Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 39

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 39
Þegar Bjössi fór hvíslaði hann: „Fyrirgefðu.” Af allri hans framkomu átti ég erfiöast með að fyrirgefa þetta eina orö. Það var eitthvaö svo innilega óviöeigandi. Þetta kvöld hvarf öll mín „stóra ást” eins og hendi væri veifað. Ég var óhemju reið og sár við Bjössa og ég fékk líkamlega óbeit á honum. Ég gat ekki hugsað mér aö hann snerti mig. Skyndilega sá ég hann í nýju ljósi. Hann var alls ekki eins ofsalega sætur og talið hafði verið og freknurnar á néfinu og smurolían á höndunum ekki vitund sjarmerandi. Næstu daga var ég að reyna að átta mig á stöðu minni sem tilvon- andi, átján ára, einstæö móöir. Meö dynjandi hjartslátt laumaðist ég til að fletta upp á kvensjúk- dómalækni í símaskránni og panta tíma til þess að verða viss. Tímann gat ég fengið eftir viku. Nú, það var ekki annað aö gera en vera hress og líta á björtu hliðarnar. Ég fór á bókasafn og náði mér í Heilsufræði húsmæðra — fræöslurit um þessi efni voru ekki í jafnmiklu úrvali þá og nú. Jú, jú, einkennin stóðu öll heima. Ég reiknaði út væntanlegan fæðingardag, sunnudag seint í ágúst. Ég ákvað að reyna að stunda skólann af kappi fram til vors, hvað sem meira yrði. Það sem hélt mér uppi þessa daga var í fyrsta lagi að ég geröi mér enga grein fyrir hvað það var að annast um barn og framfæra það og í öðru lagi að ég treysti full- komlega á skilning og hjálp for- eldra minna. Ég var alin upp við öryggi, ég var vön því að fá hjálp við að leysa öll vandamál og ég treysti því að svo yrði áfram. Mér fannst til dæmis sjálfsagt að móðir mui myndi með glöðu geði annast um barnið ef ég færi að vinna eða héldi áfram í skólanum. Áhyggjur af fjárhagshliðinni hafði ég litlar. Ég var vön því að foreldrar mínir sæju fyrir nauðþurftum mínum, sumarkaupið mitt fór í föt, skóla- bækur og vasapeninga. Ég býst við aö þegar öllu er á botninn hvolft hafi ég verið nokkurn veginn jafnábyrgöarlaus og Bjössi. Hann hringdi og bauð mér í bíó en ég afþakkaði. Hann var á- reiðanlega feginn. Ég fór að horfa á ungbarnaföt í búðargluggum. Þau voru yndis- lega falleg. Ég keypti mér prjóna- blað með barnafatauppskriftum og gult garn og fitjaði upp á peysu. Daginn áður en ég átti að mæta hjá lækninum byrjuðu blæðing- arnar. Ég á erfitt með að lýsa til- finningum mínum, þær voru sam- bland af ljúfsárum trega og ólýs- anlegum létti. Fyrst þá gat ég leyft mér að viðurkenna fyrir sjálfri mér allar dökku hliðarnar á málinu. Ég var þrátt fyrir allt af- skaplega fegin að þurfa ekki að til- kynna foreldrum mínum að ég ætti von á lausaleiksbarni. Ég var hjartanlega glöð yfir að þurfa hvorki að hætta í skólanum né lesa utanskóla. Það hafði runnið upp fyrir mér að mín eigin menntun var nokkuð sem ekkert annað gat komið í staðinn fyrir. Og ég var síðast en ekki síst ánægð yfir að vera laus allra mála við Bjössa og þurfa ekkert aö hafa saman við hann að sælda framar. Með bros á vör hringdi ég og af- pantaði tímann hjá lækninum og tók gulu peysuna og prjónablaðið og stakk því niður í skúffu. (Reyndar gróf ég peysuna upp og lauk við hana í fyllingu tímans mörgum árum síðar — en það er önnur saga.) Síðan settist ég niður og skrif- aði eftirfarandi bréf: Hr. Björn Guðmundsson. Enda þótt þú virðist ekki hafa mikinn áhuga á málefninu taldi ég rétt að tilkynna þér að ástandið reyndist ekki vera eins og ég hélt. Virðingarfyllst, Hildur Káradóttir. Þetta bréf varð það síðasta sem okkur Bjössa fór á milli. Eg hef ekki hitt hann síðan enda forðaðist ég fyrst á eftir alla staði þar sem ég gat átt von á honum og vék úr vegi ef ég sá vini hans eða fjölskyldu á götu. En einhvers staðar niðri á skúffubotni á ég enn mynd af dökkhærðum brosandi bifvéla- virkjanema, þvælda eftir sumar- langa vist í seðlaveski. Og þegar ég rekst á hana brosi ég beiskjulaust á móti. Sú reynsla sem ég hlaut af kynnum okkar Bjössa varð mér dýrmæt. Og með árunum hefur mér tekist að sjá málin frá hans hlið og skilja að bitrar ásakanir eru ástæðulausar. 38. tbl. Víkan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.