Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 43

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 43
upp á hin ættmenni sín deyja í hungursneyð eftir brest á kartöfluuppskeru. Hún hafði aðeins bjargast fyrir þá sök að þær móðir hennar smygluðu sér um borð í skip til Englands þar sem báðar drógu naumlega fram lífið sem götusóparar þar tíl móðir hennar dó. Reilly var furðu þögul um kringumstæðumar við dauða móður sinnar og Emma spurði aldrei nánar um þær. Einni, vinalausri og sextán ára gamalli voru írsku stúlkunni {xjár leiðir færar eins og hún viðurkenndi hreinskilnislega: að vera áfram götusópari, að gerast hóra eða gifta sig. Hún valdi versta kostinn af þess- um þremur með því að giftast fylii- byttu og liðþjálfa í riddaraliðinu sem barði hana á hverjum degi og bam- aði hana á hverju ári þau sex ár sem þau vom gift þar til svo vel vildi til að fallbyssukúla Kana batt enda á sam- búðina. Reiily var í annað sinn á reki á framandi strönd en tókst þá að fá starf sem eldastúlka á heimili bresks hershöfðingja og hafði unnið sig upp úr því í stofustúlku og fóstm og svo í þá tignarstöðu sem hún gegndi í landstjórabústaðnum. Grófir ævidrættir konunnar voru Emmu opinberun. Hún hafði vitað, en aldrei fyrr frá fyrstu hendi, hve óæðri stéttimar stóðu nærri örbirgð og hungri og hve nærri hórdómi eiginkonur og dæt- ur þeirra voru. Að Reilly hefði lif- að þau örlög af og orðið sú kona sem sat gegnt henni — enn bústin og lagleg, með eplakinnar, glað- leg, blíð og ástrík með endemum — sagði ákaflega mikið um hve vel hún var af guði gerð. Daginn eftir að Reilly sagði Emmu frá ævi sinni kom sir Claude aftur til Quebec. EMMA fylgdist með komu eigin- manns síns úr glugga setustofu sinnar og gekk til móts við hann þegar hann kom yfir þröskuldinn með aðstoð tveggja þjóna. Eitt til- lit nægði til að segja henni að þó hann stæði á tveimur fótum var hér kominn maður sem hafði á fá- um vikum farið töluverðan spöl nær gröfinni. Sjúklegur blærinn á hörundi hans hafði aukist og augun, sem þó voru enn glaöleg, voru gul. Og yfir honum lá eins konar fölvi — í fasi hans og framkomu, í því hvemig hann bar hvasst nefið sem eitt sinn var svo stolt — hann bar yfirbragð ósigurs. „Emma, elskan mín, mikið lít- ur þú vel út, líkt og rós, nýút- sprungin.” „Herra, þú ert ekki heill heilsu, sýnist mér,” sagði Emma. Þreytulegt andlitið ljómaði, gul augun urðu bjartari. Hann greip um hendur hennar og kyssti hana á báðar kinnar. Devizes yppti öxlum, tók lun handlegg hennar og leyfði henni að hjálpa sér í uppáhaldsstólinn i setustofunni. „Ég hef ekki þjáðst á borð við þá hugrökku menn sem þjást á víglínunni,” sagði hann, „en styrjaldir taka sinn toll i öðru en blóðsúthellingum. Við skulum segja að ég sé einn hinna særðu úr þessari herferð en að ég vonist til að verða brátt gróinn sára minna. Skenktu mér koníak, vertu svo væn, Emma.” Það gerði Emma. Þegar hún hafði snúið sér frá borðinu með barmafullt glasið í hendinni var höfuð Devizes hnigið út á hlið, hann gapti og hraut hátt. ÞAÐ VAR kallað á lækni Seaforth- sveitarinnar, þurrlegan, blátt áfram Skota frá vestureyjum. Hann var ruddalega ósveigjanleg- ur í yfirlýsingum sínum: Beka von hemaðarlandstjórans um líf var að segja af sér stöðu sinni og tign í hemum og snúa aftur til Englands þar sem hann kynni að geta lifað fimm ár enn ef hann var fús að til- einka sér fábrotna lífshætti. Það var til lengri tíma litið. Ef litiö var skemmra (og nú beindust klók- indaleg augun íhugul að blómleg- um töfrum ungrar og æskubjartr- ar eiginkonu hemaðarlandstjór- ans) varð sjúklingurinn að liggja á bakinu í að minnsta kosti viku, ef til vill lengur. Og ekki komast í neitt uppnám. Ekkert uppnám af neinu tagi. Hann lagði svo mikla áherslu á síðustu orðin að það lá við að Emma tryði honum fyrir því aö þau sir Claude stæðu ekki í neinu holdlegu sambandi. Þegar Emma var aftur orðin ein með sofandi eiginmanni sínum gerði hún sér þungbúin grein fyrir því að fyrirmæli læknisins vöm- uðu henni algerlega að segja tíð- indin um þunga sinn. Hvort sem yrði — hvort sem sir Claude yrði yfir sig hrifinn eða ævareiður — yrði æsingurinn honum um megn. Fréttimar urðu að bíða þar til hann yrði nægilega sterkur til að þola þær. Hún yrði líka að bíða. Emma fór úr svefnherbergi eiginmanns síns, kinkaði vin- gjamlega kolli til varðanna tveggja úr Seaforth-sveitinni sem stóðu á verði við dyr hans. Það var nýtt fyrirkomulag að halda svona strangan vörð um hemaðarland- stjórann. Emma hafði enga hug- mynd um af hverju það var talið nauðsynlegt. Hún komst brátt að ástæð- unni... Það var barið að dyrum á einka- setustofu hennar og inn kom eng- inn annar en Gareth Hemmings. Emma reis á fætur með sjóðandi bræði til að skipa honum að hverfa þegar á brott en einkaritarinn lok- aði bara á eftir sér, lét sem hann hefði ekki heyrt skipun hennar. Hann gekk að borði þar sem stóð sérríkarafla og glös, skenkti sér myndarlega í glas, drakk úr því til hálfs, sneri sér við og horfði á eig- inkonu húsbónda síns. „Osvífna, ósiðaða svínið þitt!” hvæsti Emma og reisti burstir við að hann skyldi svona rólega gera ráð fyrir yfirráðum sínum. „Lafði mín,” sagði hann, „hafðu hemil á aðalsfyrirlitningu þinni því hún hrýtur af mér eins og vatn af gæs. Ég er kominn til að kref jast þess að þú greiðir þakkar- skuldina sem þú stendur í við mig.” „Þakkarskuld — við hvað áttu?” spurði Emma, vissi vel hvað hann átti við og kveiö skelfi- lega því sem verða skyldi. Hemmings tæmdi glasið og hellti aftur í það. „Ég hef enn ekki haft tækifæri til aö ræða við sir Claude,” sagði hann. „Þegar það gefst máttu vera viss um að ég nefni ekki nýskeð — hvemig á ég að segja það? — ævintýri þitt.” „Það er ákaflega vinsamlegt af þér,” sagði Emma lágt. „Það fer þó eftir ýmsu.” „Það datt mér í hug! ” Hann hló snöggt, setti vínglasið aftur á borðið, strauk eftir nefinu á sér, hló aftur. Emma stirðnaði upp þegar hann gekk þau þrjú skref sem skildu þau að, rétti fram höndina og strauk ruddalega og ósvífið yfir barm hennar. Emma hörfaði frá honum, barðist við að sigrast á skyndileg- um skjálftanum sem fór um hana og rændi hana virðingu, burðum, sjálfsáliti. Hemmings glotti fyrirlitlega. „Ottastu um hreinlífi þitt, lafði Devizes? Ég furða mig á að þú skulir muna eftir svo guðdómleg- um eiginleika. Ekki óttast, ég ætl- ast ekkert fyrir með líkama þinn, jafnvel þó öll herdeildin í Quebec gimist hann. Þér léttir eflaust við að heyra að ég er ekki gæddur þeirri — tilhneigingu.” Hann sló fyrirlitlega á brjóst hennar. „Fyr- ir mér er hin fagra og gimilega lafði Devizes ekki annaö en — mjólkurkýr.” Léttir blandaðist óróleikanum sem eftir sat og Emma horfði tor- tryggin á hann. „Hvað er það þá sem þú krefst af mér í staðinn fyr- ir þögn þína?” spurði hún. „Hvers konar kúgun ætlarðu að beita mig?” Hemmings lét sér fátt um óhefl- aöa hreinskilni hennar finnast en kinkaði kolli ánægður. „Við skul- um endilega snúa okkur að við- skiptunum, lafði mín,” sagði hann. „Ég þarfnast vissrar þjón- ustu þinnar, þjónustu sem ekki snertir vafalausa — en fyrir mér óljósa — töfra þína. Einfaldlega — hirðusemi.” „Hirðusemi?” Hún horfði for- viða á hann. „Það var komið með sir Claude hingað í dag,” sagði Hemmings. „Með honum komu aðstoðar- menn, þjmar, óteljandi einkaritar- ar úr hemum. Sem stendur er hann einangraður í svefnherbergi sínu og tveir kraftalegir Hálend- ingar gæta hans dag og nótt. Þó ég sé einkaritari hans fengi ég ekki fremur aðgang að herberginu en óskírður í himnaríki. Og ég þarf nauðsynlega að komast þar inn, frú.” „Af hverju?” spurðiEnna. „Hann er með skjalakassa með sér,” sagði Hemmings. „Ég sá farið með hann inn í svefnherberg- ið. Hann er rauður, úr rauðu leðri, læstur. Ég þekki hann vel. Sir Claude notar hann aðeins til að flytja leynilegustu hemaðarskjöl og þau fæ ég aldrei að sjá sem borgaralegur einkaritari. Sem stendur eru skjölin læst í skjalakassanum, lafði Devizes, og þeirra er gætt af Hálendingunum. Kringumstæðumar segja í sjálfu sér ákaflega mikið því ég minnist ekki fyrra tilviks að sir Claude hafi verið svo vel gætt — svo skjöl- in hljóta að vera ákaflega þýðing- armikil.” „Og hvað kemur þaö mér við? ” spurði Emma. „Eða þér ef því er aðskipta?” Einkaritarinn brosti örlítið. „Hvað sjálfum mér viðkemur,” sagði hann, „vil ég sjá þessi skjöl. Hvað þér viðkemur, lafði Devizes, ætlar þú að nálgast þau fyrir mig — eða ég skýri eiginmanni þínum frá fundum ykkar Morris undir- foringja og sleppi ekki úr neinum smáatriðum máli mínu til stuðn- ings, hversu sóöaleg sem þau kunna aðvera.” Emma bar hendumar aö háls- inum. Hún starði vantrúuð á 5. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.