Vikan - 31.01.1985, Qupperneq 27
Umsjón: Geir R. Andersen
Leikstjóri: Waris Hussein.
Aðalleikarar: Donald
Sutherland, Terry Garr,
Tuesday Weld.
Sýningartími 97 mínútur.
GEORGE C.
SCOTT
TRISH
VAN DEVERE
Leikstjóri: Peter Medak.
Aðalhlutverk: George C.
Scott, Trish Van Devere,
Melvyn Douglas, Jean
Marsh og Peter Medak.
Winter of Discontent (Vetur
óánægjunnar)
The Changeling (Umskiptingurinn)
Þetta er „drama”, mynd sem
byggð er á sögu Johns Steinbeck.
Sagan er um vináttu sem er teflt í
tvísýnu, freistingar í ástamálum,
græðgi, drauma og svik. — En er
þetta ekki bara saga úr raunveru-
leikanum?
Donald Sutherland, sem leikur
Eathon Hawley, hamingju-
samlega giftan tveggja barna
föður í bandarískum smábæ, sýnir
frábæra leikhæfileika í þessari
mynd.
Og hér er ekki allt sem sýnist.
Það verður Eathon áþreifanlega
var við þegar ýmis óvænt atvik
fara að gerast.
Donald Sutherland þekkja
margir hér á landi, til dæmis úr
myndunum M.A.S.H., Ordinary
People og The Eagle has landed.
Sú sem leikur eiginkonu
Eathons er Terry Garr, upprenn-
andi leikkona, sem meðal annars
lék í hinni frægu mynd með Dustin
Hoffman, Tootsie, og mynd Spiel-
bergs, Close Encounters of the
Third Kind.
Hina lævísu vinkonu Hawley-
hjónanna leikur Tuesday Weld.
Hún er líka þekkt úr ýmsum
öðrum myndum, svo sem Dog
Soldiers.
Islenskur texti er með þessari
mynd og sýningartími er 1 klukku-
stund og 37 mínútur.
I þessari mynd birtist George C.
Scott okkur sem tónlistarkennari.
George Scott þekkja nánast allir
sem eitthvaö fylgjast með kvik-
myndum eða hafa gert gegnum
árin.
Nú fyrir tveimur eða þremur
vikum gafst okkur tækifæri til að
horfa á myndina Patton í íslenska
sjónvarpinu. Þar lék þessi mikil-
hæfi leikari, George C. Scott, aðal-
hlutverkið. Patton.
Nú, þessi mynd, The Changeling,
byrjar í „upstate” í New York
ríki og þar snjóar líkt og hér á
landi. Myndin sýnir fjölskyldu-
manninn og tónlistarkennarann
John Russel (Scott), ásamt konu
sinni og dóttur, vera að ýta bíl sín-
um í ófærðinni.
En hann þarf nauðsynlega að
skreppa til að hringja á aðstoð.
Það er hálka á veginum. Á meðan
kennarinn er í símaklefanum sér
hann að stór bíll nálgast hans
eigin, þar sem kona hans og dóttir
standa og bíða. — Og það skiptir
engum togum, örlögin hafa tekið í
taumana. Þarna verður sorglegt
slys. x
Til þess að gleyma slysinu,
þegar kona hans og dóttir fórust,
flyst tónlistarkennarinn til
Seattle. Dularfull kona hjálpar
honum til þess að finna sér „viö-
eigandi” hús í rólegu hverfi en
hann veit ekki að konan hefur
þagað yfir sögu hússins, sögu sem
er ógnvekjandi.
Tónlistarkennarinn flyst inn í
húsið og verður þess var að hann
er þar ekki einn. Miðilsfundir og
opnar grafir opinbera honum hina
raunverulegu húsbændur hússins.
Hægt en örugglega verður hann
verkfæri í höndum hinna yfirnátt-
úrlegu afla. Þetta er að vísu
hryllingsmynd og heldur áhorf-
andanum spenntum allan tímann
en hér eru frábærir leikarar að
verki og myndin er varla hrylli-
legri en svo að það sé hægt að
horfa á hana með allri fjölskyld-
unni. — Myndin er samt, að til-
hlutan kvikmyndaeftirlits, bönnuð
börnum innan 16 ára aldurs.
Sýningartími er 113 mínútur og
með myndinni er íslenskur texti.
S. tbl. Víkan 27