Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 41
Prínsessuterta
4 eggjahvítur, stífþeyttar
140 grömm flórsykur
140 grömm kókosmjöl
Bakað ljósbrúnt í tveim formum, huldum
vel smurðum smjörpappír. Hafið formið í
miðjum ofni og bakið við 200 gráða hita.
KREMIÐ:
100 grömm suðusúkkulaði
100 grömm smjörlíki
4 eggjarauður
60 grömm flórsykur
1 pelirjómi, þeyttur
Súkkulaðið brætt í vatnsbaði. Á meðan er
flórsykur og smjörlíki þeytt saman og eggja-
rauðunum bætt út í, súkkulaðið kælt örlítið og
sett saman við. Kreminu smurt á neðri botn-
inn og rjómanum á þann efri, kakan skreytt
að vild. Þessa köku má frysta og er rétt að
bera hana fram kalda.
Hvít rúlluterta
(um það bil 5—6 stuttar tertur)
8 egg, aðskilin
375 grömmsykur
150 grömmhveiti
175 grömm kartöflumj öl
2 1/2 teskeið lyftiduft
vanilludropar
Stífþeytið eggjahvítur og látið sykur út í.
Síðan er þurrefnum bætt við ásamt vanillu-
dropum og eggjarauðum. Bakist á plötu, sem
hefur verið lögð með smjörpappír, í miðjum
ofni um það bil 6 mínútur við 225 gráða hita.
Látið kökuna kólna á pappímum, smyrjið
hana með þunnu lagi af sultu og síðan með
smjörkremi. Rúllið kökuna saman og skerið í
hæfilega stærð, skreytið með marsipani.
Rjómaterta
2 svamptertubotnar
1/2 lítri rjómi
1 / 2 dós blandaðir ávextir
muldar makkarónur
rommbragðefni
örlítið vanillukrem
Best er að setja rjómatertuna saman dag-
inn fyrir neyrlu. Skreytið hana hins vegar rétt
fyrir veisluna.
^2
3 pelarrjómi 1/2 sítróna
2 egg 2 matskeiðar
5 blöð matarlím sykur (eftir
vínsýra smekk)
Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Þeytið
rjómann á meðan. Þeytið egg og sykur sam-
an, bætið þeyttum rjómanum út í og safa úr
hálfri sítrónu, auk rifins sítrónubarkar. Vín-
sýra eftir smekk.
Matarlimsblöðin tekin úr vatninu, sett í
skál og hituð yfir vatnsbaði. Síðan er upp-
lausninni hellt út í smám saman og hrært vel í
ámeðan. Skreytt að vild.
42. tbl. Vikan 41