Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 45

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 45
Hemmings. „Þú — þú ert njósn- ari!”stundi húnupp. Hann yppti öxlum. „Ég er búinn að segja þér heimspeki ævi minnar, frú,” sagði hann. „Eg leitast við að auka mannþekkingu mína eftir leyndum og vandtroðn- um leiðum sem sauðsvartur al- múginn skirrist við að fara. Þú kallar mig gluggagægi, þú kallar mig njósnara. Meö slíku gerir þú ekki annað en að fylgja heimspeki þinni sem er eins og venjulegra dauðlegra manna.” „Ég geri það ekki!” fuðraði Emma upp. „Ég biðst afsökunar, frú — en þú gerir það! ’ ’ svaraði hann. „Þú getur ekki neytt mig til þess!” „0, jú, þaðget ég!” „Aldrei!” Hann gekk yfir að borðinu og skenkti sér meira sérrí. Viðbjóös- legt, gleðisnautt brosið var enn á andliti hans þegar hann sneri sér aftur að henni. „Ég veit um skýrslu læknisins um sir Claude,” sagði hann. „Við skulum íhuga afleiðingarnar fyrir veslings gamla manninn þegar ég hef fengið aðgang að herbergi hans undir því yfirvarpi að um á- ríðandi einkamál sé að ræða, vek hann harkalega og. . . ” „Þú myndir ekki voga þér að geraslíkt!” „Ojú, það myndi ég!” sagði hann. Og hún vissi að þaö var rétt. „Hvað ætlarðu að gera við skjölin?” spurði hún. Hemmings vissi að hann hafði sigrað. Framkoma hans varð þeg- ar í stað tilgerðarlaus, málefna- leg, blátt áfram, jafnvel vinaleg. „Ég þarf þau ekki nema skamma hríð,” sagði hann. „Ef þú tekur þau úr kassanum og kemur beina leið meö þau til mín les ég þau yfir og skila þér þeim innan klukku- stundar. Þú getur sett þau aftur í skjalakassann og enginn kemst að neinu.” „Þú, Hemmings, hefur þá komist að ýmsu,” sagði Emma ósvífin. Hann brosti út að eyrum. „Það er satt, lafði mín. En þú, frú, kemst hjá því að upp um þig kom- ist sem hórkonu. Eiginmaður þinn deyr ekki úr slagi í nótt svo þú verður ekki ekkja. I stuttu máli, allir hagnast á þessu.” Emma forðaðist augnaráð hans. „Hvemig get ég komist í læstan skjalakassa?” hvíslaði hún. Hemmings virtist ringlaður en aðeins skamma stund. „Æ, ég haföi gleymt því að þú deilir ekki rúmi með sir Claude,” sagði hann. „Annars hefðir þú vitaö að hann er með lykilinn á silkiborða um mittið, upp viö sig beran. Ég hef oft séð hann draga hann fram. Ég myndi reyna að nálgast hann sjálfur en það myndi reyna töluvert á snilli mína að útskýra fyrir sir Claude, ef hann vaknaði, af hverju ég væri búinn að draga náttserkinn hans upp að mitti! Þú aftur á móti sem skyldurækin eiginkona ...” Hann brosti ill- girnislega. „Ég skal gera þetta,” hvíslaði Emma og lokaði augunum. VARÐMENN um allan heim, frá ómunatíð og um alla framtíö, fara í þykjustuleik við veruleikann. Þegar verið er að fylgjast með eru varðmennirnir vélrænir: hugsunarlausir, stífir, agaðir og kvarta ekki. Um leiö og athugul augun eru horfin verða þeir eins og allir aðrir. Stæðilegu Há- lendingarnir tveir, sem stóðu á verði viö svefnherbergisdyr hernaðarlandstjórans, voru að þessu leyti ekkert frábrugðnir öðrum. Ohultir fyrir augum og eyrum á þessari ofboðslegu, berg- málandi efri hæð höfðu þeir hallað byssum sínum með byssu- stingjunum upp aö veggnum og sátu á hækjum sér (berrassaðir undir skotapilsunum) og spiluðu hljóðlaust upp á peninga. Fyrsta tif í fínlegum skóm kom þeim á fætur. Spilin og spilaféð var hrifsað upp. Byssurnar voru gripnar í flýti. Þegar Emma birt- ist efst í stiganum voru Hálending- arnir tveir í skorðum sinn hvorum megin viö dyr hernaöarlandstjór- ans, svo óbifanlegir að jaðraði við stytturnar miklu frá Egyptalandi hinu forna. Emma hélt á litlum bakka með bolla, skál og könnu með rjúkandi heitu súkkulaði. Yndislegur ilm- urinn af drykknum kitlaöi nef varöanna og blandaðist lyktinni af ilmvatni Emmu. Hún brosti til þeirra beggja og hvorugur meinaði henni aögang heldur stóðu þeir í réttstöðu þegar hún lagði höndina á snerilinn, opnaði og fór inn. „Æ, hvað ég vildi óska að ég hefði stúlkuna þama til að færa mér súkkulaði í rúmiö!” tilkynnti annar Hálendingurinn. „Já, og fjárinn eigi súkkulaðið, Jock! ” svaraði félagi hans. Það var ákaflega kyrrt í her- berginu, dauft ljós og lykt af gamalmenni. Emma setti bakkann á hliöarborð. Súkkulaðið var yfirskin. Hann virtist ákaflega, ákaflega gamall, ákaflega veikur. Þunnir, gráir lokkarnir á mjúkum kodd- anum sköpuðu óáþreifanlega ímynd sem gaf honum, ásamt óeðlilegum blænum á húðinni, yfirbragð látins manns. Einungis brjóst hans, sem reis og hné hljóölega, og dauft sogið af andar- drætti hans sýndi að hann var enn með lífsmarki. Emma herti sig upp. Það hafði tekið hana tvo klukkutíma — jafnvel eftir að hún veitti Hemm- ings samþykki sitt — að herða sig upp í verkið sem beið hennar. Það var mikið í húfi. Og sú áhætta, sem henni stóð síst á sama um, var líf gamla mannsins sem haföi keypt hana, hafði kvænst henni og hafði aldrei komið fram við hana öðruvísi en af ljúfmennsku. Það var þungamiðja málsins. Það hafði ráðið úrslitum um ákvörðun hennar. Emma dró djúpt að sér andann og rétti höndina í átt að eigin- manni sínum. EMMA FÆRÐI Gareth Hemm- ings blaðastranga upp í þröngt ris- herbergi hans. Hann hafði krafist þess og hún látiö að kröfu hans þegar hún var orðin sannfærð um að hann falaðist ekki eftir líkama hennar. „Þú hefur verið lengi að þessu, lafði mín,” sagði hann. „Eg barðist lengi við samvisku mína,” sagði Emma. „Allan þennan tíma? Klukkan er næstum tvö eftir miðnætti. „Bæði áður og eftir að ég tók skjölin,”sagöi hún. Hann brosti. „En þú gerðir þetta loks upp við samvisku þína skilstmér?” „Já, fyllilega,” svaraði Emma. „Hvenær verðurðu búinn að nota skjölin?” Hann tók þau af henni, tylft eða svo af blöðum, árituðum með hvassri ritarahendi. Hann blaðaði í þeim. „Tvær stundir — heldur skemur,” sagði hann. „Eg kem með þau til herbergja þinna þegar ég er búinn að skoða þau. ” „Berðu þrisvar að dyrum hjá mér,” sagði Emma. „Þá opna ég.” „Já, lafði mín. Þakka þér fyrir, laföi mín.” Þegar hún sneri sér við til að fara bætti hann við: „Þú nefnir mig kúgara, lafði mín. Gluggagægi. Njósnara. En ég lofa þér því að viðskiptum okkar er nú lokið. Ég geri ekki frekari kröfur tilþín.” „Þú lýgur því, Hemmings,” svaraði Emma. „Það skiptir aftur á móti ekki lengur máli.” Með þessari óræðu athugasemd fór hún út úr herberginu. Þegar Hemmings var orðinn einn hnyklaði hann brýnnar undrandi. En hann sneri sér brátl að því að skoða blaöastrangann og vék frá sér öllum heilabrotum um ungu konuna sem hafði verið leik- soppur hans í fyrirtækinu. Hann hrópaði oft upp yfir sig af undrun, lotningu, sigurhrósi meðan hann las skjölin fyrst yfir í flýti til að ná heildarmerkingunni, svo las hann blöðin betur. Þegar hann hafði lokið við að lesa tók hann pennann sinn og byrjaði að rita nákvæman útdrátt úr innihaldinu, minnkaöi blaöatylftina um helming án þess að glata nokkru af heildarinni- haldinu. Verkið tók hann rétt rúm- lega eina og hálfa klukkustund — sem hann mældi á úrinu sem hann hafði reist upp við kertastjakann sinn. Þegar hann hafði lokið starf- inu braut hann útdráttinn saman, innsiglaði hann og skrifaði utan á hann. Svo fór hann með frumritin niður í herbergi Emmu. Það heyrðist ekkert hljóð í stóra húsinu. Augun á máluðu loft- inu litu niður á dökkklæddan manninn sem fór niður stigann á aðalhæðina. Hann skimaöi til hægri og vinstri og staldraði viö til að hlusta áður en hann gekk hljóð- lega eftir ganginum. Aftur nam hann staðar. Hann barði létt að dyrum hjá henni. „Komdu inn, Hemmings.” Rödd Emmu. Hann hlýddi. Það var því sem næst aldimmt í herberginu. Eitt kerti logaði á boröi í því miðju en því skýldi stór bók sem sett haföi verið opin og upp á endann við hlið þess þannig að helmingur herbergisins var hulinn skugga. Hemmings rýndi í kringum sig og sá Emmu. „Skjölin,” sagði hann. „Leggðu þau á borðið.” Hann gegndi. Emma steig fram og tók þau upp. I sama mund velti hún um bókinni sem skyggði á kertið. Skuggarnir hurfu. Og hann sá — þá... Tveir Hálendingar stóðu eins og arinhundar sitt hvorum megin viö tóman arininn og það glamp- aði á byssustingi þeirra í kerta- ljósinu. Seaforth-foringi stóð við stóran vængjastól í þeim hluta herbergisins sem hafði verið í mestum skugga. Samanskroppinn í stólnum sat hernaðarlandstjóri Quebec, með stolt amarnefið hátt á lofti. 5. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.