Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 42

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 42
Framhaldssaga Sextándi hluti c^LSTIR ^EMMU „Þaö skaltu gera, lafði mín,” sagöi Agnes Reilly áköf, „og ég sver að þú munt ekki iðrast þess.” Eftir að hafa tryggt sér meö þegjandi samkomulagi liðveislu þernu sinnar leið Emmu töluvert betur í anda, ekki síst vegna þess að lýsing Agnesar Reilly á skap- gerð eiginmanns hennar treysti skoöun hennar sjálfrar. Þegar dagamir urðu aö vikum og einkenni þunga hennar urðu enn meira áberandi beið hún meö óþreyju eftir heimkomu sir Claude svo að — eins og hún vonaði og bað af einlægni — hann gæti í versta falli sætt sig viö ófætt barnið án mikilla vonbrigða og í besta falli með gleði og ást. Vetrardagamir nálguðust og fylkið lá undir möttli fyrstu snjóa. Emmu bárust engar fregnir af manni sínum en margfaldur kvittur, sem hvíslað var í hverju skoti bæjarins, óx í öldurhúsum og óteljandi krám, breiddist jafn- vel inn í messa Seaforth Hálend- inganna sem nýfluttir voru í skál- ana bak viö landstjórabústaðinn. Stríöið, sögðu sögur, gekk vel hjá Bretum. Fyrirmælum sir George Prevost, að varnarliöið ætti að hverfa aftur til Kingston, hafði — sumir sögðu aö undirlagi sir Claude Devizes — ekki veriö hlýtt. Sá leikur varð efri hluta Kanada til bjargar. Bretar hreyfðu sig hvergi en mættu inn- rásaraðilum staðfastir og stökktu þeim á flótta — eða svo sögöu sögurnar. Einhvers staðar á ströndum Erie-vatns og Ontario voru dreifðar herdeildir í örvæntingarfullum átökum um yfirburði. Rauðstakkar og Kanar, rauðskinnar og kanadískar vara- sveitir, allir sváfu úti í nístandi kuldanum norður undir heim- skautsbaug og risu til átaka í hverri dögun. Fáir fangar voru teknir. Emma hlustaði á þetta allt — og bað fyrir öruggri heimkomu eiginmanns síns. Hún átti ekkert saman við Gareth Hemmings að sælda. Einkaritarinn hafði engar skyldur Janette Seymour Ung komst Emma að því að lífið er enginn dans á rósum og allt krefst nokkurra fórna. Hún var uppi á tím- um sem ekki voru beinlínis neinir kvenréttindatímar en lærði það jafnframt að konur allra tíma hafa með lagi getað komið sínum málum fram og haft þó nokkur áhrif á gang mála í kringum sig. Hún neyðist til að ganga að eiga mann sem er henni lítt að skapi og er tæpast eiginmaður nema að nafninu til og jafnframt lendir hún í hrakningum og ævintýrum sem gera lífið ansi f jölbreytt og sögulegt. Ekki er það þó allt af hinu góða og skuggi atburðar í æsku fylgir henni langt fram eftir árum, eða þar til — nei annars, hér er mál að láta söguna sjálfa tala. — Þessari framhaldssögu hefur oft verið líkt við söguna af Angelique sem að öllum öðrum sögum ólöstuð- um er einhver vinsælasta framhaldssaga sem birst hefur á síðum Vikunnar og er nú eitthvert alvinsælasta efnið á myndbandaleigum landsins. að rækja í einkaherbergjum bústaðarins og af augljósum ástæðum sendi Emma engin heimboð manni sem hún fann til ógleði nálægt. Við örfá tækifæri hittust þau af tilviljun í stiganum og Hemmings nam staðar til að hleypa henni fram hjá, hneigði sig djúpt svo hún sá hvorki andlit hans né svipinn á því — jafnvel hefði hún látið svo lítið að gá að því. Útilokuð úr samkvæmislífinu (hún afþakkaði boð um soirée í Seaforthsmessanum ásamt fjöl- mörgum óskum frammáfrúa bæjarins um ánægjulega nærveru hennar) leitaöi Emma æ meira á náðir hins nýja sambands þeirra Agnesar Reilly. Eins og á fyrri stigum náinna samskipta þeirra, þegar hún hafði leyft — jafnvel boðið upp á — líkamleg atlot af innilegustu gerð, brast aldrei sambandiö milli húsmóöur og þjónustustúlku. Húsmóðirin var áfram formlega „lafði mín”, „hennar tign” eða — ákaflega óformlega — „frú”; þeman var alltaf „Reilly”, ávarpsform við þjónustufólk sem Emma hafði al- ist upp við og sem hún hyrfi ekki fremur frá en hún færi að ávarpa almáttugan guð einfaldlega sem „þú” í bænum sínum. Til að drepa tímann sat Emma löngum við útsaum í setustofu sinni og „Reilly” á móti henni, sú síðamefnda viö þá heldur verald- legri iðju að bæta og staga (því heimilislífið í landstjórabústaðn- um var sniðið að hætti heldra fólks — það er að segja horft í hverja krónu). Á þessum stundum spurði húsfreyjan þemu sína um ævi hennar. Fyrri ævi Reilly var frá sjón- arhomi konu sem alin var upp við dekur og öryggi svínastíu eins og Flaxham Palace jafnframand- leg og ævi hottintotta. Hún var fædd í Mayo-sveit, dóttir skúr- ingakonu og farand-hnífaskerpis sem kvaddi stuttu eftir aö þessi tólfti ávöxtur lenda hans var fæddur. Agnes Reilly hafði horft 42 Vikan S. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.