Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 15

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 15
Já, því Eikin var alltaf með töluvert af frumsaminni músík. Til aö byrja með vorum við eingöngu með frumsamið og svo seinna meir vorum við eiginlega með tvöfalt prógramm, dansprógramm og töluvert frum- samið. Ég samdi miklu meir þama áður fyrr man ég var, og þó — það eru á báðum plötunum lög eftir mig. Við gáfum út tvær LP- plötur og eina litla. Hvernig músík voruð þið með? Eikarmúsíkin? Ja, það er ekki svo auðvelt að negla það. Þetta var ekki mikið léttmeti, verður maöur að segja, á þeim tíma, svona neðanjarðar. Þetta sem var á plötunum var náttúrlega allt annað en það sem við spiluðum á böllum, þó að það hafi oröið einhver frá- hvörf frá því. Þegar Eikin hætti var ég einn vetur á Kanaríeyjum, var þar að gæta íslenskra túrista um tíma og veturinn þar á eftir var ég heima á Islandi. Spilaði þá í jasshljómsveit sem var kölluð Sjálfsmorðssveitin. Þetta var liðið sem spilaði með Megasi á sjálfsmorðs- plötunni, Gvendur Ingólfs, Pálmi Gunnars og fleiri. Við stofnuðum þetta band upp úr plötu- vinnunni. Platan hét Drög að sjálfsmorði og þannig varð nafnið Sjálfsmorðssveitin til á grúppuna. Þetta var einn skemmtilegasti vet- urinn sem ég hef átt heima. Ég gerði plötu með Þokkabót, restinni af Þokkabót, sú plata hét I veruleik. Svo var mikið að gera þennan vetur í stúdíóinu, ég í þremur böndum, Sjálfsmorðssveitinni, Þokkabót og Eikinni. Hana stofnuðum við aftur í breyttri mynd. Ég man eftir þér með Þursunum. Já, en ég spUaði ekki inn á neina plötu með þeim. Kalli — Karl Sighvats — var að hætta í hljómsveitinni og þeir voru aö fara í konsert- ferðalag til Skandinavíu og hingað til Hol- lands. Byrjunin á þessu konsertferðalagi var þó í Los Angeles þar sem við héldum konsert á klúbb sem heitir „Trubadour” og tókum svo eitt 17. júní traU í leiðinni fyrir Islendingana. Við KaÚi vorum báðir í Þursunum um tíma. Við spiluðum í LaugardalshöUinni og einnig norður á Akureyri. Þá spilaði ég eitthvaö á flautuna en aðaUega á synthesizera. Síðan fórum við til Færeyja og Danmerkur, vorum út um aUt í Skandinavíu, gerðum tveggja tíma prógramm fyrir finnska útvarpið á úti- konsert í Helsinki og annað eins í Stokkhólmi fyrir útvarpið í Svíþjóð. Og vorum aöalgrúpp- an á ÁlandseyjafestivaU. Þetta var sumarið 79. Hvernig stóð á því að þú fórst til Hollands? Nú, ég frétti af þessum skóla, Sonaloginunni í Utrecht, svo ég yfirgaf bandið. Síðasti hluti Þursaflokksferðalagsins var hér í HoUandi. Við spiluðum einar fimm helgar og ég varð hér eftir. Var þetta eitthvað sem þig hafði alltaf langað til að stúdera? Ja, ég bara frétti af þessu og svo var ég búinn að ákveða að yfirgefa landið um tíma. Ég átti kunningja héma svo ég ákvaö að skeUa mér. Ég var nú aðaUega að kynna mér betur þessa rafmagnstækni, það er farið vel í þetta bæði fræðilega og verklega, hér, og svo var maður farinn að fá stúdíótíma og þá verður maður náttúrlega að gera eitthvað. Sonalogiu stofnunin heldur svo konserta og kemur á framfæri flestum þeim verkum sem gerð eru þar. Eg komst hér í kynni við hljóð- færaleikara sem ég samdi tónUst fyrir. Þar af leiðandi kemur af sjálfu sér að verkin mín eru leikin. Þetta fólk hefur svo flutt verkin víðs- vegar um Evrópu. Svo það er hálfgerð tilviljun að þú lendir í því að verða tónskáld? Já, lendi í þessu bara. I rauninni vissi ég lítið um nútímamúsík áður en ég fór að semja hana, hafði ekki beinlínis haft sérlegan áhuga á henni. En það er annað uppi á teningnum núna. Þetta er aðalmáUð í dag. Þú ert búinn að vera hér síðan '79. Hefur eitthvað verið fjallað um þig hér í fjölmiðlum? Það hefur verið skrifað um konsertana eins og gerist og gengur og spiluð eftir mig verk í útvarpinu hér í HoUandi, verkin kynnt og fjaUað um bau. Þú hefur tekið þátt í tónlistarviku í Skandinavíu? Já, „Ung Nordisk Musik”. Eg var með í Osló í fyrra og í Malmö í ár og svo líka heima á Islandi árið þar áður. Hver eru framtíðaráform þín? Framtíðaráform mín, ég hef ekki verið mikið í því um ævina að gera stór plön. Þegar ég kom hingað ætlaði ég að vera eitt ár, svo freistaðist ég tU þess að vera tvö ár, þau urðu þrjú og hér er ég enn út af betri vaxtar- skilyrðum. Þannig að þú ert ekki búinn að ákveða hvort þú ætlar að setjast að hér í Hollandi? Nei, maöur verður bara að sjá til. Það er náttúrlega ekUci andskotalaust að setjast að einhvers staðar, best væri að geta verið hér og þar. Núna í vetur ætla ég að vera heima á Islandi í nokkra mánuði. Þarf svo að koma hingað út því það kemur konsertsúpa, þá þarf ég að vera tU staðar af því að öll þessi verk mín eru það mikið vesen, sérstaklega ef þau eru fyrir hljóðfæri og tónband (elektrónik). Hvenær verða þessir tónleikar? Þeir verða í mars og aprQ í Frakklandi og HoUandi. Hverjir flytja verkin? Háskólakórinn verður með verk sem ég er að fara að semja fyrir hann og síðan verður Johann Donker Katt að spila, Þóra Stína Jóhannsdóttir og Wim Hoogenwerv einnig. Þá verð ég búinn að gera nýtt verk fyrir Þóru Stínu og svo spila þau verkið sem ég samdi fyrir þau í fyrra. Ég sem svo fyrir Háskóla- kórinn heima. Kemstu í sömu græjur heima og hér? Nei, öðruvísi græjur. Ég kem ekki tU með að nota þá tækni sem ég notaði í Utrecht. Ég kem til með að nota mín eigin tæki eða nýja synthesizerinn minn auk annarra af sömu tegund. Hvaða tegund af synthesizer er þetta? Yamaha DY7. Hann get ég tengt við tölvur, að minnsta kosti aUar japanskar tölvur. Hvaða starfsmöguleika hefur þú heima? Á hverju ætlar þú að lifa? Ég fæ peninga fyrir Háskólakórsverkið frá Musica Nova, það verður Musica Nova kons- ert í lok febrúar eða byrjun mars. Hljóðfæra- verslanir í bænum hafa beðið mig að kenna á synthesizer. Það er til fjöldi svona synthesiz- era á Islandi auk fleiri tegunda en margir kunna ekkert á þá, bara kaupa sér þessi tæki og nota bara þau sánd sem koma frá verk- smiðjunni búa ekki tU sín eigin, bara ýta á takkana. En sándin, sem koma frá verk- smiðjunum, eru náttúrlega ekki endilega athygUsverð heldur bara ætluð tU þess aö gefa hugmynd um hvað hægt er að gera með hljóðfærið. Minnsta málið er að taka eitthvert sánd og breyta því. Maður getur aUtaf séð í glugganum á græjunni hvernig það er búið til. Ertu með eitthvað fleira í huga til að gera á íslandi? Já, ég fer að vinna eitthvað fyrir leikhúsin, fyrir Alþýöuleikhúsiö, það verður bara að út- búa teip fyrir þá, ekki músUc eftir mig. Og svo ætla ég að vinna með Viðari Eggertssyni verk fyrir einn leikara og útvarpstæki, einhvers konar tilraun, við erum ekld búnir að setja það niður fyrir okkur hvort það verður notað meira sem effekt eða músík. Leikritið heitir Grænfjöðrungar og er eftir Carlo Gozzi, í þýöingu Karls Guðmunds. Ég verð að vinna meö Nemendaleikhúsinu og það væri gaman að stofna eitt band eða svo, ekki beinlínis grúppustand heldur svona. . . það er slatti af skemmtilegu fólki sem ég er með í huga. Poppmúsík? Nei, ekki popp, en ég veit ekki hvaö skal segja, það er ekki svo auðvelt að setja upp í stUtegundié hvort sem það heitir popp eða eitthvað annað, alla vega mjög rafmagnað. Hvaða möguleika hefur þú ef þú hugsar þér að setjast hér að í framtíðinni? Ég er búinn að vera það lengi hér að ég hef rétt til að sækja um styrki héma. Það er reyndar meira í gegnum hljóðfæraleikarana. Þeir biðja um styrk fyrir þennan ákveðna kompónista til þess að semja fyrir sig verk. Það er miklu skynsamlegra fyrir mig að semja fyrir Hollendinga en Islendinga, það eru svo fáir sem spUa nútímamúsUc heima. Það hefur enginn beðið mig um að semja verk nema Arnaldur Arnarsson gítarleikari. Þetta eru fá tækifæri því hópurinn sem stundar þetta er svo lítill og fá tækifæri til að spila. Ég er ekki hlynntur því að leggja á mig mikla vinnu fyrir verk sem er svo aðeins flutt einu sinni, það er hálfbanalt. Það er til dæmis á- stæðan fyrir því að ég nota enskan texta fyrir Háskólakórinn. Okei, þau flytja þetta á þessum konsert þama heima og svo á kons- ertum hér heima. Ef það er íslenskur texti þá getur maður ekki notað verkið erlendis og það er allt of mikil vinna að þýða texta og svona. Mér líkar ekki svoleiðis. Maður hefur textana fyrst og fremst á frummálinu. Heldur þú að það sé erfiðara að flytja verkin þín heldur en að flytja klassísk verk? Þaö er aUt öðruvísi. Auðvitað eru sum verk erfiðari í flutningi en önnur og mörg klassísk verk kannski erfiöustu verkin — að spila þau alla vega. Og hvað vilt þú ráðleggja ungum áhugamönnum um tónsmiðar? Að hafa vit á því að koma sér úr landi í nám, fara út í hinn stóra heim. Það er aUs staöar mikið að gerast í nútímamúsík. Og ég kveð Lárus á heimiU hans á Bloem- gracht og rölti út í haustsólina. 5, tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.