar — en, vel að merkja,
aðeins hjá þeim eina sem maður
elskaði og var reiðubiíin að giftast
síðar í fyllingu tímans.
Þar sem kynni okkar Bjössa
höfðu aðeins staðið nokkrar vikur
og hjónaband okkar var ekki af-
ráðið var hjásofelsi sem sé ekki til
umræðu af minni hálfu — þó ég
væri viss um að ég elskaði hann.
Enda þótt Bjössi sækti stíft á
svo aö segja á hverju kvöldi hélt
hann því statt og stöðugt fram aö
hann væri mjög ánægöur með
þessa afstöðu mína. „Það gerir
þig svo miklu meira virði,” sagði
hann.
Ég fór heim til foreldra minna
um voriö með mynd af Bjössa í
hjartanu og í veskinu og fór að
vinna í frystihúsinu.
Ég átti bestu vinkonu heima í
þorpinu. Flestar unglingsstelpur
eiga slíka vinkonu. Við sögðum
hvor annarri allt. Besta vinkonan
var líka á föstu og það sem meira
var, hún var farin að sofa hjá.
„Það er ofsalega gott,” sagði
hún, „svona eins og að pissa þegar
manni er mikið mál.”
Bjössi skrifaði mér í hverri
viku (og ég honum) eldheit ástar-
bréf um það hvað hann saknaði
mín og væri alltaf að hugsa um
mig og hvað hann hlakkaði til þeg-
ar ég kæmi og að ég væri fegursta
vera sem guð hefði skapað. Inn í
þetta fléttuðust svo frásagnir af
gömlum bíl sem hann hafði keypt
og var að gera upp.
Svona leið sumarið. Ég var
Bjössa trú og varðist hetjulega öll-
um tilraunum til vangadans á síld-
arböllum. Besta vinkona mín
opinberaði trúlofun sína um versl-
unarmannahelgina og ætlaði að
fara að búa um haustið.
Þegar ég fór aftur suður í skól-
ann hafði ég tekið ákvörðun. Ást
okkar var nú orðin nokkurra mán-
aða gömul og hafði staðist allar
þolraunir. Það var engin ástæða
fyrir okkur að bíða lengur.
Bjössi tók á móti mér á flug-
vellinum og keyrði mig heim í her-
bergið og við létum til skarar
skríða. Mér fannst það ekki vitund
líkt því að pissa þegar manni er
mikið mál. Mér fannst það svo
sem hvorki gott né vont — fremur
óþægilegt og ég var fegin þegar
því var aflokið. Þetta breyttist
ekki þann tíma sem við Bjössi vor-
um saman en ég gerði mér enga
rellu út af því, leiddi ekki hugann
aö því að svona ætti þetta ekki að
vera.
Svo leið haustið fram að jólum.
Við vorum saman flest kvöld, oft-
ast í herberginu mínu. Ég fór að
koma heim með Bjössa, var meira
að segja stundum boðið í sunnu-
dagssteik með fjölskyldunni. For-
eldrar hans og systkini tóku mér
mjög vinsamlega en ég var alltaf
feimin og þvinguð í návist þeirra,
sérstaklega mömmu hans.
Einhvern tíma snemma um
haustið stundi ég því upp við
Bjössa hvort hann væri ekki
hræddur um að við eignuðumst
barn. Hann svaraði því til að hann
elskaði mig og þess vegna væri
ekki hundrað í hættunni þó við
eignuðumst barn. Ég var mjög
ánægð með þetta svar. En á næsta
stefnumóti mætti hann með
gúmmíverju upp á vasann. Á ein-
hvern óútskýranlegan hátt fannst
mér mér vera misboðið.
Ég stundaði skólann heldur slæ-
lega. Bjössi minntist á að sniðug-
ast væri fyrir mig að hætta í
menntaskólanum og sjálfri fannst
mér það ekki svo vitlaus hugmynd
en sló þó framkvæmdum á frest.
Ég fór heim í jólafrí. Blæðing-
arnar, sem áttu að koma um jóla-
leytið, létu á sér standa. Þegar ég
fór suður aftur var ég komin tíu
daga fram yfir og viss um að ég
væri ólétt. Ég var hin ánægðasta.
Mér fundust lítil böm yndisleg og
ég gerði mér enga grein fyrir því
álagi og þeim erfiðleikum sem
þetta hefði í för með sér. Við
myndum opinbera, fá okkur íbúð
og fara að búa — kannski mynd-
um við gifta okkur áður en barnið
fæddist, kannski þegar það yrði
skírt. Pabbi og mamma yrðu í sjö-
unda himni að fá afa- og ömmu-
barn.
Bjössi tók á móti mér á flug-
vellinum og keyrði mig heim. Ég
skynjaði strax að eitthvað hafði
breyst. Hann sagði ekkert sem
benti í þá átt en hann talaði við
mig, snerti mig og kyssti mig á
annan hátt en áður — af því að
hann átti að gera það en ekki af
því að hann langaði til þess. Ég
fékk aldrei að vita hvað hafði
gerst en það gat auðvitað ekki
verið nema eitt — hann hafði verið
með annarri stelpu.
Ég gat ekki sagt neitt þetta
kvöld. Bjössi fór fljótlega en við
mæltum okkur mót eftir tvo daga.
Þá sagði ég honum tíðindin. Það
varð löng þögn. Svo kom þessi
hefðbundna spurning, hvort ég
væri viss. „Næstum,” sagði ég.
Aftur þögn.
„Ég veit ekki hvemig viö get-
umreddaöþessu.”
Enn löng þögn.
„Eigum við að reyna að athuga
um fóstureyðingu? ”
„Nei.”sagðiég.
Samtalið gekk heldur stirðlega
eftir þetta.
38 Vikan 38. tbl.