Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 27

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 27
Umsjón: Geir R. Andersen Leikstjóri: Waris Hussein. Aðalleikarar: Donald Sutherland, Terry Garr, Tuesday Weld. Sýningartími 97 mínútur. GEORGE C. SCOTT TRISH VAN DEVERE Leikstjóri: Peter Medak. Aðalhlutverk: George C. Scott, Trish Van Devere, Melvyn Douglas, Jean Marsh og Peter Medak. Winter of Discontent (Vetur óánægjunnar) The Changeling (Umskiptingurinn) Þetta er „drama”, mynd sem byggð er á sögu Johns Steinbeck. Sagan er um vináttu sem er teflt í tvísýnu, freistingar í ástamálum, græðgi, drauma og svik. — En er þetta ekki bara saga úr raunveru- leikanum? Donald Sutherland, sem leikur Eathon Hawley, hamingju- samlega giftan tveggja barna föður í bandarískum smábæ, sýnir frábæra leikhæfileika í þessari mynd. Og hér er ekki allt sem sýnist. Það verður Eathon áþreifanlega var við þegar ýmis óvænt atvik fara að gerast. Donald Sutherland þekkja margir hér á landi, til dæmis úr myndunum M.A.S.H., Ordinary People og The Eagle has landed. Sú sem leikur eiginkonu Eathons er Terry Garr, upprenn- andi leikkona, sem meðal annars lék í hinni frægu mynd með Dustin Hoffman, Tootsie, og mynd Spiel- bergs, Close Encounters of the Third Kind. Hina lævísu vinkonu Hawley- hjónanna leikur Tuesday Weld. Hún er líka þekkt úr ýmsum öðrum myndum, svo sem Dog Soldiers. Islenskur texti er með þessari mynd og sýningartími er 1 klukku- stund og 37 mínútur. I þessari mynd birtist George C. Scott okkur sem tónlistarkennari. George Scott þekkja nánast allir sem eitthvaö fylgjast með kvik- myndum eða hafa gert gegnum árin. Nú fyrir tveimur eða þremur vikum gafst okkur tækifæri til að horfa á myndina Patton í íslenska sjónvarpinu. Þar lék þessi mikil- hæfi leikari, George C. Scott, aðal- hlutverkið. Patton. Nú, þessi mynd, The Changeling, byrjar í „upstate” í New York ríki og þar snjóar líkt og hér á landi. Myndin sýnir fjölskyldu- manninn og tónlistarkennarann John Russel (Scott), ásamt konu sinni og dóttur, vera að ýta bíl sín- um í ófærðinni. En hann þarf nauðsynlega að skreppa til að hringja á aðstoð. Það er hálka á veginum. Á meðan kennarinn er í símaklefanum sér hann að stór bíll nálgast hans eigin, þar sem kona hans og dóttir standa og bíða. — Og það skiptir engum togum, örlögin hafa tekið í taumana. Þarna verður sorglegt slys. x Til þess að gleyma slysinu, þegar kona hans og dóttir fórust, flyst tónlistarkennarinn til Seattle. Dularfull kona hjálpar honum til þess að finna sér „viö- eigandi” hús í rólegu hverfi en hann veit ekki að konan hefur þagað yfir sögu hússins, sögu sem er ógnvekjandi. Tónlistarkennarinn flyst inn í húsið og verður þess var að hann er þar ekki einn. Miðilsfundir og opnar grafir opinbera honum hina raunverulegu húsbændur hússins. Hægt en örugglega verður hann verkfæri í höndum hinna yfirnátt- úrlegu afla. Þetta er að vísu hryllingsmynd og heldur áhorf- andanum spenntum allan tímann en hér eru frábærir leikarar að verki og myndin er varla hrylli- legri en svo að það sé hægt að horfa á hana með allri fjölskyld- unni. — Myndin er samt, að til- hlutan kvikmyndaeftirlits, bönnuð börnum innan 16 ára aldurs. Sýningartími er 113 mínútur og með myndinni er íslenskur texti. S. tbl. Víkan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.