Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 30

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 30
bk bendon & WrxAv' KomSð vlðíKöln Af þeim mikla mannfjölda sem bjó í Köln í Þýskalandi við upphaf síðari heims- styrjaldarinnar höfðust aðeins milli 30 og 40 þúsund enn við í borginni við lok þessa mikla hildarleiks. Hinir voru ýmist flúnir úr borg- inni eða fallnir á vígvöllum. Borgin lá í rúst- um eftir sprengjuárásir bandamanna og þær hugmyndir komu fram að endurbyggja hana ekki. En sú taug sem rekka dregur til föður- túna er víðar römm en á okkar kalda landi. Þegar ógnir stríðsins voru að baki fóru Kölnarbúar að tínast aftur heim og tóku til við að reisa heimaborg sína úr rústunum. Ognarhratt byggðu þeir þessa borg við Rínarfljót og sér þess reyndar víða merki í borginni að oft hefur ráðið meiru kapp en for- sjá við þessa uppbyggingu, því að ekki getur borgin talist falleg almennt frá byggingalegu sjónarmiði. En dýrmætar perlur bygginga- listar hafa þó varðveist í Köln og nægir þar að nefna dómkirkjuna sem ein stóð upp úr rúst- unum í miðborg Kölnar við lok styrjaldarinn- ar. Trúaðir segja að guð almáttugur hafi haldið vemdarhendi sinni yfir henni í sprengjuregninu. En þótt borgin sé kannski ekki í heild fögur á að líta hefur hún sína töfra. Kannski þessir töfrar liggi í því hve látlaus og friðsamleg borgin er á yfirborðinu, en undir niðri suðar og kraumar ólgandi líf. Kannski þessir töfrar felist í hinni litríku sögu borgarinnar sem verður á vegi ferðalangsins við hvert spor sem hann stígur. Kannski þessir töfrar búi í fólkinu sem byggir þessa borg og á rætur að rekja til margra óskyldra heimkynna. Þetta fólk setur allt sinn svip á þessa marg- breytilegu blöndu sem Köln býöur upp á og svífur á þá sem kunna að njóta. Kannski töfrar borgarinnar liggi í þessu öllu og mörgu fleiru sem ógemingur er að telja upp. Hitt er víst að heimsókn til Kölnarborgar borgar sig. Hér bregð ég upp nokkrum svipmyndum af Hauptbahnhof. Aðaljárnbrautarstöð borgarinnar og við hliðina á hinni frægu Kölnardómkirkju. Gamli biðsa* urinn i brautarstöðinni hefur skipt um hlutverk. Þar troða nú upp ýmsir lista- menn á kvöldin og stundum er þar leikið fyrir dansi. Það er vel þess virði að kíkja á stemmninguna í þessum gömlu hvelfingum þegar komið er við í Köln. Texti og myndir: Trausti Ólafsson því sem dró að sér athygli mína þegar ég dvaldi um skeið í Köln síðastliðið sumar. 30 Vlkan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.