Vikan


Vikan - 29.11.1984, Page 31

Vikan - 29.11.1984, Page 31
Mömmukökur 4 bollar hveiti 314 bollisykur 1 bolli smjörlíki 1 bolli síróp 1 teskeið engifer 1 teskeið natron 1 egg Deigið hnoðað og geymt í kæli yfir nótt, síðan flatt út og skornar úr því hringlaga kökur. Bakist ljósbrúnar í miðjum ofni við um það bil 200 gráða hita. Leggið kökurnar saman með smjörkremi á milli. Þetta deig má líka nota til að búa til dýrakökur sem eru skreyttar með glassúr. Þá þarf að skera gat í köku- deigið fyrir bakstur til að hægt sé að hengja kökurnar á jólatréð. Tilvalið er að leyfa krökkunum að sjá alveg um þess konar kökur! Gyöingakökur 500 grömm hveiti 250 grömm sykur 250 grömm smj örlíki 2 egg 1/2 teskeið hjartarsalt Deigið hnoðað og geymt í kæli yfir nótt. Síðan er það flatt út og skornar út kringlóttar kökur. Penslið kökurnar með eggjahræru og sáldrið söxuðum möndlum og muldum molasykri yfir. Bakið kökurnar ljós- brúnar í miðjum ofni við 200—220 gráða hita. Eplaterta 500 grömm hveiti 375 grömm sm j örlíki 250 grömm flórsykur 2 egg vanilludropar Deigið hnoðað saman, síðan flatt út í hálfs sentímetra þykka köku sem lögð er yfir og ofan í kringlótt tertuform og þrýst niður í formið, vel út í kantana. Smyrjið eplasultu yfir deigið í forminu þannig að hún hylji botninn. Skerið svo strimla úr deiginu sem afgangs er og leggið þá fyrst samhliða þvert yfir botninn og síðan á ská þannig að tíglar myndist. Bakið neðarlega í ofni við 200 gráða hita. 42. tbl. Vifcan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.