Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 22
Smásaga
meina að þau eru góð í sér. Og að
vera góður í sér er að vera góð-
hjartaður, sérðu til, svo sannar-
lega góðhjartaður.”
Svo þagnaði hún.. Hún var að
hugsa um þetta.
„Ég er einkabam þeirra,” hélt
hún áfram. „Ég er ófrísk. Eg er
sautjánára.”
„Vita þau ekki um þetta?”
spurði ég.
„Þau vita þetta,” sagði hún.
„Ég sagði þeim þaö. Ég hef alltaf
sagt f oreldrum mínum frá öllu. ’ ’
„Og hvað sögðu þau?”
„Þau sögðu ekkert,” sagði hún.
„Ég sé fyrir mér andlit þeirra.
Andlit þeirra lýstu af ást, skal ég
segja þér, en þau sögðu ekkert.
Þau sátu bara án þess að segja
neitt. Þau geta ekkert sagt. Faðir
minn gæti barið mig en allt og
sumt, sem hann gerir, er að
strjúka mér um hárið og hann
grætur. Móðir mín segir ekkert
Hún er góðhjörtuð, svo sannarlega
góðhjörtuð.”
„Og er þetta ástæðan?” spurði
ég-
„Já,” svaraði hún. „Með þessu
geri ég þeim mikinn greiða. Ég
fyrirfer mér. Andlit þeirra breyt-
ast ekki. Þau geta ekki orðið
hryggari en þau eru. Þetta er leið-
in.”
„Það er einn enn sem þetta
varðar,”sagðiég.
„Hver?” spurðihún.
„Það er faðir bamsins,” sagði
ég.
Hún hló. Mér geðjaðist ekki að
þeim hlátri.
„Ég þekkti hann ekki,” sagði
hún. „Ég er svo góð í mér, sérðu
til. Ég stelst frá foreldrum mínum
sem em sannarlega, sannarlega
góðir. Þetta geri ég bara einstaka
sinnum. Á sunnudögum leikum
við okkur af miklu fjöri og við
dönsum eftir leikinn og við drekk-
um. Ég er óvön áfengi. Við slökkv-
um ljósin og kyssumst og ráfum
um ströndina, burt frá bálinu og
flöskunum og ég man ekkert. Ég
veit ekki einu sinni hver hann var.
Mér varð illt í maganum á eftir og
öll hugsun mín snerist um þaö,
sérðu til. Eins og maður tekur inn
meðul til þess að losna við maga-
verk.”
„Þú deyðir bamið einnig,”
sagði ég.
Húnþagði við.
Ég kveikti á eldspýtunni.
„Líttu á mig,” sagði ég. Ég vissi
að hún mundi gera það. Augu min
blinduðust af ljósinu. Ég stakk síg-
arettunni upp í mig og kveikti i
henni. Þaö slokknaði á eldspýt-
unni. „Sástu mig?” spurði ég.
„Ég sá þig,” svaraði hún.
„Þekkir þú mig,” spurði ég.
„Já,” svaraði hún. Það var eins
og ég hafði vonað. Þegar aUt kem-
ur tU aUs gerðist þetta í smáborg.
„Ég þekki þig ekki,” sagði ég.
„Or því að þú berð kennsl á mig
veistu hver ég er og hvað ég geri.
Þú veist að ég hef verið kvæntur í
um það bU áratug og að við eigum
engin böm.
„Þetta held ég að ég viti,” sagði
hún.
„Ég þarf á bami að halda,”
sagði ég. „Gefðu mér bamið þitt.
Gefðuþví líf.”
Ég heyröi að hún andaði djúpt
að sér og ég hélt máU mínu áfram.
„Þú getur farið á brott héðan
með konunni minni hvert sem
ykkur þóknast,” sagði ég. „Ég er
efnaður maður, eins og þú veist,
og þegar þið komið aftur tekur
konan mín við baminu. Gefðu
þessu bamilíf.”
„Þú ert geggjaður,” sagði hún.
„Það veit ég,” sagði ég. „Hvers
vegna heldur þú að ég sé hér ? ”
Hún þagði við. Ég lét hana um
að hugsa þessa hugsun tU enda.
„Þetta getur ekki verið,” sagði
hún. „Það væri þó undarleg tUvUj-
un.”
„SannleUcurinn er mjög undar-
legur,” sagði ég.
„Hvers vegna?” spurði hún.
„VEGNA ÞESS AÐ ÉG VARÐ
BARNIAÐ BANA,” sagði ég.
„Þú ert að reyna að gera mig
ruglaða! ” Það lá við að hún hróp-
aði þessi orð.
„Nei,” sagði ég. „Það var skrif-
að um þetta í blöðum fyrir sex
mánuðum. Það var stutt frásögn.
Fjögurra ára bam hljóp út á götu
beina leið í veg fyrir bifreið. Bam-
ið dó. Þetta kom fyrirmig.”
„Æi, nei,”sagðihún.
„Jú, jú,” sagði ég. „Vesalings
faðirinn. Hann bar stúlkuna í
fanginu. Hún hafði ljóst hrokkið
hár og blá augu og það blæddi úr
nösum hennar. Mér skUdist af því
hvemig höfuðið á henni slóst tU að
hún væri dáin. Þetta var ekki mér
að kenna, sögðu menn. Vesalings
faðirinn bað mig aUt að því afsök-
unar á því að bamið hans skyldi
hlaupa fram fyrir bUinn. Það lá
við að ég fengi orðu fyrir að vera
valdur áð dauða þessa bams. Og
ég átti sökina. Ég hefði getað forð-
að baminu frá dauða. Ég veit að
ég hefði getað bjargað þessu
bami. HeUu nætumar, nótt eftir
nótt, sé ég þetta bam fyrir mér.
Hún er stöðugt förunautur minn.
Ég hefði getað forðað henni frá
dauða. En menn sýkna mig. Þeir
kenna baminu sjálfu um dauöa-
slysið. Þetta er viðurstyggö. Ég
drap þetta bam, ég drap hana.”
„Hvað með konuna þína?”
spurðihún. „Elskarðuhana?”
„Já,” sagði ég. „Hún er góð-
hjörtuð. Hún er svo sannarlega
góðhjörtuð.”
Ég heyrði að hún dró djúpt and-
ann. Svo ríkti þögn í næturkyrrð-
inni. Sígarettan brenndi mig í
finguma. Ég fleygði henni frá
mér. Það sást neisti í henni þar
sem hún sveif í boga. Ég fann að
við biðum bæði eftir að heyra
hljóðið þegar hún dytti í vatnið.
Var mögulegt að við gætum heyrt
hljóðið? Við heyrðum ekkert.
Stúlkan reis á fætur. Hún rétti
úrsér.
„JÆJA,” sagði hún. „ÞtJ ÁTT
SÖK Á DAUÐA BARNS. NÚ HEF-
UR ÞO FORÐAÐ BARNI FRÁ
DAUÐA.”
Ég beið.
„Heyrðir þú þetta?”
„Já,”sagðiég.
„Ég ætla sjálf að bera minn
kross,”sagðihún.
„Þú hefur létt af mér byrðinni
af mínum krossi,” sagði ég.
Hún kvaddi ekki. Hún snerist
bara á hæli og fór.
Ég heyrði þegar hún gekk yfir
svæðið. Alla leiðina. Ég heyrði
greinilega fótatak hennar þegar
hún kom út á malbikaða veginn.
Mér gat ekki misheyrst.
Ég tók upp litlu skammbyssuna
með hlaupvídd 3«. Ég hafði byssu-
leyfi fyrir henni. Ég keypti hana
til þess að vemda peninga mína og
eignir. Ég notaði hana aldrei. Að-
eins einu sinni eða tvisvar til þess
aö æfa mig í að skjóta í mark. Og
einu sinni miðaði ég henni á fljúg-
andi villigæsir við vatn. — Það
heyrðist skvamp þegar hún skall í
vatnið.
Ég er nefnilega vel syndur, þess
vegna þurfti ég á byssunni að
halda.
Ég fór út úr geilinni og stað-
næmdist á brúninni. Allt í einu
stirðnaöi ég af kulda. Ég skalf frá
hvirfli til ilja. Nú var ég dauð-
hræddur um að ég kynni að falla
ofan af hæðinni niður í vatnið í
steinnámunni. Ég varð gagntek-
inn af hræðslu. Ég lagðist á f jóra
fætur, skreið frá staðnum eins og
sneyptur rakki. Ég skalf eins og
lauf í vindi, en ég reis á fætur og
skjögraði í átt til vegarins. Það
komst aðeins að hjá mér ein hugs-
un:
EKKI HVER SENDI MIG,
STULKA MlN, HELDUR HVER
SENDI MÉR ÞIG? SEGÐU MÉR
ÞAÐ. HVER SENDIÞIG?
Úr skemmtana-
iðnaðinum
— Uff, sagði Bob Hope og sökk
niður í stól. Það eru bara allir á
eftir manni. Mér finnst ég vera
eins og saumnál án heystakks.
Kvikmyndastjaraan: Nei, ég
ætla ekki að fleygja mér fram af
30 metra háum kletti! Gerið ykkur
grein fyrir að áin er ekki nema
hálfs metra djúp?
Leikstjórinn: Já, auðvitað!
Heldurðu aö við ætlum að drekkja
þér, eða hvað?
Fræg kvikmyndastjarna var á
gangi með blaðafulltrúanum sín-
um. Þá kom bíll og ók yfir
stjörnuna.
— Kallið á blaðamenn, ljós-
myndara. .. og sjúkrabíl, takk,
hrópaði blaðafulltrúinn!
Herra og frú Nýrík vom í bæn-
um. Þau fóm að sjálfsögðu í leik-
húsið. — Hvað er verið að sýna í
kvöld? spurðu þau konuna í miða-
sölunni. — Rómeó og Júlíu, svar-
aði konan. — Nei, sko, bara tvö
leikrit, ha!
Prímadonnan var alveg ævareið
þegar tjaldið var fallið á frum-
sýningunni.
— Ég fékk ekki nema fjóra
blómvendi, sagði hún sárgröm.
— Nú, sagöi leikstjórinn, það er
núekkisemverst!
— Ekki sem verst? Ég pantaði
fimm!
— Hér stendur að leikari verði
að læra 15.000 orð að meðaltali
þegar hann lærir nýtt hlutverk!
— Huh, það er nú ekki mikið.
Og kann hann þau ekki flest fyrir?
Einn úr Fljótunum var á ferð og
ætlaði í leikhús.
— Einnmiða.takk, sagðihann.
— A svölunum eða í salnum?
— Ja, hvað er verið að sýna á
svölunum?
— Jæja, leikhússtjóri, hér er ég
nú með leikritið allt umskrifað.
eins og við höfðum talað um.
— Já, og ég ætla að vona að
þetta sé ekkert sóðalegt lengur,
hreint og klárt og enginn sori, ha?
— Nei, ætli þaö sé nokkur
hætta. Fyrstu þrír þættimir ger-
ast íbaðkeri!
— Segðu mér eitt, hvemig ferðu
að því að liggja svona lengi kyrr,
eftir að þú ert skotinn í fyrsta
þætti?
— Ekkert mál. Ég er að spila
damm við hvíslarann!
22 Vlkan f. tbl.