Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 13

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 13
Texti: Sigrún Harðardóttir Myndir: Ragnar Th. Viðtal við Lárus Grímsson, nútTmatón- skáld, hljóðfæraleikara og fyrrverandi poppara Einu sinni poppari ávallt poppari Eins og meðfylgjandi viðtal ber með sór er það tekið á síðastiiðnu hausti meðan Lárus var enn ytra en hann hefur nú verið hér heima um skeið. Þess vegna er sumt af því sem hann talar um sem fyrirhugað þegar liðið, en það breytir í sjálfu sér engu um anda og inntak viðtalsins. Ég lét fara vel um mig í litla konsertsalnum á Ijsbreker við ána Amstel í Amsterdam. Þetta var 7. september síðastliðinn. Ég beið með nokkurri eftirvæntingu eftir því að tónleikarnir hæfust því það átti að frumflytja verkið ,,Back To The Beginning Again” eftir eitt af okkar efnilegustu tónskáldum af yngri kynslóðinni, Lárus Grímsson, sem búsettur hefur verið í Amster- dam síðan sumarið ’79. Þessir tónleikar voru hluti af Inter- national Gaudiamus Music Week sem haldin er í Amsterdam ár hvert. Svo voru ljósin dempuð og næstu 12 mínúturnar hreif tónlistin hans Lárusar viðstadda með sér eitthvað út í fjarskann — tregablandin, framjndi, kröftug. Hver er þessi Lárus Grímsson? Sjálf hef ég þekkt Lárus um skeið. En til þess að lesandinn fái einhverja innsýn í líf og starf þessa manns lagði ég leið mína niður í Jordan- hverfið í Amsterdam og bankaði upp á hjá tónskáldinu. Hver skipuleggur þessa alþjóölegu Gaudiamustónlistarviku, Lárus? „Þetta er „Foundation” sem fær styrki frá hollenska ríkinu til aö gera hitt og þetta. Þessi sjóöur var stofnaður fyrir löngu af Walter Maas, gömlum gyöingi. Þeir skipuleggja mikiö af konsertum, eingöngu nútímamúsík, og senda spilara til nærliggjandi landa. Þeir sjá aöaUega um hoUenska hljóðfæraleikara en skipuleggja auk þess einstaka aðra tónleika og sem dæmi kemur Háskólakórinn hingaö í mars og þeir skipuleggja tvo konserta fyrir hann. Þeir standa einnig fyrir alþjóölegrí hljóðfæraleikarakeppni og sam- keppni tónskálda. Hver eru skilyröi fyrir að senda inn verk á þessa Gaudiamus viku? Að vera ekki eldri en 35 ára. Þaö er eina skUyrðið og verkið má reyndar ekki hafa veriö flutt áður, verður að vera frum- flutningur. Það eru 4—5 menn sem sitja í dómnefnd sem er alþjóðleg. AtU Heimir sat einu sinni í dómnefndinni. Þeir hafa aðeins eina helgi tU þess að velja verkin, sem voru að þessu sinni mjög góð. Þeir fá árlega send rúmlega 200 verk, í þetta skiptið 260. Núna völdu þeir 25 verk en í fyrra bara 8 verk. Verkin, sem voru valin nú, voru eftir tUtölulega eldri kompónista. En þeir hjá Gaudiamus vUdu fá hina yngri inn og tíndu út eina 10 erlenda kompónista sem vitað var um héma í HoUandi, 25—30 ára og jafnvel yngri. Þannig var verkið mitt, „Back To The Beginning Again”, sem Freek Sluijs spilaði, vaUð, en verkið „Án titils”, sem Johann Donker Katt lék, var hann með á sínu pró- grammi sjálfur. Er haft samráð við þig um það hver leikur eftir þig? Já, í þessu tilfeUi. Af því að það er svo mikU vinna að æfa þetta upp kom ekkert annað tU greina. Þetta er nokkurra mánaða töm fyrir spUarann og þaö leggur enginn annar þetta á sig. Annars reynir Gaudiamus að redda öUum þessum verkum sem em valin. Þeir reyna aUtaf að fá spUara fyrir þetta aUt saman. Sum af þessum verkum em ofsalega erfið þannig að það er stundum ekki hægt að flytja þau. Þú hefur verið valinn á þessa tónlistar- viku áður, Lárus. Hvaða verk varstu með þá? Það var fyrir tveim árum að Sambúðar- sundurþykkja var valin, verk sem Þóra Stína Jóhannsdóttir og Johann Donker Katt léku í Ijsbreker. Ijsbreker er eini staðurinn þar sem eingöngu er spUuð nútímamúsík hér í Amster- dam. Auk þess er þetta ágæt stærð á konsert- sal, þó þetta sé kannski ekki ákjósanlegasta konserthúsið í bænum. Þessum tónleikum er útvarpað en engin greiðsla er til tónskálda fyrir þetta, eingöngu tU hljóðfæraleikaranna. Og Gaudiamus fær greiðslumar fyrir út- varpsflutninginn. Hver er ástæðan fyrir þvi að þú fórst út í tónlist? Já, það byrjaði fyrir löngu, þegar ég átti heima í sveitinni, það var mikU músík á því heimili. Bíddu við — hvaðan ert þú? Frá Grímstungu í Vatnsdal. Þar var harmóníum og gítar og mikið af fólki, sér- staklega á sumrum. Svo var náttúrlega aðal- atriðið að maður lærði að hlusta á útvarpið og lærði öU popplögin og svo sat maöur sem glymskratti á traktomum og söng fyrir liðið. I skólabílnum var aUtaf hörkusöngur og seinna, þegar ég flutti tU Reykjavíkur — ég var 9 ára þá — fór ég í svokaUaða bamalúðra- sveit eða lúðrasveit drengja. Það má segja að ég hafi átt töluvert langan lúðrasveitarferil. Seinna spUaði ég með Lúðrasveit Reykjavík- ur. A hvaða hljóðfæri spilaðir þú? Á flautuna. Eg lærði á hljóðfæriö samhliöa þessu spiliríi í lúðrasveitinni. Nú, síðan fór ég í poppgrúppu og gerðist gítarleUcari. Var gít- arleikari tU að byrja með. Seinna fór ég í Tón- listarskólann, hélt þar áfram flautunáminu og var þá meira farinn að spUa á hljómborð með poppgrúppunni ásamt flautuleiknum. Hvaða ár varst þú í Tónlistarskólanum? Við skulum nú sjá — ég hætti þar 1975, þannig að þetta er á bUinu 1969—1975. Hvernig var grúppuferillinn hjá þér? Grúppustandið hófst í saggakjöUurum og sams konar klakaheUum en seinna meir spUaði ég með Eikinni og meðan hún var og hét var ég eingöngu í henni. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í Eikinni? Ja, ég byrjaði í henni ’72. Á ég svo að reikna? Já, já. Svo var maður í alls konar stúdíó- vinnu, spUaði með hinum og þessum inn á aUs konar plötur, bæði sem hljómborðsleikari og flautuleikari. Varstu eitthvað að semja þegar þú varst í þessu grúppustandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.