Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 48

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 48
Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Hljómsveit og feimni Kœri Póstur. Ég á í smávaudrœdum. Þannig er mál meö vexti að mig langar að stofna hljóm- sveit. Annaðhvort á þetta að vera kvennahljómsveit eða hljómsveit með bœði strák- um og stelpum. En ég er svo feimin að ég veit ekki hvern- ig ég á að fara að þessu og er ekki líka dýrt að kaupa grœjur? Góði Póstur, gefðu mér ráð. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Ein feimin Ef þú hefur í hyggju aö stofna hljómsveit er líklega best aö líta fyrst vel í kringum þig og athuga hvort ekki leynast í vinahópnum einhverjir sem eru til í þetta. Sum- ir auglýsa í blöðum og getur þú at- hugað hvort þar er að finna eitt- hvað sem þú gætir hugsað þér að athuga. Jú, mikil ósköp, græjurn- ar eru dýrar og skalt þú því vera nokkuð ákveðin ef þú ferð að fjár- festa mikið í dýrum hlutum. Þú skalt ekki láta feimnina koma í veg fyrir þetta ef þetta er það sem þig langar til. Það er aldrei að vita nema einhverja af félögum þínum langi líka út í svona ævintýri en séu bara alveg jafnfeimnir og þú. Skotnar í sama Hjartkœri Pósturinn okkar. Þannig er mál með vexti að við erum tvœr mjög góðar vinkonur. Það er ekki málið heldur það að við erum báð- ar skotnar í sama stráknum. Við erum nokkurn veginn vissar um að hann vilji okkur ekki. Hvað getum við gert? Við þorum ekki að spyrja hvort hann hafi áhuga á okkur. Spurningar: 1. Hvar í Reykjavík á Bubbi Morthens heima? 2. Er Michael Jackson giftur ? 3. Hvað er Pósturinn gamall? Með þökk ef þetta verður birt. Tvœr ástfangnar. Þetta getur stundum verið vandamál hjá vinkonum, að þær þurfi endilega aö vera skotnar í sama stráknum, en auðvitað getur þaö komið fyrir ef þær eru með líkan smekk. Það segir sig samt sjálft að þaö dæmi gengur varla upp þar sem strákurinn hefði lík- lega nóg með aðra ykkar. Nú segist þiö nokkurn veginn vissar um aö hann vilji hvoruga ykkar. Eruð þið búnar að athuga það vandlega, til dæmis með því að fá þriðju vinkonuna til að spyrja hann? Áður en þiö gerið þetta er líklega best fyrir ykkur vinkon- urnar tvær aö tala út um málin því ekki viljið þið að það veröi nein leiðindi ef strákurinn skyldi nú vera hrifinn af annarri ykkar. Það er um aö gera að fá þetta á hreint svo aö þið getiö snúið ykkur aö öðrum skemmtilegum strákum ef þessi hefur engan áhuga eftir allt saman. 1. Bubbi Morthens býr í Reykjavík en vill helst ekki aö heimilisfang hans sé birt opinberlega. Þetta er vegna þess aö annars væri stöðugt verið að skrifa honum eða jafnvel fólk að heimsækja hann. Skiljan- legt, finnst ykkur ekki? Þið getið aftur á móti athugað hjá plötuút- gáfufyrirtækjunum, þar sem plötur hans hafa komið út, hvort hægt sé að skrifa til hans. 2. Michael Jackson var ekki giftur síðast þegar Pósturinn vissi. 3. Pósturinn er kominn til ára sinna enda búinn að vera til staðar í Vikunni um langan aldur. Það er eins og Póstinn minni að fyrstu skrifin sem hann sá um hafi verið í Vikunni 17. júlí 1941. Nú getið þið reynt að geta ykkur til um aldur Póstsins. Vísukorn fyrir Vikuna Kœra Vika eða Póstur. Við erum hér tvœr stelpur og okkur langar að senda nokkrar vísur sem við höfum samið efþað er hœgt að birta þœr hjáþér. Tvœr sveitastelpur í Skagafirði. Pósturinn gerir ekki mikið aö því að birta vísur en þessar, ef til vill ortar úti í móa, komu við hjartað. Þaö er fallegt í köldum snjó þó fallegra í söltum sjó því þar sérðu svo margt fiskar eru svo smart og þess vegna vísu ég bjó. Grenitrén út um allt út um móa og mela en nú er allt oröið kalt og þau sig reyna að fela. Öndunum í tjörninni gefum viö oft mola allir eru í vörninni því enginn vill fá bola. Berin tína börnin smá á litlum berjalyngum því Steingrímur Hermannsson gengur oft á þingum Feimni og gelgjuskeið Kœri Póstur. Ég vona að þú birtir þetta bréf. Vandi minn og margra er feimni. Er eitthvað hægt að gera við feimni? Er hœgt að fara á námskeið í fram- komu? Hvað stendur þetta svokallaða gelgjuskeið lengi yfir? Ég. Margir skrifa Póstinum út af feimni og eins og svo oft hefur ver- ið bent á er hvorki óalgengt né óeðlilegt að unglingar séu feimnir. Það sem er gott við þessa ungl- ingafeimni er að hún minnkar með tímanum. Margir unglingar eru sérstaklega feimnir í sam- skiptum sínum við hitt kynið og finnst þaö oft ergilegt ef þeir eða þær verða skotnir eða skotnar. Unglingsárunum fylgir oft dálít- ið óöryggi sem getur þá birst í feimni í samskiptum við aðra. Margir sem láta mikið á sér bera geta líka veriö feimnir en þetta er þá kannski bara þeirra aðferð til að reyna að leyna því. Hvernig væri að rabba við bestu vinkonuna um þetta? Kannski getið þið jafn- vel hjálpað hvor annarri ef báðar eru feimnar. Stundum stafar feimni af einhverri minnimáttar- kennd sem svo kannski er alveg ástæðulaus. Ef þú færð vinkonu með þér í þetta getið þið til dæmis byrjað á því aö reyna að tala meira í tímum í skólanum. Þið getið byrjað rólega en svo smátt og smátt verið örlítið djarfari. Af og til eru auglýst námskeið í blöð- unum sem hafa það að markmiði að æfa fólk í því aö koma fram og hjálpa því að öðlast sjálfstraust í samskiptum við annað fólk. Þín feimni er líklega þessi dæmigerða unglingafeimni sem svo hverfur áður en þú veist af. Við kynþrosk- ann þegar gelgjuskeiðið byrjar hjá ungum stúlkum verða ýmsar breytingar á líkamanum. Brjóstin stækka, mjaðmirnar breikka og hár fer að vaxa við kynfærin og undir höndunum. Þetta stafar af hormónasamspili heiladinguls og eggjastokka og þaö líður venju- lega nokkur tími, jafnvel nokkur ár, þar til jafnvægi kemst á þessa hluti. Þetta eru merki þess að stúlka er að breytast úr barni í fullorðna konu. Flestar stúlkur byrja sitt gelgjuskeið á aldrinum 12 til 14 ára en sumar fyrr og aðrar seinna og ekkert óeðlilegt við það. Þaö er sem sagt mjög misjafnt á hvaða aldri gelgjuskeiðsþróun byrjar og þessi þróun tekur einnig misjafnlega langan tíma án þess að um nokkuð óeölilegt sé að ræöa. 48 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.