Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 50
Titilblað á Briicke-möppu frá 1912, eftir Kirchner, til vinstri en hægra megin er titilsíðan á Briicke- kronikunni, eftir Kirchner, sem félagarnir gátu ekki sætt sig við. Nýja málverkið er dautt, segja margir mis- spakir menningarvitar þessa dagana. Ef litið er á íslenskar listsýningar sést að nýja mál- verkið er ekki dautt, og ef blaðað er í listasög- nnni má einnig greina að það er ekki heldur nýtt. Sá ismi sem kallaður hefur verið expressjónismi í málaralist var byltingar- kenndur á sinni tíð. Ásamt impressjónismanum er hann talinn marka upphaf nútíma málaralistar. Expressjónisminn er fyrst og fremst tengdur nafni Þýskalands og fyrstu tveim áratugum þessarar aldar, þó hann hafi náð víðar (Munch hinn norski er gott dæmi) og enst lengur. Tveir hópar í Þýskalandi eru öðrum fremur nefndir þegar talað er um expressjónismann. Klón fyrir framan spegil eftir Erich Heckel, gerð árið 1932. Die Briicke „Ég vinn ekki eftir neinni áætlun, aðeins óskýranlegri löngun til að grípa það sem ég sé og skynja og tjá það á þann veg sem ég finn hreinastan,” er haft eftir einum af hópnum Die Briicke, Karl Schmidt-Rottluff. Þessi orð má allt eins grípa á lofti og telja lýsingu á expressjónismanum. Die Brtícke á rætur sínar í borginni Dresden sem nú tilheyrir Austur-Þýskalandi. Fjórir arkitektanemar, Karl Schmidt-Rottluff, Fritz Bleyl, sém seinna sneri sér alveg að arki- tektúr, sá eini þeirra, Erich Heckel og Ernst Ludwig Kirchner, sem varð þeirra frægastur, mynduðu fyrsta kjama hreyfingarinnar, 1905. Þeir voru þá allir um tvítugt. Um þær mundir léku ýmsir ferskir straumar um myndlistina í Evrópu. Frumstæð list og list annarra álfa átti mjög upp á pallborðiö hjá hinum ungu Konumynd eftir Heckel. myndlistarmönnum, ekki bara fjórmenning- unum í Dresden heldur og upprennandi stór- stimum í málaralist sunnar í álfunni, svo sem Matisse og Picasso. Síð-impressjónistamir áttu verk í ýmsum sýningarsölum borgar- innar um þessar mundir og höfðu einnig sín áhrif. Fjórmenningarnir unnu jöfnum höndum grafísk verk, aðallega tréristur, og málverk. Heckel tók á leigu kjötbúð við Berliner Strasse, í verkamannahverfi borgarinnar, og þar settu þeir upp vinnustofu og unnu af kappi þó áhugi umhverfisins á þeim léti á sér standa. Kirchner rifjar þennan tíma upp í dagbók sinniáárinu 1923: „Við vorum heppnir að í okkar hópi voru menn sem höfðu raunverulega hæfileika, skapgerö og vilja sem þurfti til að gerast listamenn og þeir áttu ekki annarra kosta völ ef þeir vildu vera trúir sjálfum sér. Jafn- vel þó líf þeirra og starf væri undarlegt í aug- um sumra ógnuðu þeir borgaralegu lífi ekki á neinn hátt heldur voru þeir einlæglega að reyna að spinna saman líf sitt og listina. . . . . .Við teiknuðum og máluðum. Hundruð teikninga á dag, á milli töluðum við saman og létum eins og vitleysingar, skiptum um hlut- verk við módelin okkar og létum þau mála. Okkur tókst að sameina daglegt líf vinnunni svo það rennur saman í minningunni. Fólkið sem við teiknuðum flutti til okkar á vinnustof- una. Það lærði af listamönnunum og þeir af því.” Þá dreymdi um að brjóta niður múrana á milli listamanna og þeirra sem keyptu verk þeirra. Þeir sköpuöu sér sérstöðu meðal ann- arra listamanna í borginni og kenningar þeirra voru mjög ólíkar kenningum annarra. Þannig opnuðu þeir hópinn fyrir „óvirkum meðlimum” sem þeir nefndu svo. Þeir urðu alls 64 að tölu og fylgdust með hópnum, fengu til að mynda árlega „Brtícke-Mappen”, möppu um ýmislegt sem var að gerast í hópn- um og með fylgdu þrykk af verkum lista- mannanna. Þessar möppur áttu eftir að verða mjög eftirsóttar meðal safnara þegar meðlimir Die Brtícke höfðu öölast frægð og frama. Grafísk verk þeirra félaga gáfu möguleika til — og voru öðrum þræði bein tilraun til — að ná til fleiri og gera listina aðgengilegri fleirum og ódýrari. Heckel var þeirra mestur „bisness”maöur- inn, grafíkverk hans voru prentuð í feikna- stórum upplögum. Kirchner þrykkti öll sín verk sjálfur í litlu upplagi og hvert þeirra bar sitt sérstaka svipmót og Karl Schmidt- Rottluff kannaðist aldrei við önnur verka sinna en þau sem hann hafði skrifað undir með eigin hendi. Fleiri listamenn bættust í hópinn, Max Pechstein og Emil Nolde á árinu 1906, auk tveggja annarra, Svisslendings og Finna, sem stöldruðu stutt við með Die Brtícke. 1908,1910 50 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.